Víðförli - 15.12.1987, Síða 4

Víðförli - 15.12.1987, Síða 4
Aðventan er þekkt fyrirbæri og þó óþekkt. Fyrir sumum aðeins nafnið, fyrir öðrum yndislegur siður sem skapar skemmtilega tilbreytingu. Fæst okkar hafa gefið sér tíma til að kynna sér sögu aðventunnar og þýð- ingu. Jólin hafa ekki alltaf verið 25. des- ember. Á tímabili voru þau 6. janúar og eru það sumstaðar ennþá. Aðventan eins og hefðin er nú þýð- ir undirbúning jólanna. Hún telur fjóra sunnudaga og mismarga daga í viðbót eftir því á hvaða vikudag jólin falla. Það er ekki vitað með vissu um mótað jólahald 25. desember fyrr en á 4. öld og undirbúningur undir þá hátíð er ef til vill enn yngri. Það eru nokkrar heimildir, ekki þó alveg áreiðanlegar, um að lítið kirkjuþing sem haldið var í Tours kring um 567, lýsti föstuhaldi sem munkar skyldu halda hvern dag í desember. Þetta er af ýmsum álitið fyrsta merki um aðventuhald. Fáum árum síðar, í suður Gallíu eru heim- ildir um föstuhald sem náði til al- mennings. Þá var fyrirskipað föstu- hald á ákveðnum dögum með und- anþágu á 3ja sunnudegi aðventu sem bar heitið Gaudete, gleðjist. Rómversk kaþólska kirkjan hefur mismunandi venjur um föstuhald nú á tímum. Á Stóra Bretlandi og ír- landi eru miðvikudagar og föstudag- ar oft dagar föstuhalds en í mörgum löndum Evrópu eru vikurnar fyrir jól ekki neitt frábrugnar öðrum tíma. Mismunandi siðir hafa tiðkast og gera enn á aðventunni. Armenir t.d. halda föstu vikuna fyrir jól, og eina viku 50 dögum fyrir jól. Það er álitið að þetta séu leifar föstuhalds sem hafi varað 50 daga. í Normandí ráða bændur börn til þess að hlaupa um akra þeirra með logandi kyndla og ávaxtagarða og kveikja í stráköstum til að reka burt skordýr svo Jesúbarnið megi hafa hreint rúm. í Ítalíu einkennast síðustu dagar aðventunnar af komu hóps hljóð- færaleikara (Calabrina Pifferari) sem leika á sekkjapípur fyrir framan helgistaði með mynd Maríu meyjar, eins og fjárhirðarnir gætu hafa gert fyrir Jesúbarnið. En nú á dögum er vaxandi áhugi meðal allra kirkjudeilda á kirkjuár- inu, tímabilum þess, hátíðum og sér- stökum dögum. Hefur aðventan þar ekki minnstan sess. Aðventufákn Tákn hafa verið nefnd þöglir kennarar. Þau eru notuð um allan heim.Fáni, hálfmáni, kross, öll benda þessi tákn á ákveðið fyrirheit. Hvert um sig flytur boðskap sem annars þyrfti mörg orð til að útskýra. Kristin hefð býr yfir mörgum tákn- um, þau ná yfir næstum öll svið hennar. Táknin í kór kirkjunnar tala til manns og flytja boðskap þótt eng- inn sé í ræðustólnum né kór eða org- anisti á söngpallinum. Ytrá borð Kirkjuhússins er táknrænt og flytur ótvíræðan boðskap til þeirra sem eiga leið þar hjá. Kristin heimili nota tákn. Biblía á borði. Kross hangandi á vegg, eða mynd af Kristi miðsvæðis. Þessi tákn tala til þeirra sem koma á heimilið, benda á þá trú sem fjölskylda þess húss á, og minnir fjölskylduna sjálfa á þann kærleika og hreinleika sem kristið heimili á að einkennast af. Aðventutáknin eiga sennilega sinn þátt í því hversu aðventan er mikils metin nú. Fjólublátt er litur aðvent- unnar. Það er konunglegur litur, og aðventan er undirbúningur kon- ungskomu. Fjólublátt er líka litur iðrunar og yfirbótar og auðmýktar. Huganum er beint að komu Krists, konungsins. Hin aukna áhersla á aðventuna nú á tímum er að vissu leyti viðbrögð við hinum veraldlega undirbúningi sem hefur einkennt jólaundirbún- inginn í æ ríkara mæli. Aðventan gefur kristnum mönnum tækifæri til að hugsa skýrt og vera alsgáðir í A Ð V E N T A hugsuninni um leyndardóminn, að orðið varð hold. Raunverulegar frásagnir um að- ventuna finnast í Biblíunni. Eftirfar- andi ritningarstaðir sem valdir hafa verið til lesturs í kirkjum, segja frá eftirvæntingunni, voninni og at- burðum aðventunnar. I. vika. Jeremia 31:31-34 Rómverjabréf 13:11-14 Matteusarguðspjall 21:1-9 II. vika. Malaki 4:1-16 Rómverjabréf 15:4-13 Lúkasarguðspjall 21:25-33 III. vika. Jesaja 40:1-8 1. Korintubréf 4:1-5 Matteusarguðspjall 11:2-10 IV. vika. 5. Mósebók 18:15-19 Filippibréf 4:4-7 Jóhannesarguðspjall 1:19-28 4 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.