Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 24

Víðförli - 15.06.1988, Blaðsíða 24
Frá Skipulagsnefnd kirkjugarða Samkvæmt núgildandikirkjugarðslögum erþarframtekið í3. gr. 6. mgr.: „Úrsjóðnum er heimilt að veita lán og/eða styrki kirkjugarðsstjórnum til kirkjugarða og kirkna, svo og til þess að setja upp minnismerki þar sem verið hafa kirkjugarðar, kirkjur eða bænahús að fornu. “ Hér birtast myndir frá tveimur fyrrverandi kirkjugörðum. 1987 afhjúpaði hin aidna prestsdóttir og organisti frá Arnarbæli Louisa Ólafsdóttir minnisvarða sem stendur á kirkjustað'.mm í hinum forna kirkjugarði en í honum eru nokkur minnismerki, eitt þeirra nýtt eftir að garðurinn var girtur fjár- og hestheldri girðingu. A rnarbœli var áður eitt besta brauðið, en í dag er staðurinn í eyði, aðeins hrörlegt íbúðarhús ber vitni um forna frœgð. Á varðann er letrað: Hér stóð Arnarbæliskirkja. Kirkju er fyrst getið í Arnarbœli um 1200 en var lögð niður 1909. Bjarni Ólafsson fyrrv. lektor hannaði en steinsmiðja Sig. Helgasonar vann verkið. Sumarið 1985 var afhjúpað minnismerki í Reykjadal I Hrunasókn. Kirkjugarðurinn hefur notið umönnunar núverandi ábúenda frú Þóru og Harðar um áratuga skeið. Limgerði umlykur garðinn, sem hefur nokkur minnismerki. Stígar og gróður berþeim hjónum fagran vitnisburð um þá virðingu sem slíkir staðirþurfa að njóta. Á krossinum stendur: Reykjadalskirkja 1200-1819. i fréttum Malenkoff dó sem kristinn maður. Einn nánasti samstarfsmaður Stalins, Malenkoff, sem margir muna eftir úr fréttum dó ekki alls fyrir löngu. Það hefur komið fram að hann gerðist kristinn maður á efri árum, fór hvern dag í kirkju og var orðinn einskonar kirkjuvörður. Malenkoff var grafinn með kristn- um hætti. í frétt frá Alkirkjuráðinu segir að Malenkoff sé ekki einsdæmi í Rússlandi, síðustu tiu árin hefur fjöldi fullorðinnaskírna fjórfaldast í Sovétríkjunum. Sex guðfræðingar útskrifast í vor. Að loknu vormisseri Háskóla Islands útskrifuðust sex kandidatar frá Guðfræðideild. Þeir eru: Carlos Ferrer, Gunnar Sigurjónsson, Páll Heimir Einarsson, Sigurður Jóns- son, Sveinbjörg Pálsdóttir og Þór- hallur Heimisson. Um 60 stúdentar stunduðu nám við deildina í vetur. 40 ár síðan fyrstu dönsku konurnar vígðust. „Hans Olgárd biskup í Odense sýndi mikinn kjark, er hann vígði okkur Edith Pedersen, Ruth Verme- hren og mig i apríl 1948. 540 karl- prestar mótmæltu, svo og ýmis kirkjuleg samtök. Hann var jafnvel kallaður Judas í fjölmiðlum.“ Svo sagði séra Jóhanna Andersen, sú eina hinna þriggja kvenna sem eftir lifir við hátíðahöld er 40 ára vígslu- afmæli danskra kvenna var minnst. „Vígsludagurinn var ógleymanlegur. Ég vaknaði klukkan fimm um morguninn og vissi að nýr kafli í kirkjusögunni var að hefjast. Biskupinn talaði í ræðu sinni um konurnar við gröfina: Það er ekki hægt að komast fram hjá því, þær voru sendiboðarnir sem sendir voru út með boðskapinn: Hann er ekki hér, hann er upprisinn“ Síðan vorum við vígðar og vígsluna var ekki hægt að afturkalla. Við sögðum já svo háum rómi að heyrðist um alla kirkjuna. Þennan dag opnaði Olgárd biskup dyr kirkjunnar fyrir dönskum konum.“ 24 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.