Víðförli - 15.12.1987, Side 11
Guðmundur
Magnússon.
Guðmundur Magnússon fræðslu-
stjóri Austurlands situr annað þing
sitt sem fulltrúi leikmanna á Aust-
fjörðum:
Eftirtektarverður er sá vilji stjórn-
valda, að kirkjan haldi sínum hlut í
sambandi við skattkerfisbreyting-
una. Undirbúningur málsins er
vandaður, frumvarpið skýrt og ljóst
og þar að auki verður innheimta
sóknargjalda einföld og kirkjunni
að kostnaðarlausu. Þetta eru góðir
hlutir.
Þá finnst mér frumvarpið um Sið-
fræðistofnun mjög merkilegt. Slíka
stofnun hefur vantað, sem rannsakar
þau vandamál sem upp koma, gefur
ráð og vinnur að undirbúningi
kennslu í siðfræði í skólum. Sem
skólamanni finnst mér þetta mjög
mikilsvert og hef t.d. kennaramennt-
un í huga.
Mér hefur líka fundist mál Kirkju-
þings um aðgengi fatlaðra að guðs-
þjónustum mikilvægt. Þar þarf að
taka stór skref til úrbóta. Fatlaðir
þurfa á sem auðveldastan hátt að
komast inn í kirkjuhúsið svo þeir
geti tekið fullan þátt í guðsþjónust-
unni. Það þarf að athuga nánar lög
um húsafriðun. Svo virðist sem í
sumum kirkjum megi engu breyta.
Mér fannst gott að fá að vera
framsögumaður Allsherjarnefndar
um tillöguna um friðarmál. Umræð-
an var með allt öðrum hætti en í
fyrra. Almenningsálitið er að breyt-
ast, það er krafist allsherjar afvopn-
unar sem er kjarni málsins.
Að lokum vil ég nefna tillöguna
um biskupskjör. Ég er ósammála því
að leikmenn kjósi biskup. Það flæk-
ir málið að mínu viti. Leikmenn hafa
áhrif á biskupskjörið í gegnum
prestskosningar. Prestar þekkja best
til þessara mála. Mér er mjög í mun
að biskupskjör fari friðsamlega
fram, kosningin verði óhlutbundin.
Biskupinn er sameiningartákn kirkj-
unnar.
Æskilegt væri, að mál, sem ræða á
á Kirkjuþingi væru send þingmönn-
um það snemma, að þau mætti t.d.
kynna og ræða á héraðsfundum.
Þannig fengi þingið betri tengsl við
söfnuðina.
Sr. Sigurjón
Einarsson
Sr. Sigurjón Einarsson á Kirkjubæj-
arklaustri situr Kirkjuþing öðru
sinni sem fulltrúi sunnlenskra
presta:
Frumvarpið um sóknargjöldin var
meginmálið. Mér var það mikið
fagnaðarefni að það tókst að fella
þar inn ákvæði sem tryggir dreifbýl-
issóknum lágmarkstekjur, eða 100
þús. kr. að núverandi verðgildi.
En þetta frumvarp er mjög gott
mál fyrir kirkjuna í heild. Þá fund-
ust mér góðar og þarflegar umræð-
urnar um uppbyggingu í Skálholti.
Reynsla mín frá Skógaskóla hefur
sýnt mér hversu erfitt er að halda úti
framhaldsskóla í dreifbýlinu.
Skálholt hefur allt til að verða
mikil menningarmiðstöð, t.d. með
auknum ráðstefnum og námskeið-
um sem flokkast sannarlega undir sí-
menntun og er vissulega innan
ramma lýðsháskólalaganna. Slíkt er
aðeins annað form á skólahaldi og
mjög í takt við aðstæður samtímans
eins og ég veit að rektor er áfram um.
Flinsvegar er ég ekki sáttur við af-
stöðu Kirkjuráðs til málaleitunar
Skógræktarinnar að fá land til skóg-
græðslu í Skálholti - skógur fegrar og
laðar að og eykur mannlíf. Það þarf
að láta reyna betur á það hvort þeir
eru ekki til viðtals um skógrækt á
staðnum, án þess að þeim sé afhent
landið. Það hlýtur að vera allra hag-
ur að skógur eflist, en auðvitað má
ekki þola yfirgang.
Tillagan um friðarmál var sam-
þykkt samhljóða. Það sýndi best
hvað andrúmsloftið er breytt varð-
andi þau mál, ekki aðeins á Kirkju-
þingi heldur í samfélaginu öllu. Mér
virðist prestar í æ minna mæli láta
binda sig flokkspólitískt. Það væri
gott ef kirkjan gæti losað fólk úr
þeim viðjum, þegar um er að ræða
mál sem varða heimsbyggð alla.
Ég saknaði reyndar meiri umræðu
um umhverfismál, sem eru í raun svo
sannarlega í verkahring kirkjunnar.
Hún á að vinna með skaparanum svo
að sköpun hans sé ekki spillt, heldur
að allt lifandi fái að njóta sín.
Halldóra
Jónsdóttir
Halldóra Jónsdóttir frá Gríms-
húsum í Aðaldal situr sitt fyrsta
Kirkjuþing og er fulltrúi leikmanna
í Norðurlandskjördæmi ej’stra. Hún
er yngst Kirkjuþingsmanna og er
önnur tveggja kvenna á þinginu en
þær eru báðar frá Norðurlandi.
— Maður svarar náttúrlega út frá
sinni reynslu, bæði heima við og í
nefndarstörfum á þinginu. Sem
kennara finnst mér frumvarpið um
samstarf kirkju og skóla og stuðning
við kristinfræðikennara afar mikil-
vægt, og i nefndinni þar sem ég sit,
höfum við varið miklum tíma í
frumvarpið um þrengingu laga um
fóstureyðingar. Ég er reyndar flutn-
ingsmaður nefndarálitsins um þetta
viðkvæma mál, þar sem kirkjan þarf
að hafa ákveðna og mótaða stefnu.
Mér finnst að fóstureyðingar af fé-
lagslegum ástæðum hafi fjarlægst
hinn kristna mannskilning og því er
mikils virði eins og fram kemur í
frumvarpi okkar að tryggja vandaða
ráðgjöf þar sem kristin sjónarmið fá
að komast að í allri umfjöllun máls-
ins.
Þá er auðvitað frumvörpin um
sóknargjöld og kirkjugarðagjöld
stórmál á þessu þingi því að nauð-
synlegt er að tryggja kirkjunni fjár-
hagslegan grundvöll. Þarna er spor í
rétta átt til nokkurs fjárhagslegs
sjálfstæðis kirkjunnar sem ég tel
nauðsynlegt, en þar með er ég ekki
að mæla með aðskilnaði ríkis og
kirkju.
VÍÐFÖRLI - 11