Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 21

Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 21
Frá söngmálastjóra Lýs milda ljós Á 40 ára afmæli Kirkjukóra- sambands Árnesprófastsdæmis var flutt meðfylgjandi lag Sigurðar Ágústssonar „Lýs milda ljós“. Kór- arnir, sem fluttu það voru kórar Hrepphóla- og Hrunakirkju. Stjórn- andi var undirritaður, en Hróðný Sigurðardóttir, organisti í Hruna- kirkju lék með á píanó. í sálmabók okkar frá 1936, útgáfu Sigfúsar Einarssonar og Páls ísólfssonar, er lag við Lýs milda ljós eftir C. H. Purdey, sem öðlast hefur mjög fast- an sess í kirkjusöng okkar, einkum við jarðarfarir. Þrátt fyrir það vil ég minna á lag sigurðar, sem er einkar hugþekkt og hentar mjög vel við kirkjulegar athafnir, hvort sem það er sungið eða leikið á orgel. Eins og mörgum er kunnugt þá lést Hróðný Sigurðardóttir ásamt manni sínum Jóhanni H. Pálssyni i bílsslysi tveim vikum eftir tónleik- ana. Missir fjölskyldna þeirra var mikill og við fráfall Hróðnýjar varð mikið skarð í röðum organistanna, því hún var bæði áhugasöm, listræn og sérlega samviskusöm. Lag Sigurðar var henni — vissi ég — mjög hugleikið. Blessuð sé minning þeirra Hróðnýjar og Jóhanns. Haukur Guðlaugsson. Lýs, miida Ijós. pp 2. Ég spurði fyn: Hvað hjálpar heilög trú og hcnnar ljós? Mér sýndist bjart, en birtan þvan, og nú cr burt miu hrós. Ég elú skugga, fann þó sjaldan frið, uns fáráð öndin saitUsi Guð sinn við. 3. bú ljós, sem ávallt lýsa vildir mór, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú binir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem bam ég þekkU fyr. VÍÐFÖRLI - 21

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.