Málfríður - 15.05.2001, Blaðsíða 23

Málfríður - 15.05.2001, Blaðsíða 23
var hvorki enska né franska kennd í skól- anum og rektor gat þess svo í skýrslu sinni: Það má sjá það á því, sem þegar er sagt um það, hvað lesið hefur verið, að þær tvær ætungur, frakkneska og enska, sem piltum að eins er gefmn kostur á að nema, en eigi skyld- ir til eigi hafa verið kenndar. Orsökin er sú, að enginn piltur hefur beðizt tilsagnar í þeim, enda er það auðskilið, hvernig á því stendur; því að vísindagreinir þær, sem piltar eru skyld- ir að nema, eru svo margar, að þeir hafa nóg að starfa, leggi þeir þá stund á þær, sem þarf að vera. Einhvern veginn læðist að manni sá grun- ur að rektor hafi ekki hvatt piltana til að velja nýju rnálin. Annars var viðhorf hans til tungumálanáms nokkuð mótsagna- kennt. Arið 1854 skrifaði hann ráðuneyt- inu í Kaupmannahöfn og fór fram á að enska og franska yrðu gerðar að skyldu- greinum í skólanum. Ráðuneytið ráðgað- ist fýrst við skólanefnd og gaf svo út eftir- farandi tilskipun: Stjórnin fellst á það samkvæmt uppástungu yf- irstjórnar skólans að allir skólasveinar skuli framvegis vera skyldir að læra þjóðversku; að skólameistaranum skuli sett í sjálfs vald, að skera úr því, hvegum sveinum skuli leyft að nota kennsluna í ensku og frakknesku, öðru málinu eða báðum, og að banna þeim þessa kennslu, ef að honum þykja þeir ekki færa sjer kennsluna vel í nyt, eða að hún standi þeim fýrir framförum í öðrum lærdómi. Bjarni rektor var augljóslega þeirrar skoð- unnar að nútímamál ættu menn að geta tileinkað sér í tómstundum með sjálfs- námi. í einni skólaskýrslu segir hann um frönsku- og enskukennslu: Kennslan verður að stefna að því, að kenna piltum framburðinn, og hin einkennilegu orðatiltæki í tungum þessum, og þess konar orðtæki, sem örðugt er að nema á síðan til- sagnarlaust. Með slíkum undirbúningi, og ná- kvæmri þekkingu á latínu og latínskri mál- fræði, mun það aldrei veita neinum örðugt, ef nauðsyn krefur, að nema svo mikið í tungum þessum, þegar hann er kominn úr skóla, sem hann þarf á að halda eptir atvikum. Frakkneska er, eins og allir vita, völsk tunga, eins og líka hið verulegasta í enskunni, og er fegurð henn- ar eigi fólgin í hinum engilsaxnesku einsat- kvæðisorðum; að minnsta kosti segir Hume (History of England) um þessa samblöndum (mixture) völskunnar, „that it forms the greatest and best part of our (the English) language [að það sje hinn mesti og bezti hlutinn af tungu vorri (enskunni)]. Verslunarenska Með auknum viðskiptum við Breta kom í ljós þörf fyrir enskukunnáttu verslunar- manna. I skólaskýrslu Lærða skólans 1851—52 segir Bjarni Jónsson rektor eftir- farandi: Kaupmaður einn hjer í Reykjavík beiddist þess í fýrra vetur að sonur hans mætti taka þátt í aukakennslu þeirri, sem piltum í skóla er gef- inn kostur á að fa í frakknesku og ensku. Enda þótt að pilturinn væri vel undirbúinn, og fað- ir hans gæti hvergi komið honum fýrir hjer á landi, þar sem honum gæti aflazt meiri þekk- ing og menntun, svöruðu þó yfirumsjónar- menn skólans 10. d. marzmánaðar þessu bón- arbijefi á þá leið, að hann eigi gæti fengið þetta æskta leyfi. Með auknum viðskiptum við Breta kom í ljós þörf fyrir ensku- kunnáttu versl- unarmanna. Þessi klausa segir talsverða sögu. Rektor vildi augljóslega taka piltinn í tíma, en skólanefndin kom fram af stífni í þessu máli. Sjá má að enska er nefnd á eftir frönskunni sem var líklega talin fremri. Einnig má sjá af þessu að hvergi annars staðar var þessa kennslu að fá í Reykjavík. Að lokum er athygfisvert að þarna var augljóslega þörf á tungumálakunnáttu í tengslum við verslun og viðskipti. Enskir ferðamenn Englendingar voru duglegir að ferðast þegar á 19. öld. Efnamenn höfðu lengi farið í ferðalög til Frakklands og Italíu til að mennta sig og kynnast byggingar- og málaralist og öðrum menningarverðmæt- um, en rómantíska stefnan opnaði augu manna fýrir stórfengleik náttúrunnar og auðugir menn fóru að venja komur sínar til landa eins og Sviss og Noregs.Upp úr aldamótum 1800 fóru breskir menn að koma til Islands og þar er helst að nefna 23

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.