Málfríður - 15.05.2001, Blaðsíða 31
jafnt hvert þeirra varð fyrir valinu í hverj-
um skóla.
Málvísindi forn og ný
Baráttan milli hins gamla tíma og hins
nýja; milli klassískra fræða og gagnfræð-
anna stóð enn. Að ofan var þess getið að
Geir T. Zoéga og Björn M. Olsen hefðu
verið félagar í Alþjóða hljóðfræðafélaginu.
Þrátt fyrir þá framfarahyggju lagðist Björn
gegn breytingum á námsskrá skólans þeg-
ar farið var að huga að slíku um aldamót-
in. Hann sagði við skólauppsögn í Lærða
skólanum 30.júní 1898
... jeg veit, segi jeg, að sú bjalla klingir of oft í
eirum ikkar, og fær ef til vill alt of mikla
áheirn hjá ikkur, að forntungnanámið sé engu
nítt firir lífið, þið þurfið ekki að kunna latínu
eða grísku til að geta gert ikkur skiljanlega fir-
ir údendingum, að nám þessara gömlu mála
geri ikkur að andlegum steingjörvingum,
o.s.frv. Þetta er hættuleg kenning, og þeir
menn, sem halda henni fram, vita ekki hvað
þeir segja, virðast ekki hafa neinn grun um,
hve mikinn skaða þeir vinna þessari stofnun
með því að innræta lærisveinum hennar firir-
litningu firir þeim kenslugreinum, sem hjer
eru hafðar í firirrúmi. First of fremst er fleira,
sem getur orðið að gagni fýrir lífið, enn það ,
sem beinlínis verður látið í askan. Og í annan
stað er það ekki satt, að þið getið ekki gert
ikkur skiljanlega firir útlendingum ef þið get-
ið talað við þá latínu. Jeg hef sjálfur reinslu fir-
ir mjer í þessu, og get fullvissað ikkur um, að
þið gedð talað við og skihð allflesta útlenda
mentaða menn, hvort sem eru Englendingar,
Frakkar eða Þjóðveijar, ef þið kunnið að
bregða firir ikkur latínu. Þegar jeg var níorð-
inn stúdent, kom latínan mjer oft að haldi við
útlendinga.
Ný reglugerð Reykjavíkurskóla
1904
Þrátt fyrir andstöðu Björns M. Ólsens og
fleiri var sett ný reglugerð fyrir Lærða
skólann sem tók gildi árið 1904. Skólinn
fékk þá nafnið Hinn almenni mentaskóli í
Reykjavík, síðar Menntaskólinn í Reykja-
vík. Samkvæmt hinni nýju reglugerð var
grískan alveg sett út og dregið var úr lat-
ínukennslu. Kennslustundafjöldi sem ætl-
aður var ensku var nú þrefaldaður og í
stað fjögurra ára náms kom sex ára nám
með fimm stundir í viku að jafnaði.Vorið
1910 hafði hin nýja skipan loks gengið í
gegnum allan skólann. Enska var orðin ein
aðalnámsgreinin til stúdentsprófs. Vorið
1910 var haldið stúdentspróf í ensku í
fyrsta sinn í næstum sextíu ár.
Tuttugasta öldin
A árunum milli stríða óx íslenskt skóla-
kerfi hröðum skrefum. Skólum fjölgaði
og námsmöguleikum að sama skapi.
Tækni efldist, í tungumálanámi fóru
rnenn að nýta hljómplötur og síðan út-
varp.Vitað er að Böðvar Kristjánsson, sem
kenndi ensku við Menntaskólann í
Reykjavík 1908—18, notaði hljómplötur
við kennslu. Seinna var Hljóðfærahúsið í
Reykjavík með á boðstólum Linguaphone
námsskeið í ensku og fleiri tungumálum.
Enska var kennd í útvarpi því sem Otto
B. Arnar rak og síðar í Ríkisútvarpinu.
Nýir kennslubókahöfundar komu fram á
sjónarsviðið svo sem Bogi Ólafsson, Anna
Bjarnadóttir, Árni Guðnason og Sigurður
L. Pálsson. Bréfaskólar og námsflokkar
buðu upp á fleiri kosti. Um það er önnur
saga.
Steinunn Einarsdóttir
enskukennari
við Menntaskólann í Reykjavík.
Kennslustunda-
fjöldi sem ætl-
aður var ensku
var nú þrefald-
aður og í stað
fjögurra ára
náms kom sex
ára nám með
fimm stundir í
viku að jafnaði.
Þessi grein er byggð á cand. mag. ritgerð höfundar
A Historical Survey of the Teaching of English in Iceiand
in the Nineteenth Century with Particular Reference to
Textbooks andTextbook Writers. (H.í. 1985).
31
L.