Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 7

Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 7
— Efþað vœru kosningar á hverju ári, þá væri ekki hætta á að við ellilífeyris- þegar gleymdust. Stöðubreyting og aðstöðu- missir. Flestar ekkjur þurfa að gera breytingar á lífi sínu í sambandi við tekjuöflun, ýmist með því að fara út á vinnumarkaðinn eða að þæta við sig vinnu. Aukið vinnuálag fylgir því að öllu jöfnu. Ekkjan neyðist til að læra ný hlutverk sem maður hennar gegndi áður, bæði i sambandi við störf utan og innan heimilis, með- ferð tækja, umsjón með húseign, bifreið og fl. Hún þarf að bæta á sig auknum skyldum og ábyrgð á upp- eldi barna án stuðnings þess, sem hún hefur lært að treysta. Þar sem börn eru fyrir hendi og aldraðir, sem syrgja einnig, þarf hún að koma til móts við þarfir þeirra á sama tíma og hún er niðurbrotin. Þetta leggur gífurlega þunga byrði á ekkjuna fram yfir það sem makamissirinn sjálfur er. Líf hennar tekur grund- vallarbreytingum. Parkes kemst að þeirri niðurstöðu að tveir þættir fyrir utan sorgina gegni stóru hlut- verki um sorgarferli ekkjunnar. Þar sé um að ræða stöðubreytingu og aðstöðumissi. Ekkjuna setur niður í samfélaginu. Fólk er þvingað í návist hennar, samúð þess er innantóm, og hjálpartilboðin fyrir siðasakir. Það er sem dauðafnykur loði við hana, — líkja mætti því við að hún væri geislavirk, svo mjög reyna allir að forðast hana. Öryggisleysi ekkjunnar. Það er litið á sorg sem veikleika, undanlátssemi við sjálfan sig og ámælisverðan ósið, í stað þess að skoða hana sem sálfræðilega nauð- syn. Syrgjandi verður bæði að bregðast við missi ástvinar og skerð- ingunni sem fylgir missinum. Sorg og einmanaleiki eru þvi fylgifiskar. Náið samband við maka felur í sér félagslegt öryggi, umhyggju, þæg- indi, fjárhagslegt öryggi, vellíðan, allt sem nútíma þjóðfélag krefst. Andstæðan, svipting þessa nána sambands felur í sér missi, óöryggi og skerðingu. í flestum menningarþjóðfélögum er ekkjan án hlutverks, aumkunar- verð, fimmta hjól undir vagni. Hún minnir óþægilega á látinn eigin- mann sinn. Stór hópur ekkna er ein- mana. Þær eru ráðvilltar og fullar öryggisleysis. Þær finna ekki fót- festu í samfélagi, sem gerir ekkert til að bjóða þær velkomnar, býður þeim hvorki stöðu né hlutverk sem fullnægir starfskröftum þeirra og sjálfsvirðingu. „Ó ert það þú, ég get nú varla séð þig, þú minnir mig svo á minn elsku- lega frænda.“ Þetta ávarp, sem geymist í huga greinarhöfundi frá sorgarferli hans sýnir vel viðhorf manna til ekkj- unnar í okkar íslenska samfélagi. „Við erum fimmta flokks þjóð- félagsþegnar," sagði ein ekkjan við mig á dögunum. Því miður er alltof mikill sannleikur í þessum orðum fólginn. Samfélagið ýtir hinni „stöku“ konu út fyrir rammann, sem á helst að vera umgjörð um ein- tóm „pör“. Viðtöl, sem ég átti við ekkjur í sambandi við ritgerð mína gefa flest til kynna afskipta- og skilningsleysi hvað félagalega þátt- inn varðar allt upp í höfnun og félagslega útilokun. Dæmigerð svör við spurningu minni hvort þær hefðu merkt breytingu á framkomu fólks eftir makamissinn: „Já svo sannarlega, það var eins og ég væri allt í einu orðin holdsveik — kunn- ingjarnir voru allt í einu orðnir af- skiptalausir." „Við bjuggumst ekki við þér. Hissa að sjá þig, voru dæmi- gerð viðbrögð manna í félagshóp, sem ég hafði lengi verið í.“ „Ég fann mikla breytingu hjá kunningjum okkar meðal hjóna- fólks. Það hætti með öllu að hafa samband við mig — buðu mér aldrei með hópnum eftir að ég var orðin ein.“ „Það var eins og fjölskyldan fjar- lægðist mig núna — þeim finnst að ég eigi að vera búin að jafna mig á þessu.“ Breytinga þörf. Rannsóknir félagsvísinda hafa Ieitt í ljós ýmsa dulda þætti innan samfélagsins sem koma mönnum á óvart. Ef i kjölfar makamissis fylgir missir félagslegrar stöðu í sam- félaginu ásamt missi vina og kunn- ingja er stutt í það að sjálfsmynd einstaklingsins bíði varanlegan hnekki. Sú staðreynd að ekkjur ásamt ein- stæðum konum eru jaðarshópur í samfélaginu er e.t.v. ein ástæðan fyrir því að konur æskja eftir og vinna að breyttu gildismati og breyttri þjóðfélagsmynd. Ólöf Ólafsdóttir Heimildir: ■> Björn Björnsson: Fjölskyldan og hjóna- bandið, bls. 2. Ritgerðir, Rvk 1978. 2* C. M. Parkes: Bereavement, bls. 21-22. Penguin Bks. London 1972. Ólöf Ólafsdóttir lauk guðfræði- prófi 1987 og hefur siðan stundað nám í félagsráðgjöf. VÍÐFÖRLI — 7

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.