Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 2

Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 2
Útgefandi Útgáfan Skálholt Biskupsstofa, Suðurgata 22 S: 621500 Ritstjóri: Sr. Bernharður Guðmundsson. Ritstjórn: Hróbjartur Árnason, Jóhannes Tómasson, sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, sr. Örn Bárð- ur Jónsson. Umsjón: Edda Möller. Setning og umbrot: Filmur og prent Prentun: Prentstofa G.Ben. 1948-1988 Alkirkjuráðið fertugt. Stjórn Alkirkjuráðsins kemur saman til árlegs fundar í Hanover 10r20. ágúst. Verður þá jafnframt minnst að fyrir 40 árum, 1948, komu saman fulltrúar frá 147 kirkjum í Amsterdam og stofnuðu Alkirkju- ráðið sem nú telur 307 aðildar- kirkjur. Ein ný kirkja á dag í Kína. Forseti kirkjusambands Kína K.H.Ting segir að a.m.k. 8-9 mill- jónir kristnir menn séu nú í Kína. „Margir telja reyndar að talan sé miklu hærri, allt upp í 100 milljónir, en við byggjum á upplýsingum sem koma frá héruðunum. Þegar þess er gætt, að 1949 voru um 700.000 taldir kristnir, virðist hér vera meiri kirkju- vöxtur en áður hefur þekkst, og hlýtur að teljast með mestu vakn- ingarhreyfingum sögunnar. Síðan 1979 hefur að meðaltali verið vígð ný kirkja á degi hverjum." segir dr. Ting. Aðspurður um tengsl kirkjunnar og kommúnistaflokksins, sagði Ting: „Þeir vilja að félagarnir séu guðleysingjar, við viljum að félagar kirkjunnar trúi á Guð. Það verða auðvitað tvær blokkir. En báðir aðilar hafa verkefni í samfélaginu, til að efla og þróa mannlíf þar. Oft heyrast neikvæðar fréttir um kirkju- starf í Kína, sem er eðlilegt. Þetta er óneitanlega stórt land, og ekki allir á sömu skoðun.“! Riísíjóri rœðir málin Vekja — fræða — virkj a í ályktun Prestastefnunnar um ferminguna er ítrekað minnst á skírnarfræðslu kirkjunnar. Raddir komu fram meðal presta að þetta orð skildist illa meðal almennings, ferm- ingarfræðsla jú, en skírnarfræðsla ekki. Þetta er umhugsunarvert. í ávarpi prestsins að lokinni skírn til foreldra, guðfeðgina og safnaðar er rík áhersla lögð á að kenna skuli barni að elska Guð, tilbiðja hann, varðveita orð hans og sakramenti og þjóna náunganum í kærleika. Skírnarboð Jesú er einnig lesið við hverja skírn: „— kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður.“ Samt kannast fólk ekki við orðið skírnarfræðsla segja sumir. Nú er það svo að skólarnir hafa að hluta til tekið að sér skírnarfræðsl- una með því að kristinfræði er kennd þar. Það dregur hinsvegar ekki úr ábyrgð heimilis og safnaðar að vinna sinn hluta af verkinu. Skólarnir miðla upplýsingum, en geta sjaldn- ast vakið trú. Það hlýtur að vera verkefni heimilisins og kirkjunnar að kenna barninu að elska Guð og tilbiðja hann. Slíkt gerist þegar mað- ur mætir barni í trúnaði og kærleika. Slíkt gerist varla í stofnun. Skírnarfræðslan á að hefjast strax að lokinni skírn og hún varir í raun- inni lífið allt. Fermingarfræðslan er veigamikill hluti hennar, þar sem með skipulegum hætti er komið til móts við unglinginn með boðskap kristninnar. Það þarf hins vegar að gerast þar sem unglingurinn er, á forsendum sem hann skilur og getur meðtekið. Fræðsla ekki einhlít Einn elsti og farsælasti prestur þjóðkirkjunnar sr. Sigmar Torfason á Bakkafirði, benti á í blaðaviðtali rækilega á það að fræðsla og aftur fræðsla nægði ekki. Hin persónu- lega nálgun, samfélag í kærleika sem vekti trú og vilja til þjónustu við Drottinn, væri jafnbrýn. Þess vegna er notað í vaxandi mæli orðið fermingarstörf sem legg- ur áherslu á að undirbúningur ferm- ingar er ekki fólginn einungis í sam- starfi barns og prests heldur sam- starfi heimilis og safnaðar þar sem margir leggja hönd á plóginn til al- hliða mótunar barnsins — þar skuli vekja, fræða og virkja. Skírnar- fræðslan felst í þvi að móta einstakl- inginn þannig að hann gangi með Guði ævina alla, einsog það var orð- að i Skaftafellssýslu á árum áður. Alkirkjuráðið hefur lýst næsta áratug sem áratug kvenna í kirkj- unni. Víðförli vill fara að þeirri hvatningu og mun í næstu blöum kynna ýmsar konur og störf þeirra í þágu kirkjunnar. í þessu tölublaði er viðmælandinn Sólveig Ásgeirsdóttir biskupsfrú. Bernharður Guðmundsson 2 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.