Víðförli - 15.12.1987, Blaðsíða 24

Víðförli - 15.12.1987, Blaðsíða 24
Óvenjulegur atburður gerðist í íslenskri kirkjusögu hinn 15. nóvember er Yrsa Þórðardóttir var vígð til prestsþjónustu í Háls- prestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Aliir vígsluvottar voru kon- ur, þar á meðal móðir og systir vígsluþega. Er það fátítt að 3 kon- ur séu prestvígðar innan sömu fjölskyldu. Settur biskup, sr. Sig- urður Guðmundsson, annaðist vígsluna. Séra Yrsa er tíunda kon- an sem þiggur prestvígslu hérlendis. Auk þeirra tíu hafa átta kon- ur til viðbótar lokið guðfræðiprófi, flestar á þessu ári, en ekki tekið vígslu. Ein þeirra er látin, Geirþrúður Hildur Bernhöft sem ruddi konum brautina í Guðfræðideild. Fjölskylda sr. Yrsu Þórðardóttur í Dómkirkjunni á vígsludaginn. Frá vinstri: Þjóðhildur Þórðardóttir menntaskólanemi, Carlos Ferrer Guðfrœðingur og séra Yrsa. Þórður Örn Sigurðsson M.A. og séra Auður Eir, Agnar Gunnarsson guð- fræðingur og séra Dalla Þórðardóttir, Ragnar Pálsson verkfrœðingur og Elín Þöll Þórðardóttir flugumferðarstjóri. í miðju er ættmóðirin Inga Árnadóttir, móðir sr. Auðar Eir. Þess má geta að faðir hennar og bróðir voru prestar. Þroskað fólk í Guðfræðideild. Tæplega sextíu stúdentar eru nú skráðir í Guðfræðideild Háskólans. Þar af eru á þriðja tug kvenna. Það vekur athygli að rúmlega 20% stúd- entanna eru yfir þrítugt og nær 60% yfir 25 ára aldur. Á þessu ári hafa ell- efu manns lokið guðfræðiprófi frá H.I., eru konur þar í meirihluta eða sex talsins. Mikil aukning í kirkjulegu starfi í Reykjavík. í skýrslu dómprófasts á héraðs- fundi Reykjavíkurprófastsdæmis kemur fram mikil aukning í því kirkjulega starfi sem verður með töl- um talið sé borið saman við t.d. 1978. Messum hefur fjölgað, sam- komum og skírnarbörnum, og sér- staka athygli vekur fjölgun altaris- gesta eða nær 66%. Hinsvegar fækk- ar fermingarbörnum enda færra í ár- gangi, einnig hefur hjónavígslum fækkað, sem fáum kemur á óvart. Guðsþjónustur Barnasamkomur Aðrar samkomur í kirkju Skírnir Fermingar Altarisgestir Hjónavígslur — í kirkju — hjá dómara 1978 1986 1364 1792 424 536 178 262 1347 1460 1719 1628 11042 18321 598 418 164 147 Trúarefni í fjölmiðlum. Fjölmiðlanefnd Reykjavíkurpró- fastsdæmis hefur starfað vel s.l. ár og kynnt sér ýmsa möguleika. Nefndarmenn eru Jón Sigurðsson, formaður Hólabrekkusóknar, Ás- geir M. Jónsson, Málfríður Finn- bogadóttir, sr. Valgeir Ástráðsson, sr. Kristján E. Þorvarðarson og Þor- valdur Sigurðsson og er hann for- maður nefndarinnar. Rætt hefur verið við fulltrúa Ríkisútvarpsins og kannaðir möguleikar á samstarfi, og einnig við Stöð 2, þótt upphaflega hafi þær umræður sprottið af áhyggjum vegna barnaefnis, sem er sjónvarpað á sunnudagsmorgnum, þegar barnastarfið fer víðast hvar fram í kirkjum prófastsdæmisins. Mikið er komið af upplýsingum og kynningarbæklingum, sem verið er að vinna úr. Einnig hefur útvarps- stöðin Alfa óskað eftir samstarfi og fjárstuðningi og er verið að kanna slíkt frekar. 24 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.