Víðförli - 15.12.1987, Blaðsíða 15
fyrir henni og hefur hana ekki.“
Lúther rökstyður síðan þessa full-
yrðingu sína með eftirfarandi orð-
um: „Því það væri ekki gerlegt
nokkrum manni, að kveinka sér
undan syndum sínum og berjast
gegn þeim, nema sá hinn sami væri
réttlátur og nyti náðar Guðs.“
Boðskapur Lúthers er klár, í trú
verða syndirnar okkur ljósar. Og
þessi syndameðvitund hefur hagnýtt
gildi, því stærri sem syndameðvit-
undin er, því auðveldara er að reka
syndina út. Niðurstaða þessa er sú,
að hin raunverulega synd er sjálfs-
réttlæting faríseans, sem enga synd
finnur hjá sjálfum sér. Áhersla á lög-
málið eitt sér, sem birtist m.a. í
kreddufestu í siðferðismálum, eykur
vantrú og drambsemi manna. En
fagnaðarerindið opnar augu manna
fyrir syndum þeirra og hjálpar þeim
í auðmýkt að hlýða lögmáli Guðs.
Þessi biblíutúlkun er auðvitað allt
önnur en biblíusýn „strangtrúar-
mannanna“ og því eiga þeir og lúth-
erstrúarmenn enga samleið hér. Þó
hafa fáir „strangtrúarmenn" leyft
sér að draga biblíufestu Lúthers í efa.
Lúther leggur ríka áherslu á, að boð-
skapur biblíunnar sé einfaldur og
skýr, en hann talar um tvenns konar
skýrleika, annars vegar ytri skýrleika
Orðs Guðs og hins vegar innri skýr-
leiki sem byggir á mannlegu innsæi.
Hér kemur inn réttmæti mannlegs
mats á boðskap biblíunnar, mats
sem er háð þeim aðstæðum sem við
búum við á hverjum tíma. Hér er
ekki hlaupið eftir aldarandanum
heldur byggt á sístæðri nýsköpun
mannlegs anda, nýsköpun sem frá
Guði komin. Enginn lestur, ekki
einu sinni Biblíunnar, er hlutlaus
móttaka boðskapar heldur skapandi
ferli þar sem nýr texti er saminn
hverju sinni af þeim sem les. Að mati
mannsins felst trúarþroski manna í
auknu innsæi í eigin synd, því meir
sem þetta innsæi eykst, því meir
verðum við af anda Krists. Auðmýkt
og syndajátning, jafnvel auðmýkt og
trú eru þannig samheiti. Hinir trú-
uðu verða aldrei vissir um trú sina
fremur en hinir auðmjúku um auð-
mýkt sína. Einungis andlegir menn
sjá sinn holdleika.
Strangtrúarmenn hafa aftur á
móti allt aðra skoðun á því hvað ein-
kenna skuli kristinn mann. Sem
dæmi má taka skoðun hins fyrr-
nefnda forstöðumanns ákv. trúar-
hóps hér á höfuðborgarsvæðinu.
Hann telur að einungis þeir sem val-
ið hafa veg Guðs og beygt sig í auð-
mýkt undir vilja hans, geti talist
kristnir. Þó bendir hann réttilega á
að náð Guðs sé óverðskulduð og ein-
ungis veitt í Jesú Kristi. Ennfremur
játar hann, að menn verði Guðs náð-
ar aðnjótandi fyrir trú. En þrátt fyrir
það, að hann játi að ómálga börn
helgist af trú foreldra sinna, þykir
honum það nær kukli en kristni að
bera ómálga börn til skírnar. Skírnin
sé ætluð þeim einum sem eignast
hafa trú og velja veg Drottins sjálf-
viljugir. í framhaldi af þessu telur
hann að menn geti gengið út úr náð
Guðs, með því að ástunda ónáttúru.
Hér gerist þessi maður svo djarfur
að telja sig geta séð fyrir ráðdeild
Guðs. Hann telur sig geta sagt fyrir,
hverjir séu hólpnir og hverjir ekki.
Gæti slíkt ekki talist til ofdrambs,
sem er synda verst að mati heilagrar
ritningar, dauðasyndar þar sem
menn gera sig seka um skurðgoða-
dýrkun, þ.e. gera sjálfa sig að Guði?
