Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 9

Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 9
— Hvað olli því að þú fórst að lesa guðfrœði hérlendis? Þegar ég kom hingað í fyrsta sinn sem ferðamaður sumarið 1978, var ég með misheppnað guðfræðinám við Hafnarháskóla að baki. Samt sem áður var ég ekki búinn að missa áhugann á guðfræðinni. Ég byrjaði síðan að læra hér haustið 1980 — og þessi seinni tilraun heppnaðist betur en sú fyrri i Kaupmannahöfn. — Hvernig leist þér á aðstæður hér, bæði í Háskólanum og í kirkj- unni? Ég var aldrei sérstaklega virkur námsmaður í Kaupmannahöfn, þannig að ég hef ekki nægilega reynslu af háskólanum þar til þess að geta borið hann almennilega saman við aðstæður hér. Það átti eflaust mikinn þátt í því að fæla mig frá námi í Kaupmannahöfn, hvað mér fannst samkeppnisandinn ríkjandi í byrjendabekkjunum þar. Nemendur voru ávallt að beita olnbogunum og troða sér fram. Mér fannst talsvert rólegra, þegar ég byrjaði hér, betra andrúmsloft og betri samstaða með- al nýnemanna. Að sjálfsögðu stafaði þetta ekki síst af því að nemenda- hópurinn var miklu minni hér. Kenn- ararnir höfðu tíma til að taka eftir og sinna sérhverjum nemanda nokkuð vel — jafnvel hálfósjálfbjarga út- lendingi eins og mér. Ég var t.d. afar þakklátur og líka dálítið hissa á því hversu sjálfsagt öllum kennurunum fannst, að ég fengi að skrifa prófin á móðurmáli mínu. Það hefði vissu- lega verið strangt fyrir mig að þurfa að glíma við íslenskuna jafnhliða eiginlega námsefninu, þannig að þetta var mikill léttir. Hvað varðar reynslu mína af kirkjunni hér fyrstu mánuðina fannst mér áberandi, hvao allt virtist vera líkt því, sem ég hafði verið vanur í Danmörku. Þetta er að sjálf- sögðu ekki óeðlilegt með tilliti til þeirra nánu tengsla, sem hafa verið til skamms tíma milli þessara tveggja þjóða; en ég hef nú seinna upp- götvað að munurinn á þjóðunum og kirkjunum tveimur er miklu meiri, en mér sýndist við fyrstu kynni. — Hvernig er að vera útlendingur í kirkjulegri þjónustu á íslandi? Þann stutta tíma, sem ég hef hingað til starfað sem prestur meðal Dalamanna hef ég varla upplifað í eitt einasta skipti, að útlenskur upp- runi minn hafi haft áhrif á starf mitt og samskipti mín við fólk yfirleitt. Áður á ferli mínum hef ég upp- lifað þetta, að útlenskur uppruni minn hefur dregið úr vægi orða og skoðana minna í umræðum um ákveðin mál, þó að ég hefði e.t.v. eitt- hvað til míns máls; en ég hef ekki orðið var við neitt slíkt í preststarf- inu. Hins vegar hef ég tvimælalaust upplifað, að kristilegar hugsjónir um umburðarlyndi og bróðerni séu raunverulega í gildi innan kirkjunn- ar, þannig að þessi stofnun er eflaust betri vinnustaður fyrir óöruggan út- lending en margir aðrir. — Hvernig finnst þér íslenskt kirkjulíf miðað við heimaland þitt? Mér finnst eins og kirkjan hafi aðeins betra orð á sér hjá íslensku þjóðinni heldur en hjá Dönunum, að hún skipi betri sess í meðvitund fólks hér en þar. í Danmörku lenti ég oft í því í samskiptum mínum við mér ókunnugt fólk, að þegar ég tjáði því að ég væri trúaður kristinn maður og hlynntur kirkjunnar, þá fór það að líta á úrið sitt, sækja meira kaffi, ávarpa næsta mann o.s.frv. Umræð- um lauk oft á tíðum hreint og beint með slíkri yfirlýsingu frá minni hálfu. Meðal íslendinga þjónar slik yfirlýsing oftar þeim tilgangi að göfga umræðurnar. Fólk dregur mann aðeins til hliðar og fer að ræða skoðanir sínar á trú og kirkju — frekar en að láta, eins og maður sé með hættulegan, smitandi sjúkdóm. Það getur verið ósammála og mjög andstætt kirkjunni; en það hefur samt áhuga á að ræða um þessi mál. Þetta tel ég mjög jákvætt. Annars má að sjálfsögðu ekki alhæfa of mikið hér. Það er víst enginn vafi á því, að kirkjusókn er betri en í Dan- mörku — eða ætti maður e.t.v. frekar að segja; ennþá minni þar en hér? Yfirleitt held ég, að það megi segja, að hérlendis sé tortryggni gagnvart kristni og kirkju meira á yfirborð- inu, hún sé vani eða stundum jafnvel sýndarmennska, tískuspursmál. í Danmörku virðist hún vera mjög mikil og róttæk hjá sístækkandi fjölda manna — því miður. — Hvaða ráð viltu gefa ungum erlendum manni sem hefði hug á að lesa guðfræði hér? Að sjálfsögðu fer svarið mikið eftir því, hvort viðkomandi mundi — eins og ég sjálfur — gera ráð fyrir seinna að starfa sem prestur hér. En fyrst og síðast er það að sjálfsögðu afar mikilvægt að komast vel inn í tungumál og menningu íslendinga. Annars er það sjálfsagt mikilvægt að vera með opinn huga gagnvart umhverfinu og áhugasamur. Mér finnst núna „eftir á“, eins og ég hafi sjálfur á nokkuð löngu tímabili næstum því „þurrkað út“ þjóðernis- vitund mína; en sé það rétt hjá mér, finnst mér ég ekki hafa beðið tjón af Séra Jens ásamtfyrsta skírnarbarni sínu Elís Svavarssyni að Hrappsstöðum og foreldr- um hans Svavari Jenssyni og Þóru Elísdóttur. VÍÐFÖRLI — 9

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.