Víðförli - 15.12.1987, Qupperneq 12
Fer aldrei alfarinn
frá Þingeyingum
Séra Sigurður Guðmundsson er Norðlendingur. Hann fæddist
á Akureyri fyrir 67 árum, ólst þar upp og gekk í skóla fram að
stúdentsprófi. Þá var hann 4 ár í Reykjavík í háskólanámi, en
hvarf aftur norður lýðveldisárið og hefur setið á Grenjaðarstað
í 42 ár og einn vetur á Hólum. En nú er hann aftur fyrir sunnan,
settur biskup íslands síðan um miðjan júní 1987.
— Þetta kom svo á óvart, og hefur
valdið nokkrum breytingum fyrir
okkur Aðalbjörgu konu mína. Ég
var aðeins settur til tveggja mánaða
en það hefur tognað úr því. Ég er af-
ar þakklátur hversu allir hafa tekið
mér vel, ekki síst prestar á Presta-
stefnu, sem ég varð að stýra með
viku fyrirvara. Að vísu hef ég setið
lengi í Kirkjuráði og þekkti vel til
innan þess og það hefur létt mér
starfið. Auk þess hef ég verið vígslu-
biskup frá 1982 og það hefur mótað
afstöðu bæði eigin og annarra. Fólki
hefur fundist að ég ætti sem slíkur
að sinna Norðurlandi öllu og þá er
stutt yfir i landið allt. Við Pétur bisk-
up höfum átt náið samstarf um
hálfrar aldar skeið á öllum sviðum
kirkjulegs starfs líka í biskupsdómi
okkar beggja. Þessi tími sem settur
biskup hefur verið á margan hátt erf-
iður en skemmtilegur.
Það hefur mikið breyst í þjóðlíf-
inu frá vígslu þinni.
— Já, það voru nokkuð óvenju-
legar aðstæður við vígslu mína. Það
var lýðveldisárið 1944. Við vorum 9
talsins og hafa aldrei verið fleiri
vigsluþegar í einu á þessari öld. Ég
var aðeins 24 ára og þurfti undan-
þágu til vígslunnar. Á fyrsta ríkis-
ráðsfundi íslenska lýðveldisins á
Þingvöllum var sú undanþága veitt
— og við vorum vígðir næsta dag.
Lýðveldisgjöf til kirkjunnar.
Það kom ekki annað til mála en
fara í norðlenskt brauð.
— Ja, víst vildi ég það en við ætl-
uðum fjórir okkar til Vestfjarða þar
sem ekkert var laust fyrir norðan. En
fermingarfaðir minn, sr. Friðrik
Rafnar vígslubiskup vildi fá mig
norður og það munaði um hann, og
nokkrum dögum eftir að sr. Þor-
grímur Sigurðsson fékk lausn frá
Grenjaðarstað, áður en tækifæri
hafði gefist til að auglýsa, höfðu
borist áskoranir frá öllum sóknar-
nefndum kallsins, prófasti og vígslu-
biskupi um að fá mig til embættisins.
Ég var því eiginlega kallaður til emb-
ættis eins og nú tíðkast skv. nýju lög-
unum.
Biskup setti mig þá og vígði en
fékk reyndar bágt fyrir að hafa ekki
auglýst kallið, en hann svaraði að
þeir myndu ekki hafa kosið neinn
annan.
Ég var svo kosinn einn skelfilegan
stórhríðardag í nóvember. Veðrið var
slíkt að sóknarnefndarmenn í Þver-
ársókn ákváðu að sleppa kjörfundi.
Þá var það að maður á níræðisaldri,
Páll Þórarinsson á Halldórstöðum,
þóndi Lizzie, þeirrar góðu söng-
konu, bjó sig út í óveðrið og sagðist
ætla á kjörstað og myndu kæra ef
ekki yrði kjörfundur. Þá lögðu tveir
sóknarnefndarmenn í hann líka og
þannig kusu þrír í því prestakalli auk
heimilisfólks á Þverá.
Þú hefur komið upp búi á Grenj-
aðarstað?
— Já, við byrjuðum strax, bæði
með búskap og skólahald, þótt við
hefðum ekki neitt til neins. Ég segi
við, því að þáttur Aðalbjargar er al-
gerlega samofinn störfum mínum.
Hún hefur tekið þátt í þeim öllum og
verið gift bæði prestinum og mann-
inum Sigurði Guðmundssyni.
Við bjuggum búi öll árin 42 á
Grenjaðarstað, meðalbúi fram til 76-
77, minna eftir það. í 22 ár vorum
Fremri röð frá vinstri: sr. Jón Arni Sigurðsson, sr. Stefán Eggertsson, sr. Guðmundur
Guðmundsson, sr. Sigurður Guðmundsson.
Efriröð: sr. Yngvi Þórir Árnason, sr. Róbert Jack, sr. Trausti Pétursson, sr. Sveinbjörn
Sveinbjörnsson, sr. Sigmar Torfason.
12 — VÍÐFÖRLI