Þessa spurningu læt ég hverjum og
einum sem þetta les eftir að svara.
En ég vil taka fram, að það er ekki
ætlun mín hér að draga úr strang-
leika heilagrar ritningar, né úr nauð-
syn þess að kenna hvernig menn geta
haldið vegi sínum hreinum. Iðrunar
er þörf. En það er vert að ítreka, að
það er hugarfarið, en ekki verkin
sem reiknast. Auðmýktin frelsar
undan reiði Guðs. Hún opnar leið
hins eilífa friðar og kærleika, ekki
einungis til hins auðmjúka, heldur
og til annarra manna einnig. Hinir
auðmjúku ganga leiðina á undan,
rétt eins og Jesús, frelsari vor, gerði
í sinni auðmýkt. Ekki aðeins í auð-
mýkt heldur og með fórnfúsum
huga, gengur hann vegleysuna fyrir
okkur. Hann tekur á sig sekt okkar
og þjáist með okkur í okkar þjáning-
um.
Þannig styðst hinn kristni maður
ekki við eigin verðleika, heldur við
Krist sem er okkar bjarg.
Þjóðfélag okkar byggist á þannig
siðferðisboðskap. Tekinn er mál-
staður þeirra, sem óhjákvæmilega
bera þungar byrðar og reynt að létta
undir með þeim. Mannréttindi nú-
timans og friðhelgi einkalífsins eiga
m.a. rætur sínar að rekja til huggun-
arboðskapar Jesú. Sterkasta vopn
okkar í baráttunni fyrir kærleiksríku
samfélagi er miskunnarríkt umburð-
arlyndi. Slíkt umburðarlyndi, byggt
á orði Guðs, hefur verið brjóstvörn
vestrænna samfélaga og grundvöllur
þess réttlætis sem nú ríkir meðal
okkar. Guð gefi okkur auðmýkt til
að halda fast við þennan kristna veg.
í fréttum
Athyglisverð bók.
Komið er út afmælisrit Prestafé-
lags Suðurlands í tilefni af því að
þann 7. september s.l. voru 50 ár lið-
in frá stofnun félagsins.
í ritinu rekur sr. Guðmundur Óli
Ólafsson aðdragandann að stofnun
félagsins og síðan sögu þess í 50 ár.
Einnig er i ritinu að finna grein
eftir sr. Hannes Guðmundsson um
endurreisn Skálholts, en uppbygging
Skálholtsstaðar hefur frá upphafi
verið sérstakt áhugamál félagsins.
Þá ritar sr. Heimir Steinsson annái
Skálholtsskóla fyrstu 10 árin, dr.
Jakob Jónsson skrifar um prests-
starfið fyrr og nú, sr. Arngrímur
Jónsson ritar grein er nefnist „Lít-
úrgisk hreyfing á Suðurlandi“ og sr.
Örn Bárður Jónsson skrifar um
Náðargjafarvakninguna. Loks má
geta þess, að í þætti er sr. Sigurjón
Einarsson skráði og hann nefnir
„Prestskona í hálfa öld“, segir frú
Stefanía Gissurardóttur frá ýmsu í
viðburðarríkri ævi þeirra biskupss-
hjóna á Selfossi.
Ritið er hið eigulegasta, 214 bls. að
stærð og í fallegu bandi. Hentar það
því mjög vel til tækifæris- og jóla-
gjafa. Það er fáanlegt hjá stjórnar-
mönnum prestafélagsins og sömu-
leiðis hjá ritnefndarmönnum, en
þeir eru sr. Gísli Jónasson, sr. Jón
Bjarman, sr. Úlfar Guðmundsson,
sr. Hannes Guðmundsson, sr. Sigur-
jón Einarsson og sr. Örn Bárður
Jónsson. Kostar það á forlagsverði
aðeins kr. 500= Einnig er afmælisrit-
ið fáanlegt í Kirkjuhúsinu, í Bóka-
verslun Máls- og menningar, í Bóka-
verslun Sigfúsar Eymundssonar og í
Vöruhúsi K.Á. á Selfossi.
VÍÐFÖRLI — 15