Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 14

Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 14
Frá Prestastefnu Kristín Matthíasdóttir og dœtur hennar Guðrún, Guðbjörg og Sólveig (í vagnin- um) fyrir utan heimili þeirra við Berg- staðastræti. Afi systranna sr. Matthías Eggertsson í Grímsey tók myndina. vandasamara starfa og við verðum að vera góð við þau og veita þeim stuðning. Það er kaldur heimur sem margir stjórnmálamenn lifa í. Ég held að það sé skilyrði góðs þjóð- félags að ráðmennirnir fái að njóta sín. Þeir bera mikla ábyrgð sem hafa valdið, það er hættulegt ef því fylgir ekki siðgæði. Þórarinn Björnsson skólameistari sagðist meta siðgæði meira en gáfur. Mér verður oft hugsað til þeirra orða. Jú ég er bjartsýn á framtíð þjóðar- innar á meðan fjölskyldan fær að vera til og getur veitt griðland kyn- slóðunum. Því við þurfum öll hvert á öðru að halda. Solveig litla, átta áta ömmubarn sem býr i Finnlandi var hjá mér í sumar eftir að foreldrar hennar fóru utan. Hún var með heimþrá og átti svolítið bágt. Það voru veikindi hjá okkur og umtals- verðir erfiðleikar á heimilinu. Og við nöfnurnar grétum saman. Þá var það oft sú litla sem huggaði ömmu sína. Ég held að það sé gott fyrir börnin að finna það að fullorðnir eru líka börn sem þurfa hjálp. Við erum miklar vinkonur nöfnurnar og þegar við erum saman er ég afar bjartsýn um framtíðina, að trúin og siðgæði barnsins megi móta manninn. Ég hef afar mikið að þakka fyrir. Preststefna íslands haldin í Reykjavík 22.-24. júní 1988 hefur fjallað um einn þátt skírnarfræðslunnar, ferminguna og undirbúning hennar. Prestastefnan fagnar vaxandi áhuga safnaða á fermingarstörfunum og minn- ir á að meginhlutverk kristinnar kirkju er boðun fagnaðarerindisins. Náð Guðs kemur skýrt fram í barnaskírninni. Fermingarathöfnin undirstrikar þetta, því að hún staðfestir þá náð sem Guð veitir í skírninni. Kirkjan ber ásamt heimili, guðfeðgin- um og skóla ábyrgð á trúaruppeldi barnsins sem skírt hefur verið. Upp- fræðslan veki trú, þannig að barnið vaxi upp til virkrar þátttöku í tilbeiðslulífi kirkjunnar og tileinki sér meginatriði kristinnar trúar. Trúfræðsla ungmenna fyrir fermingu er mikilvægur þáttur í þessari skírnarfræðslu. Prestastefnan leggur áherslu á að fermingarstörfin eru fólgin í samstarfi heimilis og safnaðar og hvetur til þess að þáttur foreldra í fermingarstörfunum verði efldur. Allir kristnir foreldrar eru hvattir til að taka skírnarfræðslu barna sinna alvarlega og stuðla að því í sam- vinnu við presta, að fermingarundirbún- ingur byrji heima. Prestastefna áréttar fyrri samþykktir um markmið fermingarfræðslunnar svo og um fermingaraldurinn, og leggur áherslu á að unnið verði að eftirtöldum verkefnum er tengjast fermingarstörfun- um: a) Við gerð heildarnámsskrár kirkjunn- ar verði fyrst unnin námsskrá um fermingarfræðsluna, þar sem m.a. komi fram: — meginmarkmið — kjarni viðfangsefna er skiptist á milli fræðslu og samfélagsstunda, til- beiðslu og þjónustuverkefna — stundafjöldi — helstu námsgögn. b) Tilhögun fermingarfræðslunnar er fram komi í námsskránni að öðru leyti, taki tillit til mismunandi aðstæðna svo sem varðandi stærð hópa, fræðslutímabilið, og hverjir annist uppfræðsluna. c) Árlega verði haldið námskeið fyrir fermingarfræðara. d) Hugað verði að nýjungum, t.d. með því — að koma á samstarfshópi um fermingarstörfin innan safnaða — að ráða sérhæft starfsfólk — að stofna safnaðarskóla — að skipuleggja sumarnámskeið Prestastefnan þakkar störf kirkju- fræðslunefndar og starfshóps um ferm- ingarfræðslu og væntir mikils af ný- stofnuðu embætti fræðslu- og þjónustu- stjóra kirkjunnar og fræðsludeild kirkj- unnar, sem móti áframhaldandi störf í þágu skírnarfræðslunnar m.a. með gerð heildarnámsskrár. Prestastefna 1988 vísar þess vegna öðrum ábendingum og athugasemdum sem fram hafa komið á Prestastefnunni um fermingarfræðsluna til biskups og fræðsludeildar kirkjunnar til frekari úr- vinnslu. Fermingarstörf kirkjunnar verða ætíð að hvoru tveggja í senn: að vera Drottni trú og taka mið af lífsreynslu barnsins svo þau verði áfram sá mikli fræðsluvett- vangur kirkjunnar sem þau hafa ætíð verið. Lög um fóstureyðingar og endurskoðun þeirra Prestastefna íslands 1988 tekur undir eftirfarandi ályktun Kirkjuþings 1987 varðandi lög um fóstureyðingar og almannatryggingar: Rétturinn til lífs er frumatriði allra mannréttinda. Þá kröfu verður að gera til ríkisvaldsins, að það verndi mannlegt líf og efli meðal almennings vitundina um mannhelgi. Löggjöf, sem í raun gerir hið ófædda Iíf réttlaust, brýtur gegn því grundvallar- sjónarmiði kristindómsins, að sérhver einstaklingur eigi rétt til lífs, allt frá upp- hafi og þangað til dauðinn ber að dyrum með eðlilegum eða óviðráðanlegum hætti. Kirkjuþing skírskotar til frumvarpa um breytingu á lögum nr. 25 frá 22. maí 1975 og lögum nr. 67/1971 með áorðnum breytingum, sem flutt hafa verið og frumvarps sem boðað er. Vill Kirkjuþing skora á Alþingi að breyta umræddum lögum í þá veru, að friðhelgi mannlegs lífs sé viðurkennd. Prestastefnan telur sérstaklega brýnt að lög um fóstureyðingar verði endur- skoðuð með tilliti til þess að framkvæmd lagagreinar um fóstureyðingar af félags- legum ástæðum hefur reynst önnur en til var ætlast er Iögin voru sett. 14 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.