Víðförli - 15.12.1987, Page 13
Fjölskylda Aðalbjargar HaUdórsdóttur og Sigurðar Guðmundssonar ásumardegi fyrir
norðan.
við með skóla á heimilinu, þar voru
4-20 nemendur og flestir búandi þar.
Það kom fyrir að yfir 20 manns væri
í heimili á Grenjaðarstað, svo Aðal-
björg hafði nóg á sinni könnu. Svo
vorum við með annars flokks sím-
stöð í nærri áratug og pósthús.
Þú hefur sinnt fræðslumálum á
víðari grundvelli?
— Jú, ég hef verið í skólanefndum
ýmissa skóla í héraðinu og Fræðslu-
ráði, verið prófdómari, og í forföll-
um kennari og skólastjóri. Lauga-
skóli varð mér fljótlega kær og mik-
ils virði. Þar var vinur minn og
skólabróðir, Sigurður Kristjánsson,
skólastjóri og vann mikið starf. Við
áttum mikið andlegt samfélag og
veittum held ég gagnkvæma hjálp.
Þá var ómetanlegt að eiga héraðs-
lækninn, Þórodd Jónasson á
Breiðumýri. Ég fann ekki til einangr-
unar með þessa vini í grenndinni og
síðan Silla á Húsavík, bankastjóra
Landsbankans. Hann reyndist okk-
ur ómetanlegur, þegar við byggðum
Sumarbúðirnar á Vestmannsvatni
sem fjárhaldsmaður þar. Vest-
mannsvatn er í prestakallinu og ég
var í forystu um byggingu og starf
þar ásamt Pétri vini minum og skóla-
bróður, Sigurgeirssyni.
Eitthvað hefur þú sinnt félagslífi í
sveitum?
— Ja hérna. Við stofnuðum strax
kirkjukór á heimakirkjunni sem lifir
enn góðu lífi, og söngur hefur verið
mikill þáttur af lífi okkar. Ég var svo
kjörinn oddviti 28 ára sem þóttu tíð-
indi. Oddvitar voru yfirleitt aldnir
menn í þeirri tíð. Ætli ég hafi ekki
verið virkur í flestum félögum þar-
um í grennd nema kvenfélaginu.
Reyndi samt að stunda prestsstarfið
þokkalega og naut þess starfs.
Prófastur var ég í 25 ár. Það starf er
mikilvægt og kynntist ég söfnuðum
og prestum alls héraðsins mjög vel
og bast við þá vináttuböndum. Auk
þess hef ég annast aukaþjónustu um
lengri eða skemmri tíma í fimm ná-
grannaprestaköllum, svo ég þekki
nokkuð til þar nyrðra.
Nei, okkur leið ákaflega vel með
Þingeyingum, ég hef aldrei slitið
böndin og fer aldrei alfarinn þaðan,
nema í hinstu ferðina.
Samt fórstu til Hóla?
— Jú, en við vorum bæði með
blæðandi hjarta. Hólamenn tóku
okkur hinsvegar svo hlýlega að okk-
ur leið miklu betur en við höfðum
þorað að vona. En við vorum þar að-
eins vetrartíma. Þá var ég kallaður
suður.
Hversvegna fórstu til Hóla?
— Við höfðum hugsað okkur að
vera til starfsloka á Grenjaðarstað.
En þegar enginn sótti um Hóla var
mikil pressa á mér að gera það svo að
biskup kæmi aftur á Hóla. Ég var jú
búinn að berjast fyrir endurreisn
biskupsstóls á Hólum, svo að ég gat
illa neitað þeirri áskorun.
Hvernig reynsla er það að hefja
nýtt starf á þeim aldri sem flestir
hætta störfum?
— Ja, við vorum of gömul til að
hefja nýtt líf, en notaðir vendir geta
nýst sem nýir við vissar aðstæður.
Mér fannst gott að styðja við upp-
byggingu Hóla og það var mikill at-
burður þegar ég fékk að vígja prest í
Hóladómkirkju. En þetta var stuttur
tími, en vonandi eigum við þar
nokkur ár eftir þegar dvölinni syðra
lýkur.
Er tilvera vígslubiskupa eðlileg?
— Ja, staða þeirra er nokkuð óljós
og hæpin enda urðu þeir til sem liður
í sjálfstæðisbaráttunni. Þeir hafa
engin stjórnunarstörf og gera aðeins
það sem biskup felur þeim. Mér
finnst álit starfsháttanefndar kirkj-
unnar um biskupana nokkuð gott.
Þar er gert ráð fyrir tveimur biskup-
um, sem annast allt innra lif kirkj-
unnar hvor í sínu umdæmi, þeir
hefðu vísitasíuskyldu, sinntu söfn-
uðum og prestum, samhæfðu störf
og vígðu sína presta. Biskup íslands
hefði hinsvegar ytri málin, tengsl við
stjórnvöld og erlend mál, fjármál og
væri talsmaður kirkjunnar, sem höf-
uðbiskup.
Eftir sex mánaða setu á biskups-
stóli, hefur sýn þín á embættið
breyst?
— Auðvitað er sjónbaugurinn víð-
ari. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir
þunga starfsins og víðáttu. Þetta er
ekki starf fyrir einn mann, það má
einfaldlega ekki leggja það á einn
mann enda vex það ár frá ári eftir því
sem kirkjan verður virkari í þjóðfé-
laginu.
Ég hef fundið mig best við visitasí-
ur, það er ákaflega gefandi að hitta
presta og söfnuði, erfiðast hefur mér
þótt að þurfa að taka ákvarðanir um
stjórnun, stundum án nægjanlegs
tíma eða upplýsinga. Hinsvegar er
brýn þörf á meira starfsliði á Bisk-
upsstofu. Það er svo ótrúlega mörg
og oft flókin mál sem koma þar til
úrlausnar, auk hinnar daglegu af-
greiðslu. En þar er von á breytingum
skv. tillögum sérstakrar ráðherra-
nefndar.
Eins má geta varðandi starf bisk-
ups. Það eru mikil forréttindi að fá
að vígja fólk til prestsþjónustu. Ég
hef vígt 5 presta, þar af tvær konur.
Ég hef rætt ítarlega við þau öll og
reynt að miðla af því sem ég á. Það
hefur verið mér blessun að vera með
þeim er þau eru að hefja störf í þjón-
ustu kirkjunnar. Ég vildi gjarnan
vera í sporum þeirra sem ungur
prestur.
VÍÐFÖRLI — 13