Víðförli - 15.12.1987, Blaðsíða 3
Að syngja inn jólin
— Tónlistin er glæsilegasta jólaskrautið. Það þykir sjálfsagt að
undirbúa jólin á allra handa máta. Því ekki undirbúa jólatónlist-
ina, sem er ódýrasti, einfaldasti og einlægasti mátinn.
Svo segir Þorgerður Ingólfsdóttir
kórstjóri í jólahefti Kirkjuritsins
fyrir nokkrum árum. Aðspurð
hvernig eigi að byrja að syngja sam-
an upp úr þurru svo það verði ekki
þvingað segir hún:
- Það er bara að byrja. Þorirðu að
taka í hönd á annarri manneskju og
horfast í augu við hana. Því skyld-
irðu þá ekki þora að syngja með því
fólki sem þér þykir vænst um?
Sálmabókin geymir mikla fjár-
sjóði. Jólasálmar byrja nr. 71. Marg-
ir spila snældur eða plötur með jóla-
söngvum og raula með á aðventu og
finnst það góðar stundir. Það þarf
sannarlega ekki uppsetningu á miklu
kerfi til að flytja tónlist inn í jóla-
undirbúninginn. Það er bara að
byrja og eignast gleðina við það að
syngja saman.
Víðförli birtir hér nokkra söng-
texta, gamla og nýja en bendir auk
þess á sálmana sem syngja má á að-
ventu og jólum.
Friður, friður frelsarans.
Friður, friður frelsarans,
finni leið til sérhvers manns.
Yfir höf og yfir lönd
almáttug nœr Drottins hönd.
Hans er lífið, hans er sól,
hann á okkar björtu jól.
Börn við erum, börnin smá,
börn, sem Drottinn vaki hjá.
Börn við erum, börnin smá,
börn, sem Drottinn vaki hjá.
Litla jólabarn.
Jólaklukkur klingja
kalda vetrarnótt.
Börnin sálma syngja
sætt og ofurhljótt.
Englaraddir óma
yfir freðna jörð.
Jólaljósin Ijóma,
lýsa upp myrkan svörð.
Litla jólabarn. Litla jólabarn.
Ljómi þinn starfar geislum
ís og hjarn.
Indæl ásýnd þín
yfir heiminn skín,
litla saklausa jólabarn.
Ljúft við vöggu lága
lofum við þig nú,
undrið ofursmáa
sem eflir von og trú.
Veikt og vesælt alið,
varnarlaust og smátt
en fjöregg er þér falið:
Framtíð heims þú átt.
Litla jólabarn ...
Þá nýfæddur Jesús í jötunni
lá.
Þá nýfœddur Jesús í jötunni lá
ájólunum fyrstu, var dýrlegt að sjá.
Þá sveimuðu englar frá himninum
hans,
því hann var nú fæddur í líkingu
manns.
Þeir sungu: „Halelúja“ með
hátíðarbrag.
„Nú hlotnast guðsbörnunum friður
í dag. “
Og fagnandi hirðarnir fengu að sjá,
hvar frelsarinn okkar í jötunni lá.
Ó, Jesúbarn blítt.
Ó, Jesúbarn blítt svo bjart og svo
frítt.
Þitt ból var hvorki mjúkt né hlýtt.
Þú komst frá háum himnastól
með helgan frið og dýrðleg jól.
Ó, Jesúbarn blítt svo bjart og svo
frítt.
Ó, Jesúbarn blítt, svo bjart og svo
frítt.
Þú bróðir minn ert, og allt er nýtt.
Þú komst í heim með kærleik
þinn,
þú komst með gleðiboðskapinn.
Ó, Jesúbarn blítt, svo bjart og svo
frítt.
Það á að gefa börnum brauð
Það á að gefa börnum brauð
að bíta í á jólunum.
Kertaljós og klæðin rauð
svo komist þau úr bólunum.
Væna flís af feitum sauð,
sem fjalla gekk á hólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð
gafst hún upp á rólunum.
VÍÐFÖRLI — 3