Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 10

Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 10
þessu. Mér finnst það vissulega hafa frjóvgað hugsun mína á mjög spenn- andi hátt, að tvær mismunandi menningar „togast á“ í meðvitund minni; en auðvitað er það erfitt og ruglandi stundum, og ég held að maður eigi að reyna sem mest að gera sér grein fyrir því, sem er að gerast með mann — að það kostar sitt að skipta um umhverfi. Ég skal viður- kenna, að það hetur verið flóknara; en ég hélt, þegar ég ætlaði að flytja á sínum tíma og hugsaði þannig, að ísland væri nú „bara annað Norður- land.“ Það fer að sjálfsögðu eftir skap- gerð hvers og eins, hvernig hann fer að því að aðlaga sig nýju umhverfi; en allt i einu mundi ég ráðleggja út- lenskum guðfræðinema við Háskóla íslands að gera eins og ég. Ég mundi mæla með, að hann veldi sér íslenskt efni í lokaritgerð sína. Maður lærir ákaflega mikið af því að sökkva sér vandlega niður í ákveðið efni, eins og maður er neyddur til við vinnslu þessa verkefni, já, maður lærir tals- vert um íslenskan hugsunarhátt almennt með því að kafa djúpt í af- leiðingar hans á afmörkuðu þrengra sviði. Þess vegna er það ansi drjúgur og dýrmætur lærdómur sem maður dregur af slíku verkefni. — Hvað hefur þér þótt koma þér best að gagni í námi þínu og starfi hérlendis? Það er sárafátt af því sem ég lærði í guðfræðideildinni, sem ég hef ekki nú þegar þurft á að halda til þess að skilja og skilgreina betur hlutverk trúarinnar í lífi mínu — bæði gagn- vart sjálfum mér og öðrum. Þrjú og hálft ár sem kirkjuvörður í Neskirkju gáfu mér ómissandi reynslu af kirkjulegu starfi. í um það bil tvö ár var ég hjá frænda konu minnar á kúa og gróðuhúsabúinu, Reykjum í Lýt- ingsstaðahreppi, Skagafirði, og það veitti mér góða innsýn í aðstæður og vandamál íslenskra sveitamanna, sem ég hefði ekki haft, ef ég hefði komið hingað til starfa beint úr Reykjavik. Tónlistaráhugi minn og sæmileg kunnátta á gítar hefur reynst vel í starfinu, og fleira mætti nefna. — Gcetirðu hugsað þér að eyða elliárunum á íslandi? Það fer ekki milli mála, að það eru Séra Jens Hvidtfeldt Nielsen, Búðardal. miklir kostir við íslenskt þjóðfélag, kostir sem þykja hreinn lúxus í öðr- um heimshlutum. í hvaða höfuð- borg heims annarri en Reykjavík getur maður gleymt peningaveski sínu í framrúðu ólæsts bíls síns, áður en maður fer að sofa og fundið það ósnert á sama stað daginn eftir? Það er ekki hægt að svara þessari spurn- ingu öðruvísi en játandi; ég gæti vissulega hugsað mér það! Hins vegar er náttúrlega ýmislegt annað, sem dregur mann í aðrar áttir. Ég var túttugu og sex ára gamall, þegar ég flutti hingað, og því mun ég aldrei losna við danskan kjarna í mér. Hins vegar get ég ekki hugsað mér betri stað en íslenska sveit til að íhuga líf sitt sem hluta af sköpunar- verki Guðs, íhuga tilganginn með upphafi þess og endalokum. Náttúr- an er svo yfirþyrmandi nálæg og ósnortin víða hérlendis, að hún er alltaf að minna mann mjög áþreifan- lega á það vald, sem „hannaði“ hana — allavega ef maður er þannig inn- rættur. Ég gæti því mjög vel hugsað mér að enda ævi mína hér, en tíminn á eftir að leiða i ljós hvort það verður svo. I fréttum Ó, þú fagra spekidís. „Það er leikur að læra, leikur sá er mér kær.“ Trall-la-la-la-ha- ha.... meira í dag en í gær. Víst er gaman að læra. Og í okkar nútímaþjóð- félagi er sífellt meiri þörf fyrir fræðslu. Þetta á líka við um kirkju- legt starf. í flestum kirkjum landsins mun vera boðið upp á eitthvert starf fyrir börnin. Oft er þetta í formi barna- guðsþjónustu á sunnudags- morgnum. Prestar og leikmenn sjá um þetta starf og er það vel innt af hendi. En allir hafa gott af að bæta örlitlu við starfsmenntun sína og þekkingu. Þess vegna ætlar Æsku- lýðsstarf Þjóðkirkjunnar að bjóða upp á námskeið í haust fyrir fólk í barnastarfi. Helgina KLll. septem- ber verður námskeið á Vestfjörðum, nánar til tekið að Núpi í Dýrafirði. 16rl8. september verður námskeið í Skálholti, þann 1. október á Aust- fjörðum og loks 8r9. október að Löngumýri fyrir norðan. Á námskeiðunum verður kynnt fræðsluefni fyrir barnastarf. Kennd verður notkun ýmissa hjálpartækja, svo sem hreyfimynda, glærumynda og leikbrúða. En fyrst og fremst eru þessi námskeið gott samfélag. Fólk hittist, skiptist á hugmyndum og uppörvast til nýrra átaka í lifandi barnastarfi heima í söfnuði sínum. Hvernig væri að skella sér á svona námskeið? Innritun og allar nánari upplýsingar eru í síma 91-621500. Hringið og spyrjið um Æskulýðs- starf þjóðkirkjunnar. M.Erl. Kristnum skólum fjölgar í Ungverjalandi Fyrir síðustu heimsstyrjöld voru nær 5000 kirkjulegir skólar í Ung- verjalandi og meiri hluti þeirra var eign mótmælendakirkjanna. Árið 1948 tók kommúnistaflokkurinn yfir alla skóla þannig að aðeins einn skóli mótmælenda hélt áfram starfi sínu. Nú hafa veður breyst og eru mótmælendur nú að undirbúa stofnun menntaskóla og fjölga grunnskólum sem að reknir verða á kristnum grunni. 10 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.