Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 5

Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 5
vonin er svo sterk. Hún kemur enn upp og menn verða glaðari. En svo kemur þriðja áfallið, allt á niðurleið og aðeins spurt hvenær dauðinn komi. Svo kemur dauðinn og hann kemur alltaf óvænt þótt dauða- stríðið sé orðið langt, því það brestur eitthvað, — lífið. Svo koma erfiðar stundir þegar jarðarför og því umstangi lýkur. Þá ætlast náunginn stundum til þess að sorgin sé líka búin. Ég þekki konu sem missti manninn fyrir 3 árum. Þegar sorgin hvolfist yfir hana fer hún afsíðis, það þýðir ekki að tala um sorgina við börnin, þau eru ung og lífið á fullu. Sonur hennar sagði við hana: Ætlarðu ekki að fara að drífa þig upp úr þessu mamma. Hann vissi ekki að sorgin kemur í sveiflum eins og allt í lífinu, verður smám saman minni og minni uns söknuðurinn einn er eftir. — Það er oft kvartað undan bágu upplýsingastreymi á spítölum. Hversu mikið á að segja fólki? Mér finnst að sjúklingurinn eigi að ráða ferðinni, en það á ekki að þvinga upplýsingum upp á hann. Ég fylgi beiðni hans í þessum málum og greini ekki frá líðan hans gegn vilja hans. Hann á sinn líkama og því allar upplýsingar um sjálfan sig. Hann vill líka stundum hlífa ættingjum og talar þá ekki um sína líðan. Oft vilja líka ættingjar stjórna þessu, þeir vilja vernda þann sem þeir elska, og fara fram á að sjúklingi verði ekki sagt frá aðstæðum. Grunnorðin fyrir mér er að vera heiðarlegur. Segja ekki aðstandend- um annað en sjúklingnum, svo að menn þvingist ekki inn í einhvern leik og einhver hlutverk. En það verður að orða hlutina einstaklings- bundið svo að það særi sem minnst. En aðstandendur verða að vera undirbúnir svo að kvölin, hryglan, mæðin og dáið komi ekki á óvart. Menn takast auðvitað á við ban- vænan sjúkdóm á sama hátt og fyrri vandamál. Þeir sem notuðu afneitun áður fyrr, hætta því ekki við dánar- beðinn. Ef fjölskyldan hefur aldrei talað um viðkvæma hluti fer hún ekki að tala saman á erfiðustu stund- unum um þyngstu vandamálin sem dauðanum fylgja. Það er erfitt að hefja máls á slíku, líka fyrir okkur sem höfum daglegan samgang við dauðann. En það léttir stórkostlega á fólki þegar það er gert. Það er hér sem prestar eru svo mikilvægir á spítölunum. Hvert leita menn í lífskrísunni nema til Drott- ins? Þegar allt gengur vel hugsum við ekki út í þau mál. Presturinn hefur boðskap að flytja, þann sama og Hallgrímur flutti. Það er mikið sem sá maður hefur gefið þessari þjóð. — Sálin er svo sem að láni sam- tengd við líkamann — segir hann í þess- um stórkostlega sálmi: Um dauðans óvissa tíma. Þeir voru klárir á því gömlu mennirnir að sálin væri gisti- vinur líkamans, og yfirgefur hann þegar tíminn er kominn. Þessvegna er dauðinn eðlilegasti þáttur lífsins, þegar við skiljum það verður ljóst að það er jafn gilt að líkna og lækna. Að þessu vinnur Hospeshreyfingin, að gera fólki kleift að deyja með reisn, — að áherslan sé á því að líkna þegar komið er á lokastigið, og undirbúningurinn sé slíkur að hægt sé að taka undir með Hallgrími: „Þó heilsa og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei.“ Sólin skein í Reykholtsdal Síðstliðinn Hvítasunnudagur rann upp með óvenjugóðu veðri, miðað við þá veðurspá sem ég hafði hlustað á í útvarpinu snemma morguns. Þessi dagur var sannur merkisdagur fyrir alla Borgfirðinga vegna þess að þennan dag skyldi fyrsta skóflu- stungan að nýrri Reykholtskirkju tekin, sem einnig mun hýsa Snorrastofu Sturlusonar. Athöfnin hófst með messu kl. 15.30. Þar messaði staðarpresturinn sr. Geir Waage en ásamt honum voru fleiri prestar úr Vesturlandsfjórðungi að ógleymdum biskupi séra Pétri Sigurgeirssyni. Að lokinni messu tók biskupinn fyrstu skóflustunguna og hélt stutta tölu á eftir. Að þessu loknu var öllum gestum boðið til kaffisamsætis að Logalandi. Hafði kvenfélagið í Reykholtsdal og Hálsasveit séð til þess að þar stóð kökuhlaðborð sem svignaði undan rjómatertum og öðru góð- gæti. Þar héldu nokkrir heiðursmenn stutta tölu gestum til ánægju og skemmtunar. Þar var til sýnis líkan af hinni nýju bygg- ingu og var ekki annað að sjá og heyra en gestir væru hinir ánægðustu með útlit hinnar nýju byggingar. Lauk þessu síðan milli kl. 18.00 og 19.00 með þvi að veislugestir héldu til síns heima fullir ánægju og bjartsýni með hin nýju byggingaráform. Guðjón B. Sverrisson. Biskup Islands tekur fyrstu skóflu- stungu að nýrri kirkju í Reykholti. VÍÐFÖRLI — 5

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.