Málfríður - 15.05.2001, Blaðsíða 7
Aukin tungumálakunnátta
styrkir íslenskuna
Til að hver einstaklingur geti þroskað og
nýtt hæfileika sína þarf hann að geta tjáð
skoðanir sínar, komið vitneskju sinni á
framfæri og aflað sér nýrrar þekkingar. I
nútímaþjóðfélagi þarf hann að geta gert
þetta, svo vel sé, á fleiri tungumálum en ís-
lensku. Með þessu er ég ekki að segja að
íslenskan sé óþörf, óþjál eða líkleg til að
verða annars flokks. Hún er okkar móður-
mál, á henni byggjum við, og hún er
óijúfanlegur partur af því sem við erum.
Það er mín skoðun að það sé með
tungumálakunnáttu eins og aðra þekk-
ingu, að því meira sem við eigum af
henni, því víðari verður sjóndeildarhring-
urinn. Jafnframt lærir maður betur að
meta það sem maður hefur og því tel ég
að aukin tungumálakunnátta muni styrkja
íslenskuna frekar en veikja.
Tungumálakunnátta getur skap-
að forskot
En gætum við ekki gert betur en það eitt
að nýta tungumálin til að skapa okkur
jafnréttisgrundvöll í viðskiptum? Getum
við ekki nýtt þau til að skapa okkur for-
skot? Tungumálakunnátta stærri þjóða er
mjög misjöfn. Einfaldlega af því að þær
eru svo stórar að þær verða sjálfhverfar.
Með því að leggja áherslu á að efla enn
frekar almenna tungumálakunnáttu á Is-
landi auðveldum við hverjum og einum
íbúa þessa lands að nýta hæfileika sína sem
best, hvort sem er hér heima eða annars
staðar.
Afi minn hlaut stuðning góðra manna
til að afla sér menntunar í Evrópu á þriðja
áratug þessarar aldar. Svo náin tengsl við
aðra menningarheima, jafnvel bara í formi
ferðalaga voru ekki á allra færi á þeim
tíma. Með aukinni velmegun og nútíma
fjarskipta-möguleikum eiga þau að geta
verið það. Eg ólst upp við að lestur bóka
og blaða á öðrum tungumálum en ís-
lensku væru sjálfsagt mál, þrátt fyrir að
úrvalið væri ekki mikið og stundum
væru blöðin gömul. Það hefur breyst en
verðið á innfluttum bókum og blöðum
gerir þau ekki beinlínis aðgengileg öll-
um.
En hvað með tungumálakennslu?
Hvaða hlutverki gegnir hún fyrir atvinnu-
lífið? Stóru hlutverki í mínum huga.
Fyrir fullorðið fólk eru margvíslegar
leiðir í boði til að bæta við tungumála-
kunnáttu sína og hjá Islandsbanka-FBA
bjóðum við t.d. upp á talþjálfun í ensku.
Það er hins vegar svo að tímaskortur nú-
tímafólks verður oft til þess að góð áform
um viðbótarnám verða að litlu.
Leggjum grunninn snemma
Því tel ég mikilvægt að byrja á grunnin-
um. Það er ósköp einföld staðreynd sem
löngu hefur verið viðurkennd að hæfi-
leikinn til að læra tungumál er mestur hjá
börnum. Þau soga í sig þekkinguna, eiga
auðvelt með að ná tökum á málfræðinni
og nýjum framburði — m. a. af því að þau
eru algjörlega óhrædd. Eftir því sem árin
líða minnkar þessi hæfileiki. Það eina sem
virðist ekki minnka, er hæfileikinn til að
læra ný orð.
Við byrjum að kenna börnunum okk-
ar ensku þegar þau eru 10 ára og dönsku
þegar þau eru 12 ára. I samanburði við ná-
grannaþjóðir okkar komum við ágætlega
út.Víðast í Evrópulöndum byrja börn að
læra erlent tungumál í fýrsta sinn 10 ára. 1
smærri löndum álfunnar byija börn þó
sums staðar að læra tungumál strax í upp-
hafi skólagöngu. Eg spyr hvort við getum
ekki gert það líka? Farið að kenna börn-
um ensku 8 ára, dönsku 10 ára og þriðja
tungumálið 12 ára? Og gert átak í að fjölga
möguleikum í tungumálakennslu í ffam-
haldsskólum, t. d. með því að samnýta
kennslu? Þannig værum við að undirbúa
börnin okkar betur fyrir heim þar sem
þau þurfa að vera í stakk búin til að viða
að sér þekkingu alls staðar að, eiga dagleg
samskipti við fólk úr öllum heimshornum
þar sem hæfileikinn til að tjá sig og skilja
aðra verður meðal þess sem mest er met-
ið.
Það er mín skoð-
un að það sé með
tungumálakunn-
áttu eins og aðra
þekkingu, að því
meira sem við
eigum af henni,
því víðari verður
sj óndeildarhr ing-
urinn.
7