Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 20

Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 20
Viltu eignast appelsínutré? Valtýr situr í eldhúsinu og nartar i appelsínu. Safinn úr appelsínunni rennur niður hökuna á honum og þaðan niður á eldhúsborðið, en það gerir ekkert til, það er hægt að þúrrka það upp seinna. Valtýr þykir appelsínur góðar og mömmu hans finnst gott að hann skuli borða þær. Hún segir að það sé svo mikið af C- vítamíni i appelsínum og allir þurfa c-vítamín. Allt í einu spýtir Valtýr einhverju kröftuglega út úr sér. Hvað var þetta eiginlega sem hann hafði fengið upp í sig, - kjarni auðvitað, harður, lítill hvítur kjarni. „Mamma til hvers eru þessir leiðinlegu kjarnar í appelsín- unum?“ kallaði hann ergilega. Mamma hans útskýrði fyrir honum, að kjarnarnir væru til þess að app- elsínutré gæti orðið til og þar með fleiri appelsínur. „Getur komið nýtt appelsínutré af þessum kjarna?“ spurði Valtýr undrandi. Við getum reynt að gróðursetja kjarnann, það gæti að minnsta kosti sprottið upp lítil planta, sagði mamma. Valtýr flýtti sér nú að klára app- elsínuna og tíndi úr alla steinana sem hann fann. Hann fann fimm litla steina sem hann bað mömmu sína að hjálpa sér að gróðursetja. Mamma kom með gamlan blómapott sem hún fann inni í skáp og þau hjálpuð- ust að við að fylla hann af mold. Nú skaltu stínga kjörnunum í moldina, og svo verður þú að muna að vökva af og til. Valtýr tók varlega utan um pottinn með báðum höndum og bar hann inn í herbergið sitt. Hann lét pottinn á borðið við gluggann, því hann vissi að blóm þurfa birtu. Síð- an settist hann á stól og beið þess að plantan kæmi í ljós. En ekkert gerðist þennan dag og ekkert þann næsta. Loksins, þegar Valtýr fannst liðnir margir dagar, sá hann allt í einu lítinn grænan depil í svartri moldinni og bráðlega komu fleiri grænir deplar í ljós og innan tíðar átti Valtýr fimm fallegar litlar appelsínuplöntur í pottinum sínum. „Hvernig getur vaxið heil planta af einu litlu fræi“, spurði Valtýr. „Það er nú alveg furðulegt“, sagði mamma hans. „En allt sem Guð hefur skapað hér á jörðinni er svo stórkostlegt, og líka það að falleg blóm og stór tré skuli geta vaxið upp af litlum fræjum sem sett eru í jörð- ina. Hugsaðu þér bara hvað Guð hefur gert jörðina okkar góða“. — „ Já, og mennirnir eru nú líka góðir, “ sagði Valtýr. „Þú hefur sagt að við höfum líka verið lítil fræ einu sinni. Svakalega er Guð flínkur!“ 20 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.