Víðförli - 15.12.1987, Qupperneq 23

Víðförli - 15.12.1987, Qupperneq 23
fréttaritara Pálsson, Keflavík og Jensey M. Kjartansdóttir, Höfnum. Ekki er hægt að gera hinni ítarlegu skýrslu prófasts viðhlítandi skil hér. Því skal aðeins látið nægja til við- bótar að minnast á þátt héraðs- nefndar, sem starfaði sem fyrr af víðsýni og þrótti undir forystu pró- fasts. Stóð hún á starfsárinu m.a. fyrir leiðarþingi í byrjun febrúar og nú í haust fyrir fjórum fundum með sóknarnefndarfólki og starfsfólki safnaða vítt og breitt um prófasts- dæmið, þar sem kynnt voru og fjall- að um erindisbréf sóknarnefnda, meðhjálpara, hringjara, kirkjuvarða og safnaðarfulltrúa. Að lokinni skýrslu prófasts voru lagðir fram reikningar kirkna, kirkjugarða og héraðssjóðs. Því næst fluttu safnaðarfulltrúar fréttir úr hinum 17 sóknum prófastsdæmis- ins og Krisjtán Þorgeirsson sagði fréttir af yfirstandandi Kirkjuþingi, en auk hans er dr. Gunnar Kristjáns- son kirkjuþingsfulltrúi prófasts- dæmisins. Þegar fundarmenn höfðu notið höfðinglegs hádegisverðar, í boði heimamanna, var hlýtt messu í Hvalsneskirkju. Þar predikaði sr. Örn Bárður Jónsson, Grindavík, en sóknarpresturinn þjónaði fyrir alt- ari. Að messu lokinni var öllum boðið til kaffiveitinga á fundarstað. Undir borðum flutti frú Halldóra Thorlac- ius, formaður sóknarnefndar Hvals- nessafnaðar ávarp og Iðunn Gróa Gísladóttir frá Hvalsnesi erindi, sem hún nefndi Svipmyndir úr hundrað ára sögu Hvalsneskirkju. Einnig söng kirkjukór Hvalsneskirkju ætt- jarðarlög undir stjórn Frank Herluf- sen organista. Að loknu ívafi heima- manna sem nú er orðinn fastur þátt- ur á héraðsfundum í prófastsdæm- inu, var fundarstörfum fram haldið. Fluttu nú skýrslur sínar þeir Ragnar Snær Karlsson, fulltrúi prófasts- dæmisins í æskulýðsnefnd kirkjunn- ar og Helgi K. Hjálmsson fulltrúi prófastsdæmisins á hinni fyrstu leik- mannaráðstefnu kirkjunnar, sem haldin var 21. og 22. mars s.l. Af ályktunum héraðsfundar skal hér aðeins einnar getið. Var hún þess efnis, að héraðsnefnd er falið að veita Björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði fjárframlag úr héraðs- sjóði. Var þessi samþykkt gerð sam- hliða því að prófastur minntist hinn- ar blessunarríku björgunar, er tveggja manna áhöfn m/b Birgis RE 323 var bjargað um borð í m/b Reyni GK 177 eftir að m/b Birgi hafði hvolft á innsiglingunni til Sandgerðis í foráttubrimi aðfaranótt 9. október s.l. Tekið var með fögnuði boði sókn- arnefndar Bessastaðasóknar um að héraðsfundur verði haldinn hjá þeim að ári. Héraðsfundur þessi var hinn tíundi í röðinni í prófaststíð sr. Braga Friðrikssonar. Fundarritarar voru þeir sr. Hjörtur Magni Jóhannsson og Pétur Brynjarsson ritari sóknar- nefndar Hvalnessafnaðar. Ef að lík- um lætur er fljótlega að vænta hinn- ar vönduðustu héraðsfundarskýrslu, bæði í máli og myndum, sem gefin verður út af héraðsnefnd. Kristján A. Jónsson. Úr Eyjafjarðarprófastsdæmi í sumar funduðu kaupstaðaklerk- ar í Glerárkirkju á Akureyri. Við spurðum sr. Pálma Matthíasson um tildrög þessa fundar. — Sú hugmynd kom upp meðal kaupstaðapresta víðsvegar um land- ið að kanna hvort ekki væru ein- hverjir möguleikar á að við gætum hist til að ræða okkar sameiginlegu kjör. Þá vorum við ekki fyrst og fremst með launakjör í huga heldur miklu fremur starfsaðstöðu og sam- skipti okkar við sóknarnefndir, einnig startsmarkmið og hvort við gætum ekki verið samstiga í að miðla hverjir öðrum upplýsingum í starfi okkar. Það fer ekki á milli mála að í kaupstöðum er starfið með ofurlítið öðrum hætti en í smærri byggðarlögum, t.d. sveitaprestaköll- um. Starf prests í kaupstað er einnig með öðrum hætti en starf prests í Stór-Reykjavík. Þannig má efla starf kirkjunnar sem heildar og þeir starfsmenn hennar, sem búa við svipað umhverfi, geta orðið meira samstiga en áður. — Ýmislegt fróðlegt kom fram á þessum fundi okkar. Við uppgötv- uðum það til dæmis að munur á starfsaðstöðu okkar er mikill. Marg- ir sögðu frá því að þeim þætti erfitt að þjóna þéttbýliskjarna og dreifbýli jafnhliða. Aðrir sögðu að það væri líka erfitt að þjóna tveimur þéttbýlis- kjörnum. Sú krafa væri alltaf gerð að gera eins á báðum stöðum. Enn aðrir töldu sig vera í afar þægilegum prestaköllum, að hafa aðeins einn j kjarna og eina kirkju. Það kom einnig í ljós að þrátt fyrir allt þetta erum við að reyna að gera svipaða hluti. Margir skýrðu frá því að þeim þætti æskulýðsstarf vera erfitt og gengi brösuglega að ná til ungling- anna. Þeir þyrðu varla að segja frá því að slíkt starf væri sumstaðar í molum. Því væri gott að geta komið á svona fund og geta losað um til- finningar sínar hvað þetta snertir og heyra það um leið að eínhver annar á við nákvæmlega sama vandamál að stríða. Sumstaðar virðist það vera þannig að ef presturinn hreinlega leikur ekki við unglingana, þá gerist ekki neitt. Mikið var rætt um hvernig sóknar- nefndir gætu komið inn í starf kirkj- unnar sem ábyrgari aðilar, ekki bara í því að hugsa um peningahliðina og reksturinn, heldur einnig sem ábyrg- ir aðilar í því að byggja söfnuðinn upp. Ég minnist góðrar athugasemd- ar þegar þetta mál var til umræðu. Einn fundarmanna sagði frá því að áður fyrr hefði alltaf verið byrjað á því að ræða hin veraldlegu mál á sóknarnefndarfundum. Þessu var snúið við á þann hátt að ákveðið var að láta safnaðarstarfið njóta for- gangs. Við þökkum sr. Pálma spjallið. Svavar A. Jónsson. VÍÐFÖRLI — 23

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.