Málfríður - 15.05.2001, Blaðsíða 15
fyrstu bókinni en í þeim seinni væru þau
á þýsku. Hún sagði allar netábendingar
vera í kennarahandbók en ekki kennslu-
bók og hélt því fram að sænskir nemend-
ur væru búnir að fá sig fullsadda af vinnu
á Netinu! Hún sagði sænska hlustunarefn-
ið sérstaklega vel unnið — börn töluðu
fyrir börn, Þjóðverjar fyrir Þjóðverja,
Svisslendingar fyrir Svisslendinga o. s. frv.
Margarita Kaltigina frá Lettlandi kynnti
ráðstefnu sem haldin verður í Lettlandi í
maí. Við fengum í hendur dagskrá ráð-
stefnunnar. Aðalefni ráðstefnunnar verður
m. a. menntun tungumálakennara og
framhalds- og endurmenntun tungumála-
kennara.
Wolf Halberstadt fulltrúi Frakka kynnti
hugmynd að samræmingu tungumála-
kennslu (Portfolio) í Evrópu þannig að
ljóst sé hvað nemendur kunna (eiga að
kunna) á hveiju stigi. Þar með sé auðveld-
ara að meta tungumálakunnáttu t.d. við
atvinnuumsókn í öðru landi.
Halina Stasiak frá Póllandi kynnti nýj-
ar leiðir við nrenntun kennara í erlendum
tungumálum í Póllandi. Þar eiga þeir við
það vandamál að etja að ekki eru til nægi-
lega margir kennarar til að kenna ensku,
þýsku og frönsku en hins vegar eru
20.000 atvinnulausir rússneskukennarar
þar.
Fleiri þátttakendur kynntu verk sín og
hugmyndir en ég læt nægja að segja frá
þessum.
Milli fyrirlestra og kynninga var unnið
í hópum og síðasta daginn voru niður-
stöður hópa kynntar og ræddar.
Málstofa þessi á að standa yfir í 3 ár og
ákveðið var að þau lönd ynnu saman sem
a) ættu skyldustu tungumálin, b) ættu
landfræðilega sarnan, c) væru þegar í sam-
vinnu (t. d. Norðurlönd og baltnesku
löndin — reyndar verður Holland með í
þeim hópi líka).
Það var mjög ánægjulegt að fá tækifæri
til að sækja þessa málstofu. Það var gaman
að vera í Graz á þessum tíma og öðlast
innsýn í aðventubyrjun, hlusta á þessa
lærðu fyrirlesara, finna hvað áhugi er mik-
ill hjá tungumálamiðstöðinni að gera sem
allra best og síðast en ekki síst að kynnast
því frábæra fólki sem sótti málstofuna.
Ragnhildur Pálsdóttir,
þýskukennari við
Fjölbrautaskóla í Garðabœjar.
-^-rrrjJ I SPROGKONSULENTTJENESTEN 1 ISLAND
ÍbÍb^bM NORDISK MINISTERRÁD SPROGPROGRAM NORDMÁL
NORRÆNA HÚSIÐ • POHJOLAN TALO • NORDENS HUS
e-post: kristinj@nordice.is • tfn +354 551 7030 • fax +354 552 6476
Kennsluráðgjafinn í Norræna húsinu hefur látið útbúa veggspjald sem sent er í alla
grunn-og framhaldsskóla í því skyni að auðga námsumhverfi nemenda og minna á
mikilvægi þess að nemendur tileinki sér norræn tungumál. Hugmyndin er að vegg-
spjaldið verði rammað inn og hengt upp í þeirri kennslustofu sem norrænu tungumálin
eru kennd.
Einnig hefur grunnskólum Reykjavíkur nú í vetur staðið til boða að fá danska þýð-
ingu á heimasíðu sinni sem svarar einni A4 síðu. Þar sem greint er frá stærð staðsetn-
ingu og helstu markmiðum hvers skóla. Á næsta skólaári verður grunnskólum á lands-
byggðinni einnig boðið upp á þessa þjónustu.
Á heimasíðu Norræna hússins www.nordice.is má fylgjast með öllum verkefnum
kennsluráðgjafans.