Víðförli - 15.12.1987, Side 18
Þau hjónin Guðrún Dóra Guðmannsdóttir og séra Magnús
Björn Björnsson fengu bæði námsleyfi í fyrra, hún frá starfi sínu
sem hjúkrunarforstjóri, en hann sem sóknarprestur á Seyðisfirði.
Þau voru í skóla alþjóðasamtaka Kristilegs félags heilbrigiðis-
stétta í Hollandi, en unnu einnig að verkefnum á Norðurlöndum,
SrKóreu og Singapoore.
Þau eru nú komin heim til starfa á vegum Kristilegs félags heil-
brigðisstétta. Guðrún Dóra er viðmælandi Víðförla.
Alhliða
Guðrún Dóra Guðmannsdóttir,
hjúkrunarfrœðingur B.S.
• •
umonnun
Kristilegt félag heilbrigðisstétta er
sá armur kirkjunnar, sem vill styðja
starfslið heilbrigðisstofnana og auð-
velda því að veita sjúklingum alhliða
umönnun. Við viljum þjóna um allt
land, en ekki aðeins hér á suð-vestur-
horninu þó svo stærstu sjúkrastofn-
anirnar séu vissulega hér. Við mun-
um vinna í nánu samstarfi við
sjúkrahúsprestana. Þeirra mikil-
vægu verkefni beinast fyrst og
fremst að sálgæslu sjúklinga og að-
standenda þeirra. Það hefur komið í
ljós sem við vissum fyrir, að þau
verkefni eru meiri en svo, að einn
maður geti sinnt þeim. Hér viljum
við koma inn, aðstoða og leiðbeina
starfsfólki í starfi þess.
— Hvað felst í því að veita sjúk-
lingi alhliða umönnun?
Þegar við skoðum, hvernig Jesús
leit á mennina, sem hann læknaði, er
ljóst, að hann sá manninn sem lík-
áma, sál og anda í órofa heild. Al-
hliða umönnun er að sinna mannin-
um öllum, en ekki aðeins meðhöndla
líkamlegu hliðina eða hina sálrænu.
Andi mannsins er hæfileikinn til
þess að hafa samband við Guð. Á
sjúkrahúsi vex einmitt oft hin and-
lega þörf.
Spurningin um tilgang lífsins,
þjáninguna og Guð verður áleitnari,
þegar meiri tími gefst til þess að
hugsa. Sem hjúkrunarfræðingur tel
ég mig hafa séð gildi þess að vera
vakandi fyrir þessari þörf, þegar hún
kemur fram og koma til móts við
hana eins og aðrar þarfir sjúklings-
ins.
Ég held að allir þeir, sem beðið
hafa með sjúklingi, sem finnur ekki
ró og líður illa þrátt fyrir bestu lækn-
isfræðilegu meðferð, hafi skynjað
hvílikan frið bænin flytur.
Ég hef líka rekist á margar rann-
sóknir sem benda til að óuppfylltar
þarfir í trúarefnum geti dregið úr
árangri annarrar meðferðar. Það er
líka athyglisvert að læknar í Sviss og
Englandi og jafnvel víðar eru nú að
opna lítil sjúkrahús þar sem hin
biblíulega sýn á manninn er grund-
völlur meðferðarinnar og þess vegna
eru þarfir líkama, sálar og anda
meðhöndlaðar sem órofa heild.
— Hver verða fyrstu verkefni ykk-
ar?
Við viljum fyrsta kastið sinna út-
gáfumálum og öðru kynningarstarfi
og ganga með krafti inn í starf fé-
lagsins. í Hátúni 4 er skrifstofa fé-
Séra Magnús Björn leiðir biblíuleshóp á vegum Kristilegs félags heilbrigðisstétta.
18 — VÍÐFÖRLI