Víðförli - 15.12.1987, Qupperneq 9
- Allt frá bernsku hef ég dáð minn-
ingu ömmu minnar, Guðrúnar Lár-
usdóttur. Vildi líkjast henni, verða
alþingismaður eins og hún og vinna
að því sem henni var heilagt. Þá var
ég mikið með afa mínum, sr. Sigur-
birni Á. Gíslasyni, við störf hans á
Elliheimilinu Grund, söng sálmana,
þegar hann tók til altaris við rúm-
stokkinn og við aðrar athafnir.
Þannig varð kirkjulegt starf hluti af
lífi mínu og ég hef gengið upp í því
að vera prestskona og sinna þeim fé-
lagsmálastörfum, sem oft fylgja. Ég
held að ég gæti ekki lifað án þess að
syngja í kirkjukór og leggja þannig
fram skerf sjálfboðaliðans við helga
athöfn. Hin síðari ár hefur einnig
faðir minn, Ásgeir Ó Einarsson
dýralæknir, sungið við messurnar á
Grund. - Kannski hefur blundað í
mér löngun til að verða prestur. Á
aldarfjórðungi hafa viðhorfin breyst
og er það mikið gleðiefni að María
dóttir okkar les nú guðfræði. Hún
hefur lengi verið organisti hjá okkur
og Lárus sonur okkar, sem er verk-
fræðistúdent, meðhjálpari, svo við
erum samhent um kirkjustarfið. -
Hafa draumar þínir rœst?
- Ég er nú ennþá aðeins á miðjum
aldri, svo að margt á eftir að gerast.
Ég hef fengið að ferðast eins mikið
og ég þráði, fengið að vinna að fé-
lagsmálum eins og ég hafði hug á. Ég
hafði víst 27 félagslega titla, þegar
mestar voru annirnar á Mælifelli, en
þar vorum við í 11 ár. Var t.d. vara-
oddviti, fyrsta konan í hreppsnefnd
í Lýtingsstaðahreppi, en nú eru þær
þrjár og því í meirihluta. Og starf
okkar og líf hér í Jónshúsi er svo
fjölbreytt og krefjandi, að ekki sér út
fyrir og á það vel við mig. Ég veit
hinsvegar ekki, hvað ég hefði gert, ef
ég væri yngri í dag.
Framtíðin er konunnar og það
hlýtur að vera spennandi að vera ung
námskona í dag. Hún hefur mögu-
leika. Og þar sem konur eru yfirleitt
fljótari að setja sig inn í málin en
karlar og geta skipt athygli sinni bet-
ur, en þó haldið einbeitingu, auk
nákvæmninni, eru þeim allir vegir
færir þegar þær hafa öðlast nægilegt
sjálfstraust.
Þróunin er ör. María dóttir mín
lítur að nokkru leyti öðru vísi á mál-
in en ég, og var ég þó alin upp á jafn-
réttisgrundvelli. Hún mun varla
„sætta sig við“ að sinna fyrst og
fremst starfi eiginmannsins, sem
hefur hinsvegar verið mitt góða hlut-
skipti, þegar alls er gætt.
Fjölskyldan við hátíðahöldþjóðhátíðadags Islcndinga ígarðinum gegnt Jónshúsi.
Lárus verkfrœðinemi, Guðrún Lára, Sr. Agúst og María Guðfræðinemi.
I fréttum
Minningar- og
þakkarguðsþjónusta.
Sunnduaginn 1. nóvember s.l., á
Allra heilagra messu, voru haldnar
sérstakar minningar- og þakkar-
guðsþjónustur í Grindavík og Höfn-
um. Var það annað árið í röð sem
messað var á þennan hátt.
Hið hefðbundna messuform er
notað en sérstökum þætti er bætt inn
í messuna þar sem nöfn látinna eru
lesin upp að lokinni predikun og
klukkum hringt til að heiðra minn-
ingu þeirra.
Sóknarprestur ritaði aðstandend-
um látinna bréf og hvatti þá til að
hafa samband við ættingja og vini
sem síðan fjölmenntu í messu.
Hugmyndin kviknaði fyrir rúmu
ári eftir að mörg dauðsföll höfðu átt
sér stað í Grindavík á stuttum tíma.
Sóknarprestur komst að því að mess-
ur með líku sniði höfðu farið fram í
Hallgrímskirkju og fékk þar messu-
form til að styðjast við.
Messum þessum er ætlað að vera
sóknarfólki til styrktar og huggunar
í glímu þeirra við sorg og söknuð. í
þessari messu sameinast þeir við
borð Drottins sem eiga sameiginlega
reynslu af dauðanum. Tengsl tveggja
heima, lífs og dauða, verða mönnum
líklega hvergi ljósari en einmitt í heil-
ögu altarissakramenti.
Reynslan í Grindavík og Höfnum
sýnir að þetta mælist vel fyrir hjá
fólki og verður vonandi árlega í
framtíðinni. (ÖBJ)
NEI leitar að forstöðumanni.
Nordiska Ekumeniska Institutet
auglýsir hér í blaðinu eftir forstöðu-
manni, í stað Norðmannsins Ola
Tjörhom, sem lætur af starfi af
heilsufarsástæðum. íslenska kirkjan
hefur lengi átt aðild að NEI, en
sjaldan látið svo til sín taka þar sem
í ár. Dr. Björn Björnsson er þar
stjórnarformaður, sr. Helga Soffía
Konráðsdóttir er starfsmaður í
hlutastarfi og aðalfundur ársins var
haldinn í Löngumýri. Full ástæða er
því að halda þessum góðu tengslum
og hvetja íslendingatil þess að sækja
um hinn auglýsta starfa.
VÍÐFÖRLI — 9