Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 13

Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 13
Akureyri. En þessi áfangi hefur verið mikil reynsla og lífið er öðru vísi en áður. Prestsheimilið á Akureyri var alltaf opið. Hér eru skyldurnar öðru- vísi og meira útá við. Þessi ár hafa veitt mér nýja sýn á lífið og opnað útsýn í hinn stóra heim. Mér er alltaf minnisstætt fyrsta ferðalag okkar sem biskupshjóna. Við vorum á alþjóðlegri ráðstefnu í Svíþjóð og sænsku erkibiskups- hjónin höfðu boðið okkur að búa hjá sér. Ég hafði náttúrlega tekið með mér betri fötin enda var mikil dagskrá. í erkibiskupsstaðnum voru aðrir gestir. Biskupshjón frá Eist- landi. Konan hafði aldrei komið vesturfyrir járntjald og varð fyrir slíku áfalli að sjá það líf sem við lifum í frelsi og nægtum að hún féll næstum saman. Birgitta Sundby, sú stórbrotna kona, kunni hins vegar vel að láta hana njóta dvalarinnar og njóta sín. Fötin hennar voru auð- vitað fátækleg og gamaldags og Birgitta sagði við mig að auðvitað yrðum við líka klæddar á sem ein- faldastan máta. Það var stórkostlegt að kynnast þessu frjálsa fólki eins og það er flest sem skipar toppstöðurnar innan kirknanna á alþjóðavettvangi og ég hef orðið miklu frjálsari sjálf. Þetta eru nú svipuð hjörtu sem slá hver sem staða mannsins er og mér hefur reyndar virst að því hærra sem fólk er í svokölluðum metorðastiga, því látlausara er það. Það þarf ekki að sýnast. Þetta sá ég skýrast hjá Páli páfa þegar við hittum hann. Þar voru auðmjúkar herðar. — Fylgir því mikil einsemd að búa í biskupsgarði? Nei, það finnst mér ekki. Verk- efnin eru ærin. Að vísu sakna ég þess að taka ekki þátt í lífi safnaðarins í gleði fólksins og sorg eins og prests- konan getur gert . Hinar opinberu veislur eru satt að segja annars eðlis. Við eigum bæði stórar fjölskyldur hér í Reykjavík. Því miður býr reyndar ekkert barnanna okkar hér í borginni. Tvö eru búsett erlendis, tímabundið vonandi, en ég sakna ekki síst barnabarnanna. Það er svo stórkostlegt að verða amma. Ég man þegar fyrsta barnabarn mitt fæddist. Þegar ég sá hana fyrst gekk hún beint í hjarta mér. Ég sá börnin mín í henni, ég sá sjálfa mig og ég sá Á fundi Páls páfa í Róm. hvernig lífið endurnýjast. Ég lifði sömu reynslu þegar hin börnin fjögur hafa fæðst. Svo er ég slík lánsmanneskja að vera með í Biblíuleshóp ásamt sex öðrum konum. Við erum ólíkar og fáumst við ólík verkefni hversdags, en það ríkir mikil hlýja og trúnaður okkar á milli og þetta er mér mikið gagn og gleði. Við Ieggjum hver annarri lið við að kynnast Biblíunni og verða handgengnar orði Guðs. Það þyrftu allir að eiga aðgang að slíkum umræðuhópum. Þar fer fram mikil sálusorgun og þar ríkir oft mikil gleði. — Hvaða ráð viltu gefa ungri konu sem ætlar að giftast presti? Er hægt að gefa öðrum ráð? Er ekki Iíf hvers manns svo einstaklings- bundið? En ég held að í öllum mann- legum samskiptum skipti meginmáli að rækta sambandið vel. Að hjálpast að við hlutina, tileinka sér lagni og umburðarlyndi. í tveggja manna sambandi verður alltaf annar hvor að gefa eftir. Það gildir um alla, ekki bara prestshjón. Hins vegar er starf prestsins svo krefjandi að honum veitir ekki af konu sinni óskiptri. En auðvitað skil ég vel ungu konurnar sem eru með sérmenntun. Þær vilja auðvitað njóta sín í starfi. En jafn- rétti hlýtur að felast í því að allir, karlar sem konur, fái tækifæri til að njóta sín, og þá ekki síður við vinnu innan heimilisins sem utan þess. Kröfurnar eru einfaldlega svo mis- jafnar til lífsins. Ef kona finnur hamingju sína í því að hlynna að heimili og styðja við sinn mann á hún fullan rétt á að gera það án þess að þjóðfélagið sé að agnúast í því. Þeir voru með ráð- stefnu um hamingjuna um daginn. Það var vel til fundið. Ætli það séu ekki margir með ranghugmyndir um hamingjuna. Hún verður ekki keypt fyrir peninga eins og auglýsingarnar eru að reyna að segja okkur. Mínar hamingjusömustu stundir eru venju- lega afleiðing upplifunar vegna vel- gengni annarra, þegar við sam- fögnum og tökum af heilum hug og öfundarlaust þátt í velgengni þeirra án samanburðs við okkur sjálf og gleymum okkur sjálfum. Ég hef margoft reynt það að það er á þessum stundum sem ég finn dýpstu hamingjuna og er frjálsust. En öll þurfum við einhvers konar umbun. Ég hef reyndar oft fundið til smæðar þegar ég hef fengið umbun en ég finn að við erum öll of spör á viðurkenningu. Við dáumst að fólki en við gleymum að láta það vita um það. Bragi Ásgeirsson listmálari sagði: „Mesta óhamingjan er ekki að sakna viðurkenningar heldur hafa vanrækt það sjálfur að veita öðrum hana.“ Er ekki þetta sem við erum alltaf að lesa um í Bibliunni líka. — Ertu bjartsýn á framtíð þjóð- arinnar? Ég óttast það hversu við erum oft grimm við ráðamenn þjóðarinnar. Aðhald er nauðsynlegt. En við kusum þetta fólk til forystu til VÍÐFÖRLI — 13

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.