Víðförli - 15.12.1987, Blaðsíða 8
Konum eru allir
vegir færir,
þegar þær hafa
öðlast nægilegt
sjálfstraust
- Mér hefur alltaf þótt sjálfsagt, að ég hefði fullan rétt á við
karla. Það viðhorf er mér í blóð borið og það hefur aukist af fjöl-
breyttum kynnum og ferðalögum heima og erlendis. Við höfum
valið það hjónin að standa saman í starfi. Maðurinn minn tekur
ekki síður þátt í mínum störfum, hvort sem ég hei *v/ið símstjóri,
kennari eða húsfreyja, heldur en ég í störfum hans. Ég er að því
leyti gamaldas prestskona, en við vinnum ailt saman. Mér finnst
reyndar, að ég geti gert allt sem maðurinn minn gerir nema
„hempustörfin“.
Guðrún Lára Ásgeirsdóttir í Jóns-
húsi í Kaupmannahöfn er víðmæl-
andi Víðförla. Þau séra Ágúst Sig-
urðsson hafa verið húsráðendur í
Jónshúsi undanfarin 4 Vi ár, er séra
Ágúst hefur verið sendiráðsprestur í
Kaupmannahöfn.
- Við eigum eftir hálft annað ár
hér, geri ég ráð fyrir, og munum
varla óska framlengingar á dvölinni.
Þetta hefur verið mikil lífsreynsla í
erfiðu og fjölþættu starfi. Við erum
á leiðinni heim og langar í sveit að
nýju.
Ferill Guðrúnar Láru Ásgeirsdótt-
ur er litríkur og einkennist af kjarki
og dugnaði. Sem táningur fór hún til
dvalar í Danmörku og síðar í skóla í
Englandi; 19 ára fór hún ein til 12
landa í Mið- og Suður Evrópu. Það
var á þeim árum, þegar unglingar
voru almennt ekki farnir að ferðast
til útlanda. Síðar ferðuðust þær
mæðgur, frú Lára Sigurþjörnsdóttir
og hún, ásamt vinkonu Guðrúnar í
bíl í tvo mánuði vítt um Evrópu, m.a.
til Grikklands. Það vakti undrun
margra á þeim tíma, þegar konur
voru sjaldnast einar á langferðum er-
lendis og alls ekki á eigin bíl. 21 árs
útskrifaðist Guðrún úr Húsmæðra-
kennaraskólanum og tók að sér
skólastjórn á Húsmæðraskólanum á
Hallormsstað. Hafði þá aldrei verið
búsett utan Reykjavíkur og ekki haft
mannaforráð fyrr. Rúmu ári síðar
setti hún upp Edduhótelið að Eiðum
„það var mesta erfiði lífs míns“, en
hótelrekstur hafði ekki verið áður á
Eiðum.
í preststarfi hafa þau Guðrún
Lára og séra Ágúst verið í þremur
landsfjórðungum, austur í Vallanesi,
vestur í Ólafsvík og norður á Mæli-
felli við mjög ólíkar aðstæður.
En hvernig er lífið í Jónshiísi?
- Það er nóg að gera og ekki vantar
fjölbreytnina. Það er t.d. félagsráð-
gjöf fyrir vegalausa íslendinga. Eru
það engin unglömb. Meðalaldur
þeirra, sem við höfum þurft að að-
stoða þannig, er um 35 ár, varla
nokkur innan við tvítugt. Með unga
fólkinu er mjög gott að starfa og það
Guðrún L. Ásgeirsdóttir
er breyting á námsmönnum frá „68
kynslóðinni“.
Við erum mikið meðal gamla
fólksins. íslendingar yfir sjötugt,
sem við vitum um, eru nær 200 í
Danmörku. Það hefur verið mikið
verk að finna þá. Margt af þessu
fólki flutti utan á millistríðsárunum.
Líta langflestir hinna gömlu landa á
sig sem íslendinga, þrátt fyrir hálfrar
aldar búsetu erlendis og virðist þjóð-
ræknin eflast með aldrinum. Eldra
fólkið langar til að hittast og eiga
samfélag, ræða um uppruna sinn og
bernsku. Sumir hafa týnt dönskunni
við veikindi á efri árum, eiga erfitt
uppdráttar og þrá allt, sem er ís-
lenskt. Það þyrfti að koma á fót ís-
lensku elliheimili í Höfn.
- Guðsþjónustuhald er reglubund-
ið og messukaffi á eftir. Venjulega
sækja það um 80 manns. Það er dug-
leg safnaðarnefnd í Kaupmanna-
höfn, en stjórnir íslendingafélag-
anna á stöðunum, þar sem Ágúst
messar, þjóna annars sem nokkurs
konar sóknarnefndir- í Odense, Ála-
borg, Árósum, Gautaborg, Málmey
og Osló, - já og einnig í Helsingfors.
- Við höfum prýðilegan kirkjukór.
Þar er reyndar mikið gegnum-
streymi. Margt af nýja fólkinu í
kórnum er ókirkjuvant, en nýtur sín
vel. Mitt hlutverk er að halda utan
um þetta starf, hlynna að fólki sem
er í sjálfboðaliðastarfi og sjá um að
þvi líði vel. Þá er gaman.
Hvernig Jeliur þér starfprestskon-
unnar?
8 — VÍÐFÖRLl