Víðförli - 15.12.1987, Page 19
lagsins. Síminn okkar er 14327. Þar
eru biblíulestrar einu sinni í viku og
eru þeir vel sóttir. Á næstunni verður
námskeið um bænina fyrir þá, sem
taka þátt í fyrirbænastarfi á sjúkra-
húsum sem og aðra áhugamenn.
Dagana 7r 9. nóvember vorum við í
Vestmannaeyjum með kynningar og
fræðslufundi á sjúkrahúsinu og elli-
heimilinu. Einnig heimsóttum við
KFUK-konur, hvítasunnusöfnuðinn
og aðventista, því að Kristilegt félag
heilbrigðisstétta er þverkirkjuleg
hreyfing. Þá er fyrirhuguð samskon-
ar ferð til. Keflavíkur á næstunni.
Einnig hafa nokkrar stofnanir í
Reykjavík beðið okkur að koma og
hafa fræðslufundi.
Við ætlum síðar að bjóða 5-10
klukkustunda námskeið á kristnum
grundvelli um bænina, um dauðann,
um kulnun í starfi, hvernig gefa má
öðrum hlutdeild í trú sinni og auðvit-
að alhliða umönnun sjúkra.
Starfið á heilbrigðisstofnunum er
mjög krefjandi og starfslið þarf
margskonar stuðning. Einn kollegi
minn sagði við mig nýlega, að hún
hefði oft óskað þess að kunna að
biðja og finna greinar í Biblíunni til
að lesa fyrir þá sjúku, þegar þeir
biðja um það. Hún sagðist vilja taka
trúarþráðinn upp aftur og rækta trú
sína.
Við vildum gjarnan aðstoða fólk
eins og hana, svo að það geti betur
tekist á við þann þátt í lífi og starfi
sem snertir hina trúarlegu hlið.
— Þetta er mikið átak sem fram-
undan er hjá ykkur?
Það eru forréttindi að fá að starfa
við sitt hjartans mál. En því má ekki
gleyma, að Kristilegt félag heilbrigð-
isstétta hefur starfað hérlendis í nær
10 ár og hefur sannarlega plægt ak-
urinn. Víða eru vikulegar bæna-
stundir á sjúkrastofnunum á vegum
félagsins og gefið er út fréttabréf og
tímarit sem dreift er víða. Auk þess
eru mánaðarlegir fundir í Laugar-
neskirkju öllum opnir. Þeir eru alltaf
þriðja mánudag hvers mánaðar.
Svona hugsjónarstarf er eingöngu
hægt að vinna í krafti bænarinnar.
Við viljum vera þjónar Drottins og
treystum honum til að leiða starfið.
— Hvernig geta lítil samtök eins
og KFH haft tvo starfsmenn?
Magnús er í fullu starfi en ég að-
eins í hlutastarfi og máske fer það
svo að ég fari í starf annarsstaðar ef
fjárhagsgrundvöllur næst ekki. Það
eru áhugasamir einstaklingar sem
reyna að tryggja laun okkar en það
þarf að gera kynningarátak til að
leysa það mál til frambúðar. KFH er
aðili að alþjóðasamtökunum sem
hafa starfað í 50 ár og starfa nú í meir
en 90 löndum. Frá þeim fáum við
ráðgjöf og aðstoð við gerð námsefn-
is en engan fjárhagsstuðning.
— Hlakkarðu til að takast á við
þetta verkefni?
Svo sannarlega, þótt auðvitað sé í
mér kvíði líka. Þetta hefur verið
áhugamál mitt í mörg ár. Dvölin ytra
hefur líka fært mér nýjar víddir.
Þegar ég kenndi í námsbrautinni í
hjúkrunarfræði í Háskólanum eða
vann á sjúkrastofnunum bæði við
aðhlynningu og stjórnun fann ég
innri þunga starfsins skýrt, ég var
t.d. bundin því að skynja fráfall
sjúklings nánast sem persónulegan
ósigur starfsfólksins. Biblían hefur
varpað Ijósi á þessi mál fyrir mér og
ég sé nú samhengi lífs og dauða með
öðrum hætti og heildstæðum út frá
mannskilningi Bibliunnar. Því vildi
ég mega miðla til starfsfólks í heil-
brigðisstéttunum.
Kristilegt félag heilbrigðisstétta
Hátúni 4 - 2c, s. 14327
Pósthólf 5118 - 125 Reykjavík.
Sænska kirkjan notar endur-
unnin pappír
Sænska kirkjuþingi samþykkti
nýlega að kirkjulegar stofnanir
skyldu nota endurunninn pappír
sem þátt í umhverfismálastefnu
kirkjunnar. Frá og með næstu ára-
móturn verða því öll bréf og bækl-
ingar frá kirkjustjórninni í gráum lit.
BORÐBÆNIR,
til að leggja á borð.
Kristilega skólahreyfingin hefur
gefið út 7 borðbænir í stífu plasti,
sem má leggja á borð til nota við
máltíðir á heimilinu- í heimavistar-
skólanum, eða hvar sem er. Þær gefa
tækifæri til fjölbreytni í borðbæn-
um, sem má ýmist lesa eða syngja,
og þær gefa gestum, sem ekki kunna
textann, tækifæri til að vera með.
Auk þess geta einhverjir, sem eru
ekki vanir að hafa borðbæn, tekið
upp þá venju.
Borðbænir þessar eru um leið lítill
liður í fjáröflunarstarfi Skólahreyf-
ingarinnar, sem hefur skólaprestinn
á launum, auk annars starfsmanns.
Til þess að það sé hægt, er sífellt ver-
ið að leita nýrra leiða til fjáröflunar.
Komið hafa fram hugmyndir um að
gefa út nokkrar barnabænir á spjaldi
líkt og borðbænirnar. Sú hugmynd
kemur væntanlega til framkvæmda
á næsta ári.
Skólahreyfingin er einnig með
happdrætti í gangi, 1000 miðar sem
seljast á 1000 kr. stykkið og er lítill
bíll í vinning. Dregið verður í happ-
drættinu þegar allir miðar eru seldir,
en í síðasta lagi 25. janúar 1988.
Borðbænirnar eru seldar í Kirkju-
húsinu, hjáæskulýðsfulltrúa kirkju-
unnar og á skrifstofu KSH, Freyju-
götu 27, sími 28710, en þar eru einnig
veittar allar nánari upplýsingar.
ffúeR/jia m/\
H-ALD/\ FR.IO
V I £> ÓV/aJ/
OkKA^T
p/Lo p/klt. ry/<?sr Eq/J-\
L)M\ Vl£> P'A- P'A J&TA ÓElR 'A
OlCKÓR. l/‘Ð SKfjÖrUM A MOTj
AdíTO KROFTUQtRf3 VÖPMUM^
peíR CjeRAjj ikjar/uORkuAFÁ.
StM vtp EAfDURZjíÖLÍ)
UAA Au ÐVlT~A£). ÖA-R
M E7Ð ER.0 ALL.tR
\UAUBiR OQ FRIÐOR
R.j'k I'R
’ec veir etcKi £«\
H-vort ER SKELFj -
ec R.A, 'AÆTLUJO MUO
cBA þAÐ A-O fOLK
SICOLi FALlATTU-
A /4AAJA.
VÍÐFÖRLI — 19