Víðförli - 15.12.1987, Blaðsíða 5
Aðventukransinn er kominn af
þýskum og skandinavískum hefð-
um. Hann þróaðist út frá notkun
greni og furu og annarra sígrænna
jurta, sem var komið fyrir nálægt
eldstæðinu.
Kransinn er látlaus, án allra
skreytinga. Hinn sígræni krans tákn-
ar lífið sem við eignumst í Kristi.
Grænar greinar eru teknar inn úr
náttúrunni sem hefur lagst í vetrar-
dvala. Mitt í vetrardvala náttúrunnar
standa hin sígrænu tré eins og tákn
um lífið sem heldur áfram. Á heimil-
um er kransinn staðsettur miðsvæð-
is, á borði, í kirkjum annaðhvort yfir
altarinu, eða á sérstökum stalli á
kórgólfi. Kertum er komið fyrir á
kransinn. Kerti hafa verið notuð
gegnum aldirnar sem tákn ljóssins,
bæði í gyðingdómi og öðrum trúar-
félögum. Það er eðlilegt að kertin
skipi öndvegi í aðventusiðum. Það er
hið lifandi ljós, hinn lifandi logi sem
gefur kertinu þýðingu. Þess vegna
eru kertaljós táknrænni en raf-
magnsljós.
Aðventukertin eru táknræn fyrir
komu Krists hins lifandi ljóss heims-
ins. Hann er Ijósið sem kom í heim-
inn á hinum fyrstu jólum þegar hann
fæddist sem Friðarhöfðinginn.
Hann er ljósið sem smám saman hef-
ur lýst inn um allan heim. Sá siður að
tendra eitt kerti á viku eða dag hvern,
táknar það hvernig koma Krists í
heiminn flytur með sér síaukna birtu
því nær sem jólin nálgast.
Samkvæmt hefðinni eru það 4
kerti fyrir hinar 4 vikur aðvent-
unnar, og hvert þeirra hefur ákveðna
ábendingu.
1. Spádómakertið.
Bendir á biðtímann, undirbúning-
inn fyrir komu Herrans.
2. Bethlehemskertið.
Undirbúningur þess að taka á
móti Jesúbarninu og hlúa að því —
Vil ég mitt hjarta vaggan sé —
3. Fjárhirðakertið.
Að deila hinum góðu tíðindum
með öðrum eins og fjárhirðarnir
gerðu, þeir fátækustu sem fyrstir
fréttu um fæðingu Jesú.
4. Englakertið.
Að lofa og þakka Guði fyrir jólin
og endurkomu Krists við lok tím-
anna.
Stundum er stærra kerti, Krists-
kertinu, komið fyrir í miðjum kransi.
Aðventurósin.
Aðventurósin er tákn um vonina
um Messías sem fyllir aðventuna.
Hún beinir huga og augum að hinum
fyrirheitna Messías. Hún táknar á
fagran máta þann kærleika sem er
drifkraftur Guðs, og aflið sem nálg-
ast mennina.
Sérstaklega hefur litla Palestinu-
rósin orðið aðventutáknið. Blöð
hennar eru dökk gul, hvítt í miðju og
rautt og milli blaðanna grænir ang-
ar.
Notkun þessa tákns á aðventu er
talið hafa byrjað á 13. öld. Það er oft
notað fest á gyltan kertastjaka með
hvítu kerti. Þessi litríka samsetning
lýsir spádómum Gamla testamentis-
ins sem benda á Krist sem ljós heims-
ins.
Jólaalmanakið.
í Evrópu og í vaxandi mæli í Am-
eríku er eftirvænting jólanna tjáð
með jólaalmanaki sérstaklega hann-
að fyrir fjölskyldur með börn. Jóla-
almanakið hefur helgimyndir eftir
frásögn Biblíunnar á sögu aðvent-
unnar. Opnanlegar dyr eða gluggar
misstórir og merktir vikudögunum.
Þegar opnað er blasir við lítið svið,
biblíumynd, vers eða orð dagsins.
Hver nýr dagur og hvert nýtt op bæt-
ir við nýjum fróðleik og nýrri gleði
og eftirvæntingu hjá barninu.
Stundum er jólaalmanakið prentað
á gegnsæjan pappír svo það má gefa
því enn meira líf þegar það er stað-
sett fyrir framan ljós.
Aðventuljósberi.
Aðventubjálki, kubbur, drumbur
er tilbrigði af aðventukransinum. Á
honum standa aðventukertin og
tákna líka sambandið milli náttúr-
unnar, lífsins og trúarinnar. Þessi
grófi trjádrumbur er tekinn beint úr
skóginum og minnir á lífið í náttúr-
unni, ótruflað af manna höndum og
stendur eins og tákn um samband
Guðs við heiminn sem hann skapaði
og hann vitjar.
Aðventukubburinn er hafður
miðsvæðis á heimilinu á aðventunni
t. d. á þeim stað sem helgistundir
heimilisins eru haldnar. Sumar fjöl-
skyldur geyma trjádrumbinn frá ári
til árs sem minnir á þá hefð sem fjöl-
skyldan hefur mótað sér og þjónar
hlutverki á altari fjölskyldunnar.
Aðventudrumburinn er hæfilega
langur til að bera 4 kerti.
Sumar fjölskyldur kjósa að hafa
hann nógu langan til að bera kerti
fyrir hvern dag aðventunnar. Þar
sem Krists kertið er notað (það er
venjulega stærra en hin) er það haft
í miðjunni, hin 4 kerti fyrir sunnu-
dagana eru staðsett þannig að á þeim
er kveikt á víxl, fyrst frá vinstri og
svo hægra megin.
VÍÐFÖRLI — 5