Víðförli - 15.12.1987, Qupperneq 2

Víðförli - 15.12.1987, Qupperneq 2
Útgefandi Útgáfan Skálholt Biskupsstofa, Suðurgata 22 S: 621500 Ritstjóri: Sr. Bernharður Guðmundsson. Ritstjórn: Hróbjartur Árnason, Jóhannes Tómasson, sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, sr. Örn Bárð- ur Jónsson. Umsjón: Edda Möller. Setning og umbrot: Filmur og prent Prentun: Prisma, Hafnarfirði MA-stúdentar í kirkjustjórn Á síðasta kirkjuþingi kom það glögglega í Ijós hvílík ítök stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri eiga við stjórn þjóðkirkjunnar. Sr. Sigurður Guðmundsson, settur bisk- up og forseti kirkjuþings er MA ‘40 stúdent, eins og það er orðað. Vara- forsetar þingsins voru þeir sr. Jón Einarsson MA ‘59 og Gunnlaugur Finnsson MA ‘49. Kirkjumálaráð- herra, Jón Sigurðsson er MA ‘60, aðstoðarmaður hans Björn Frið- jónsson MA ‘59, ráðuneytisstjóri kirkjumála Þorsteinn Geirsson MA ‘61 og skrifstofustjóri kirkjumála Þorleifur Pálsson er MA ‘60. Af þeim ellefu prestum sem kjörnir eru til Kirkjuþings eru sex stúdentar frá MA. Viðey í Dómkirkjusókn. Reykjavíkurprófastsdæmi hefur óskað þess að Viðey tilheyri pró- fastsdæminu sem hluti Dómkirkju- safnaðar. Nú er unnið að miklum endurbótum á kirkjunni þar og Við- eyjarstofu sem væntanlega verði lok- ið fyrir afmælisdag Reykjavíkur að sumri. Er gert ráð fyrir hátiðarhöld- um í tilefni þess og kirkjan formlega tengd prófastsdæminu. Samstarf kirkju og borgar Sigrún Magnúsdóttir og Ragnar Júlíusson sitja í samstarfsnefnd Reykjavíkurborgar og prófastsdæm- isins af hálfu borgarinnar. Hefur orðið mikið gagn af þeim skoðana- skiptum, sem þar eiga sér stað á fundum og þeim stuðningi sem kirkjan nýtur vegna þessa, segir í skýrslu dómprófasts. Frá boröi biskups r I nánd jóla Aðventan er hafin, jólin nálgast. Aðventan, þessi tími er auglýsingar um allskyns varning fylla alla fjöl- miðla. Við fáum vart frið þessa daga. Reynt er að fá okkur til að kaupa það sem á boðstólum er. Ann- ríkið er mikið, líka á heimilum að laga og prýða fyrir jólin. En mitt í þessu kapphlaupi og amstri er annað að gerast sem setur æ meiri svip á þessar viku. Aðventuljósin eru tendruð strax í upphafi og lýsa svo marga glugga í borg og bæ. - Kirkjurnar kalla á fólkið alla sunnudaga ársins, það hlýðir kallinu misjafnt. - Þegar kall- að er á aðventu fyllast kirkjurnar. - Aðventuhátíðir eru haldnar í flestum sóknum landsins. - Þær eru mest áberandi í fjölmennum sóknum. Söngur er fjölbreyttur, hljóðfæra- leikur mikill og margbreytilegur. í ræðustól koma ýmsir er ekki gera það endranær. Þeir koma af því að þeir hafa áhuga á að færa birtu inn í líf annarra. - Prestarnir undirbúa þetta allt með aðstoðarfólki sínu og’ sýna bæði áhuga og hugvitssemi. - Á skammdegisdögum er boðað ljós. - Hátíð er haldin. í fámennum og afskekktum sókn- um fer aðventan ekki heldur hjá garði án þess að hennar sé minnst. Oft við erfiðari skilyrði. Þar tekur kannski stór hluti safnaðar þátt í undirbúningi. Ungir og gamlir safn- ast saman í kirkjunni sinni og eiga glaða bjarta stund. Sérhver skynjar að jólahátíðin er í nánd. Aðventuljósin eru kveikt svo víða. Ekki aðeins í kirkjum eða á heimil- um okkar. Starfsfólk ýmissa stofn- ana, sjúkrahúsa, dvalarheimila og víðar gera sitt til að veita birtu að- Sr. Sigurður Guðmundsson ventunnar inn í líf fólksins sem þar dvelur. - Það er reynt að minna sem flesta á það að jólin, þessi blessaða hátið sé að koma með fögnuð sinn, boðskap friðar og kærleika. - í huga okkar gerist eitthvað á jólum sem ekki er áþreifanlegt og verður trauðla rökstutt á venjulegan hátt. - Jólin eru meira en að kveikt er á j óla- tré, gjafir gefnar, sungið um jóla- sveina og annað slíkt. Þau eru hátíð- in sem Guð gefur okkur í Jesúbarn- inu svo að við skyldum trúa fyrir hann og hátíðin sú biður okkur að reyna í dagfari öllu að sýna kærleika, tillitssemi og umburðarlyndi. Þess vegna viljum við halda heilaga jóla- hátíð. Gleðileg jól. Sigurður Guðmundsson. FRIfí UR Tendrum friðarljósið kiukkan níu á aðfangadagskvöld 2 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.