Málfríður - 15.05.2001, Side 19

Málfríður - 15.05.2001, Side 19
Við lögðum óneitanlega upp í óvissu- ferð í haust en hún hefur skilað okkur talsvert áfram til móts við framtíðina. Við erum sannfærðar um að tölvurnar séu góðar með öðru í tungumálanáminu en þær koma aldrei í stað kennarans. Hlut- verk kennarans og starfsumhverfi breytist. Bókin útrýmdi ekki kennurum og það mun tölvan ekki heldur gera.Við erum til- búnar í slaginn! I lokin eru hér leiðbeiningar fyrir kennara sem eru að fikra sig áfram í tölvu- notkun. • Taka nógu lítið fyrir í einu. • Tryggja sér aðstoð við tæknimál. • Tryggja sér aðstoð við hugbúnað. • Vera óhræddir — nemendur bíta ekki (þeir hafa lengi gengið að því gefnu að „allir“ kennarar séu aular þegar tæki eru annars vegar og sú ímynd breytist hvorki til hins verra né betra á einni nóttu). Góða skemmtun! Þórdís Magnúsdóttir, thordism@ismennt.is og Þórhildur Oddsdóttir, thodd@ismennt.is, dönskukennarar við Menntaskólann í Kópavogi. Nánari upplýsingar um tölvustudda dönsku í MK er að fmna á http://www.utskolar.is SÓKRATES/Comeníus styrkir tungumálakennara nemendur og menntastofnanir • Endurmenntun tungumálakennara eru veittir til að sækja námskeið til landa í 2-4 vikur. • Aðstoðarkennsla í tungumálum. Tungumálakennarar á grunn- og framhaldsskólastigi geta sótt um að fá evrópskan verðandi tungu- málakennara í 3-8 mánuði. Nemarnir eru kostaðir frá sínu heima- landi. Umsóknarfrestur 1. mars • Gagnkvæmar nemendaheimsóknir - samstarfsverkefni tveggja skóla frá ESB/EES löndum. Heimsóknir eiga að standa yfir í a.m.k. 2 vikur, ekki færri en 10 í hóp og nemendur séu 14 ára og eldri. Umsóknar- frestur er 1. mars ár hvert. • Námsgagnagerð í tungumálakennslu. Samstarfsverkefni 3 þátttöku- landa og þarf af eitt ESB land. Umsóknarfrestur er til 1. mars ár hvert. • Samvinnuverkefni stofnana til að koma á fót námskeiðum til að þjálfa tungumálakennara sem byggir á þriggja landa samstarfi. Umsóknar- frestur rennur út 1. nóvember og 1. mars. Tillaga send inn 1. nóvem- ber og ef hún fær jákvæða umfjöllun þá er aðalumsókn send inn 1. mars. • Undirbúningsheimsóknir. Kennarar fá styrki til að koma á fót sam- vinnuverkefnum við menntastofnanir í þátttökulöndum Sókratesar. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð: Alþjóðaskrifstofa Háskólastigsins/ Landsskrifstofa SÓKRATESAR, Neshaga 16, 107 Reykjavík. Sími: 525 5813 bréfsími: 525 5850 Netfang: rz@hi.is http://www.ask.hi.is Styrkir ESB 19

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.