Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 4

Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 4
l-jósm. MBl.: BAR að líkna og lækna Okkur er ljóst að við þurfum hvert á öðru að halda. Vinnufélagarnir hafa auga hver með öðrum. Starfs- menn hafa mismunandi djúp tengsl við sjúklinga. Sá sem er með litla sorgarbyrði, er aflögufær til að hlynna að hinum til dæmis þegar sjúklingur sem hann hefur fest sig við er deyjandi eða dáinn. Að sýna samstöðu og kærleika. Að taka utan um og snerta. Að setjast niður og drekka kaffi saman í horni. Að vera félagi og stundum vinur. Að vera manneskja og bróðir. Forsenda þess að geta veitt hinum deyjandi og aðstandendum hans ein- hvern stuðning er að eiga vísan stuðning sjálfur. Annars hellist yfir okkur baráttuþreytan og uppgjöfin. Jafngilt Sigurður Árnason sérfræðingur í krabbameinslækningum er í viðtali við Víðförla um sorg og sorgarvið- brögð starfsfólks á sjúkrahúsum. Þessi samskipti starfsfólks og mikið veikra eða deyjandi sjúklinga geta verið afar flókin og andstæð- urnar undarlegar. Þannig er ein mikilvægasta forsenda góðra tengsla milli starfsfólks og sjúklinga sú að manneskjurnar á deildinni hafi hæfileikann til þess að skynja og skilja hvernig sjúklingnum líður, geti horft á það sem er að gerast með augum sjúklingsins. Þeir verða að spyrja sig „ef ég væri þú?“ En þetta getur nátturlega leitt til þess að skilin milli „mín og þín“ verða óskörp. Byrðin meiri og þar með erfiðara að sinna sjúkling sem skyldi. Og það er satt að segja afskaplega mikilvægt fyrir starfsfólk að hafa stöðugt í huga, að það er sjúklingurinn sem er veikur! Hjúkrunarfólk og læknar sjá stundum sjálfa sig einnig í ætt- ingjum sjúklings, sem foreldri sjúklings eða barn, og það eykur næmi þeirra og getur auðveldað þeim að sinna þörfum sjúklingsins vel. En hættan á oftengslum getur þá verið mikil. Mikilvægast í þessu öllu er að reyna að taka ekki sjúklinginn með sér heim, að geta losað sig frá. Að reyna að dreyma sjúklinginn ekki á nóttunni!! Það er ef til vill for- sendan fyrir því að geta veitt sjúkl- ingi þá umönnun sem hann þarf, nefnilega þessa sérkennilegu blöndu af sérþekkingu og manneskjuhætti sem er nauðsynleg til þess að sinna sjúklingnum vel. Sumt starfsfólk er mjög meðvitað um hættuna á oftengslum, bæði til góðs og ills. Þetta getur nefnilega leitt til þess að sjúklingi sé haldið í ónauðsynlegri fjarlægð sem svo getur haft mjög alvarlegar afleið- ingar. - Finnst mér þetta vera mest áberandi meðal lækna og hefur vond áhrif á samband læknis og sjúklings. Ög kannski eru einmitt þessi atriði sem sjúklingur og ættingjar kvarta mest yfir varðandi samskiptin við lækna: að þeir hafi ekki tíma og þeir skilji ekki þarfir þeirra. Auðvitað erum við misjöfn og sumir beita því í sjálfsvörn sinni að blanda sér ekki inn í kvíða og sorg aðstandenda. Þeir gefa kannski upp- lýsingarnar hratt, og fara síðan, eða nota fagmál sem hjálpar við- komandi ekkert. En auðvitað finna allir sem um- gangast dauðvona sjúklinga fyrir sorg. Þegar þín sorg vekur upp mína sorg og ég þekki allar þær tilfinn- ingar sem undir sitja og ég vil ekki fá þær upp í hugann, þá gef ég stund- um ekki kost á mér í hreinni sjálfs- vörn. Ég held þó að hjúkrunarfræð- ingar víki sér sjaldnar undan þessari byrði, kannski af því að þær eru konur. — Er það ósigur lceknis að missa sjúkling? Mér finnst ég nú kannski vera kominn yfir það, ég hef fylgt þeim svo mörgum. Mesta áfallið fyrir mig er þegar meinvörpin koma, þá dreg ég það við mig að segja frá því fyrr en nauðsynlega þarf, það er minn ósigur. Ekki þegar sjúklingurinn deyr, ef hann deyr vel. Þegar allir viðkomandi eru undirbúnir eins og kleift er. Það er okkar sigur, þegar tekist hefur að mæta dauðsfallinu eins og Hallgrimur orðar það: Kom þú sæll, þá þú vilt. Og þó — það er alltaf einhver ósigur frammi fyrir dauða. — Hvencer eru erfiðustu stund- irnar fyrir aðstandendur? Þær eru ekki fáar, þessar stóru vondu stundir. Fyrst biðtíminn, hvort æxlið sé illkynja, síðan þegar þau fá að vita það. En svo kemur vonin aftur, allt gengur betur. En þá kemur holskefla þegar ljóst er að æxlið vex hratt þrátt fyrir allar að- gerðir. Og í okkar upplýsta samfélagi vita menn hvers er að vænta. En 4 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.