Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 11

Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 11
Biskupshjónin frú Sólveig Ásgeirsdóttir og herra Pétur Sigurgeirsson í doktorsfagnaði Péturs sonar þeirra. Dýpsta hamingjan felst í því að samfagna öðrum heilshugar Lífið er áfangar sem taka hver við af öðrum þeir hafa hver sinn þokka og við verðum einfaldlega að lagast aðstæðum hvers áfanga og njóta þeirra. Ég er fædd hér á Bergstaða- strætinu og kom svo aftur hálfri öld síðar til að búa hér á ný. Sólveig Ásgeirsdóttir biskupsfrú er í viðtali við Víðförla. Vorsólin skín inn á fallegt heimili í biskupsgarði á Bergstaðastræti það er mikil kyrrð í húsinu og kaffi- borðið hlýlegt. Það var gaman að alast upp hér í grenndinni. Ég er þakklát að eiga þessar minningar um Reykjavík fyrir stríð því eftir það breyttist allt. Við vorum átta systkinin heima þar af þrjú alsystkin. Mamma dó þegar ég var fjögurra ára það hafði mikil áhrif á mig, kannski er það þess- vegna að ég hef alltaf verið tveggja heima barn með mikla trúarþörf. Pabbi stofnaði verslun árið sem ég fæddist. Það vantaði ekki hagsýnina og stéttvísina. Ég fæddist náttúrlega á frídegi verslunarmanna. Það var margt fólk í heimilinu, frændfólk vinir og við öll systkinin þvi pabbi giftist aftur reyndar móðursystur minni. Okkur leið ósköp vel saman. Mér var mikið strítt með því að ég ætti eftir að verða prestsmaddama og ætlaði sannarlega ekki að láta það rætast. En svona er nú lífið. Ég var í verslunarskólanum en fór að vinna í bandaríska sendiráðinu. Það var haldin mikil veisla inni í Höfða sem þá var breska sendiráðið og þar sá ég svo ljómandi fallegan mann. Við kynntust svo betur seinna í fertugsafmælinu hans Valdimars Björnssonar sem vann einmitt þarna^ í sendiráðinu. Þetta var Pétur Sigur- geirsson. Mér fannst það reyndar dá- lítið miður að hann skyldi vera guð- fræðingur en það varð bara að hafa það. Mér fór að þykja svo vænt um þennan mann og vildi fylgja honum hvert sem hann færi í lífinu og ég hef aldrei séð eftir því. Mér fór reyndar að þykja mjög vænt um starfið hans líka. Ég dreif mig svo í Húsmæðra- skólann hér í Reykjavík og lærði mikið af Huldu Stefánsdóttur skóla- stjóra og kennurunum öllum. Þetta var skemmtilegur vetur þótt Pétur væri norður á Akureyri, hann var orðinn aðstoðarprestur þar. Við hitt- umst skólasysturnar fyrir nokkru og það var óborganlegt að hittast aftur eftir tæp 40 ár. — Og svo fórstu norður? Já, til að gifta mig. Ég ók með fjölskyldu Péturs um verslunar- mannahelgina 1948 norður í land og við gistum á Blönduósi. Þegar við komum niður í morgunmat þar hitt- um við þingskörunginn Pétur Otte- sen. Hann átti þá sextíu ára afmæli þennan dag sem var líka minn af- mælisdagur. Ég man hvað mér fannst hann gamall þar sem ég var þarna að byrja lífið. En nú hef ég sjálf náð þeim aldri sem hann var á og finnst ég ekkert forn. Við erum svolítið skrítnar manneskjurnar. Þegar við nálguðumst Akureyri kom maður gangandi á móti okkur og veifaði glaðlega. Hann var víst orðinn óþolinmóður, mannsefnið mitt, þar sem hann var með hringana í vasanum. Tengdapabbi gifti okkur svo í Akureyrarkirkju daginn eftir og við tóku 33 góð ár á Akureyri. — Var erfitt að vera prestskona? Ekki með Pétri. Hann hafði verið þarna um veturinn og þeim þótti svo vænt um prestinn sinn og ég var alls staðar velkomin með honum. Ég hef aldrei kynnst því að Akureyringar væru seinteknir. Ég held ég hafi ekki gert mér grein fyrir því hve miklar VÍÐFÖRLI — 11

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.