Málfríður - 15.05.2001, Side 9

Málfríður - 15.05.2001, Side 9
Orstutt um Astrík og teiknisögur í frönskukennslu Síðustu níu ár hef ég dvalið við fram- haldsnám í bókmenntum í Montpellier í Frakklandi. Þar hef ég fyrst og fremst einbeitt mér að franskri nútímaljóðhst og lauk doktorsgráðu núna rétt fyrir síð- ustu jól. Þar skrifaði ég um ljóðlistYves Bonnefoy. Ég hafði þá áður tekið fyrir teiknimyndasögur og hafði skrifað BA ritgerð um sögu þeirra, með sérstakri áherslu á Batman. Ég hef því haldið áfram teiknisögugrúski meðfram ljóð- listinni og nú er svo komið að Ástríkur hefur tekið upp á því að vera mér innan handar í einum frönskuáfanga sem ég hef verið að kenna hérna við Mennta- skólann á Egilsstöðum. Hann hefur lífg- að upp á kennslustundir ásamt því að vera handhægur til að kenna imparfait og passé composé, þessar þátíðir sem eru prýðilega til þess fallnar að gera Frakka sjálfa grama þegar þeir eru spurðir hvenær hvor um sig skuli notuð. René Goscinny samdi Astérix þar til hann lést í nóvember 1977. Með Astrík kom fram á sjónarsviðið persóna sem tók á öllum þeim hugmyndum sem Frakkar hafa um sjálfa sig og gerir það sem Frökkum er iðulega lagið, að gera góðlátlegt grín að sjálfum sér. Einnig er lauslega tekið á sögu Frakka, afskaplega lauslega, en þó þannig að ýmsir hafa mestalla þekkingu sína á Rómverjum og Sesari frá Ástríki. Það sem heldur þessu svo saman er listilega vel skrifuð franska, laus við málskrúð annars vegar og snubbótt talmál hins vegar, þar sem flóknir orðaleikir fara saman við barna- mál, þannig að hver sem er getur fundið nokkuð við sitt hæfi í textanum. Slíkt er auðvitað ómetanlegt fýrir frönskukenn- ara sem situr uppi með kennslubók sem stundum er uppskrúfuð í einhvers konar tilraun til þess að vera áhugaverð. Eina bók hef ég notað hér á Egilsstöðum, án þess að mikil reynsla sé komin á hana, en ég hef í hyggju að nýta mér meira í þess- um dúr á næstunni. Þessi bók er sérstök hvað snertir Astérix, þar sem ekki er um að ræða eiginlega teiknisögu heldur myndskreyttan texta sem fjallar um það hvernig Steinríkur datt ofan í pott Sjóð- ríks þegar hann var lítill.Textinn er mjög í stíl við Le Petit Nicolas, sem hefur ver- ið kenndur með góðum árangri að því er mér virðist, en er þó kannski þægi- legri að því leyti að myndirnar tengja textann við klassískar teiknisögur sem reyndar hafa verið að færast úr vitundar- lífi unglinga en eru samt merkilega lif- andi. Textinn er listilega skrifaður og fyndinn og er að því er mér hefur sýnst ágæt kynning á teiknisögunum um Ást- rík, ásamt því að bjóða upp á málfræði- vinnu og textaskilning þar sem öll atriði sem taka á fyrir í áföngum 303 og jafn- vel 403 koma fýrir á einn eða annan hátt. Enn sem komið er, er um algera til- raunastarfsemi að ræða sem kannski bitnar á nemendum en mér hefur sýnst að þetta efni hafi almennt fallið í góðan IÍM TEXTt DE GOSCIHNY 1UUSTR6 PAR UDERZO COMMCMT O0€UX Sigurður Ingólfsson. 9

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.