Víðförli - 15.12.1987, Page 16

Víðförli - 15.12.1987, Page 16
Kynningarfundir Á fundi í héraðsnefnd Kjalarnes- prófastsdæmis 29. júní 1987 var samþykkt tillaga prófasts, sr. Braga Friðrikssonar, að efna til vinnu- funda með sóknarnefndum, safnað- arfulltrúum Kjalarnesprófastsdæm- is og e.t.v. öðrum um hið nýja erind- isbréf fyrir sóknarnefndir. Á fundi héraðsnefndar Kjalarnesprófasts- dæmis 31. ágúst 1987 var síðan ákveðið nánar um fundarstaði og fyrirkomulag þessara kynningar- funda. Jafnframt því sem erindisbréfið yrði kynnt var ákveðið að fjalla um verksvið og mál einstakra sóknar- nefndarmanna og safnaðarfulltrúa, sem og starfsmanna safnaðanna. Sem leiðbeinendur og framsögu- menn voru fengnir: Dr. Einar Sigurbjörnsson, prófessor, Dr. Bjarni Sigurðsson, lektor, Sr. Bernharður Guðmundsson, fréttafulltrúi biskups, Helgi K. Hjálmsson, viðskipta- fræðingur, Sr. Örn Bárður Jónsson, sóknar- prestur og Ragnar Snær Karlsson, æskulýðs- fulltrúi. Haldnir voru fjórir fundir um mánaðamótin sept/okt í safnaðar- heimili Grindavíkurkirkju, í safnað- arheimilinu Kirkjulundi í Keflavík, í Varmárskóla í Mosfellsbæ og í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Garða- bæjar. Á hverjum fundi voru fulltrúar frá fjórum sóknum og var mæting mjög góð þannig að í heild tók talsvert á annað hundrað manns þátt í þessum fundum. Fundirnir hófust á stuttri helgi- stund og prófastur gerði grein fyrir tilefni fundanna í fáum orðum. Fundarmönnum var síðan skipt upp í hópa, þannig að saman voru í um- ræðuhópi formenn sóknarnefnda, í öðrum hópi voru: ritarar og safnað- arfulltrúar, í þeim þriðja voru: gjald- kerar og endurskoðendur og í þeim fjórða voru: meðhjálparar, kirkju- verðir og organleikarar. í hverjum hópi var erindisbréf sóknarnefnda lesið yfir og rætt í ein- stökum liðum og athugasemdir gerðar, síðan var farið í sérþætti hvers umræðuhóps. Til umræðna í sérhópum var ætluð 1- 1 Vi klst. í lokin komu hóparnir saman og Helgi K. Hjálmsson. yfir kaffibolla var skipst á skoðun- um. Þessir fundir voru mjög upp- byggjandi og gagnlegir og vegna þess hve fáir voru í hverjum hópi urðu mjög almennar umræður og skoð- anaskipti, þannig að sjónarmið allra komu fram. Niðurstöður og athugasemdir varðandi einstaka þætti erindisbréfs- ins hafa verið dregin saman og komið á framfæri við Biskupsstofu og prófast. Eftir þessa fundi eru einstaka starfsmenn sóknanna mikið meðvit- aðri um sitt starfsvið, réttindi og skyldur og um Ieið jákvæðari í öllu starfi. Helgi K. Hjálmsson. í fréttum Fleiri útfarir frá sóknarkirkjum í Reykjavík. Árið 1986 voru 856 útfarir í Reykjavík, þar af voru 485 frá kirkj- unni og kapellunni í Fossvogi. Til samanburðar má hverfa fimm ár aft- ur í tímann. Þá voru útfarir 919 alls, en 620 frá Fossvogi. Þessi breyting mun eiga sér tvær orsakir. Æ fleiri grafir eru teknar í Gufuneskirkju- garði, þannig að ekkert er hægara um vik að útför fari fram í Fossvogi, eins og þegar yfirleitt var greftrað þar. Einnig eru sóknarkirkjur í Reykjavík æ betur búnar, flestar hafa safnaðarheimili þar sem hægt er að bjóða til erfidrykkju að lokinni útför. Staða forstöðumanns Kirknasamtands Norðurlanda, Nordisk Ekumenisk Institut, er laus til umsóknar. Forstöðumaðurinn, karl eða kona, þarf að hafa staðgóða guð- frœðilega menntun eða aðra hliðstceða háskólamenntun. Góð tungumálakunnátta er nauðsynleg. Víðtæk reynsla af kirkjulegu starfi er áskilin, þ. á m. á alþjóðlegum vettvangi. Kunnátta og reynsla í stjórnun er mikils metin. Stefnt er að því að ráða forstöðumanninn til fjögurra ára, en starfstímann mœtti framlengja ef um það yrði samkomulag. Að- setur NEI er í Uppsölum. Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. janúar. 1988. Æskilegt er að forstöðumaður geti hafið störf á miðju næsta ári, en eigi síðar en 1. janúar 1989. Nánari upplýsingar veitirBjörn Björnsson, prófessor, formað- ur stjórnar NEI, og hann veitir einnig umsóknum viðtöku. Staða þessi er auglýst samtímis á öllum Norðurlöndunum fimm. 16 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.