Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 18

Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 18
Það er nauðvörn foreldra í þjóðfé- lagi þar sem tvenn laun virðast nauð- synleg til tryggrar afkomu, en ekki raunverulegur vilji þeirra, að krafa þeirra eykst um að stofnanirnar taki við uppeldinu í enn ríkara mæli. Sigurður Pálsson, forstöðumaður námsefnissviðs hjá Námsgagna- stofnun, hefur tekið saman álitsgerð um uppeldisrétt foreldra, sem Rann- sóknarstofnun uppeldismála hefur gefið út. Lítið sem ekkert virðist hafa verið fjallað um þetta mál hér- lendis. börnum sínum. Ég vona að þessi þekking auðveldi okkur að sjá meginmálið, nefnilega hvernig búa megi sem best að börnunum. — Kemur þaö ekki glögglega fram í löggjöfinni hver sé réttur og skylda foreldra til að ala börn sín upp? í Barnalögum frá 1981 er talað um forsjá í stað orðanna foreldravald og foreldraréttur og þar með flyst áherslan á skyldur foreldra við börn fremur en óskoruð yfirráð yfir þeim. Uppeldisrétti foreldranna eru gerð takmörkuð skil í lögum og reglu- var námsstjóri í Kristinfræði, talaði enginn við mig af þeim sem telja sig guðsafneitara, og vildu ekki að börn þeirra lærðu kristinfræði. Ég vissi ekki heldur um eitt einasta tilfelli af því tagi, en það var nokkuð um slíkt af hálfu Votta Jehóva. Ég vil virða rétt foreldra með aðrar hugmyndir en mínar um uppeldi, en um það eru engin ákvæði í lögum. — Hvert er hlutverk kirkjunnar varðandi foreldrarétt? Margir hafa uppeldisrétt og skyldur, þótt vægið sé misjafnt. For- eldrar, ríki, kirkja, þessir aðilar Foreldraréttur Erlendis er hinsvegar mikil um- ræða um það hver eigi að ráða og/eða hafa áhrif á uppeldismótun barna og ungmenna bæði mótun lífsskoðana, trúar og siðgæðis sem menntun þeirra almennt. Eru það hinar opinberu stofnanir eða for- eldranrir sem hafa þennan uppeldis- rétt? — Hvers vegna fórstu að fjalla um þessi mál, Sigurður Pálsson? í nútímaþjóðfélaginu er Iögð vaxandi áhersla á hlutdeild aðila utan heimilisins í uppeldi barna og ungmenna og um leið er rætt um áhrif foreldra á störf þessara stofn- ana. Og þar sem allt uppeldi og öll kennsla á motunarárum barnanna hefur áhrif á lífsskoðanir þeirra þá tel ég að allir foreldrar verði að vera vel upplýstir um það hver réttur þeirra er til áhrifa og afskipta, ef ágreiningur kemur upp. Foreldrar vilja sinna uppeldishlut- verki sínu og nýta uppeldisáhrif sín. Þeir eru, eðli málsins samkvæmt, hinir raunverulegu uppalendur. Þess vegna verður að aðstoða þá til þess, bæði með því að veita þeim meira svigrúm innan stofnananna og eins verður þjóðfélagið að veita for- eldrum meiri tíma til að vera með gerðum en með vaxanda áhuga foreldranna á því að hafa hönd í bagga með skólastarfinu um leið og skólinn tekur að sér meira uppeldis- hlutverk hlýtur þörfin fyrir skýrari línur að aukast. Bein afskipti for- eldra geta auðvitað verið nokkur en séu foreldrar ekki ánægðir með starf skólans og vilji úrbætur hafa þeir ekki um svo margt að velja. — Hvar kemur slíkt skýrast fram? Hér er skólaskylda en ekki fræðsluskylda. Það eru nánast engir möguleikar fyrir foreldra að velja aðra skóla en ríkisskóla fyrir börn sin. Nú hefur grunnskólinn kristið gildismat að grundvelli í upp- fræðslu. Annarsvegar eiga foreldrar þá að geta treyst því að því sé fram- fylgt, ef þau eru kristin, en hinsvegar eins og dæmin eru mörg erlendis, eiga foreldrar með aðrar lifsskoðanir rétt á að tryggð sé mótun gildismats og lífsskoðana barna þeirra í sam- ræmi við eigin viðhorf. — Hefur reynt á þetta hérlendis? Ekki mikið, en það kemur vafa- laust við vaxandi fjölhyggju og aðrar breytingar í þjóðfélaginu. Við erum oft 10 ár á eftir öðrum Norður- löndum í flestum efnum. Þegar ég standa hins vegar hver við annars hlið með sjálfstætt hlutverk og sjálf- stæða ábyrgð, en ekki sambærilega. Hér er gengið út frá því að enginn einn beri alla ábyrgð né hafi allan rétt. I þessu liggja möguleikar á að gæta réttar barnsins vegna van- rækslu eða ofríkis af hendi einhvers aðilans. Likanið um sameiginlega ábyrgð samræmist einnig vel skilningi lút- herskrar guðfræði á uppeldisrétt- inum. Hugmyndin um skikkan skap- arans felst í stofnununum þrem, ríkisvaldinu (polita), fjölskyldunni (familia) og köllunarstarfinu (oeconomia), sem hver um sig hefur sjálfstæðu hlutverki að gegna í upp- eldismálum. Hlutverk ríkisvaldsins er að verja einstaklinginn yfirgangi annarra og tryggja réttindi hans. Á sviði uppeldis og menntunar er það skylda ríkisvaldsins að tryggja rétt barnsins til uppeldis og fræðslu og tryggja öðrum aðilum aðstæður og rétt til að gegna uppeldisskyldum sínum. Uppeldisréttur eða öllu heldur uppeldisskylda kirkjunnar er, eins og áður er fram komið, fólgin í því hlutverki hennar að boða Guðs orð öllum þeim sem hafa uppeldishlut- 18 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.