Víðförli - 15.10.1992, Síða 8

Víðförli - 15.10.1992, Síða 8
Kirkjan vill gleyma sínu fólki RÆTT VI Ð SlGRÍÐI J Ó H AN N S DÓTTU R, STARFSMANN ALDRAÐRA í LANGHOLTSKIRKJU. eir sem þekkja til kirkjustarfs aldraðra í Reykjavík þekkja Sig- ríði Jóhannsdóttur í Langholts- kirkju. Hún hefur innt af hendi þrot- lausa vinnu í þágu eldri safnaðar- barnanna með húsvitjunum, lnín hefur borið þá veikburða til kirkjunnar í bók- staflegri merkingu. “Ég var svo heþþ- in”, segir Sigríður þegar hún er innt eftir því hvort þetta hafi ekki verið erfitt. “Minn draumur var að hlúa að öldruðum og ég var svo heþþin að kirkj- an vildi nýta starfskrafta mína. ” Hér talar kona sem fyrir tuttugu og fimm árum vildi leggja starfi í Langholtskirkju lið sem sjálf- boðaliði og hefur unnið þar af lífi og sál æ síðan. Sigríður ólst upp á Siglufirði og lærði sem barn að treysta Guði og leita til hans. “Þess vegna hafði ég vanist kirkjusókn á Siglufirði og hafði þörf fyrir þetta athvarf þegar ég flutti í bæinn.” Á þeim tíma var Langholtssókn að byggjast upp og mik- ið um að vera. “Það var ekkert sjálfsagt þá að maður fengi eitthvað að gera. Það var urmull af sjálfboðaliðum.” Þá var starf fyrir aldraða rétt að hefjast hjá Reykjavíkurborg en í kirkjunum höfðu um skeið verið haldnar samverur auk þess sem boðið var upp á fótsnyrtingu og hár- greiðslu. Sigríður var sjálfboðaliði hjá kvenfélag- inu í fótsnyrtingu en henni fannst sig skorta fag- Sigríður í hópi samstarfsfólks í öldrunarþjónustu kirkjunnar. Sign'ður er lengst til vinstri legan grunn til að annast aldraða. Því fór hún í sjúkraliðanám fyrir 14 árum með það að mark- miði að hlúa að öldruðum. Efitir að námi lauk vann Sigríður hjá Landsspítal- anum á öldrunarlækningadeild, Hátúni 10B, í sex ár en vann áfram sem sjálfboðaliði í Langholts- kirkju. Á öldrunarlækningadeildinni kynntist hún Margrét Hróbjartsdóttur, safnaðarsystur í Laugarneskirkju. “Hún var eiginlega mín móðir í þessu starfi - ég sótti styrk til hennar, hún hafði af svo miklu að rniðla,” segir Sigríður urn Margréti. ..fyrir þá sem minnst mega sín... 1983 rættist sá draumur Sigríðar að sinna öldruðum í kirkjunni þegar hún var ráðin í hálft starf í Langholtskirkju. Meðal þess sem hún gerði var að sækja fólk sem ekki gat komið sér milii staða og fara með það í kirkjuna. “Ég var heppin að því leyti að séra Sigurður Haukur Guð- jónsson treysti mér til að móta öldrunarstarfið í Langholtskirkju. Kirkjan á að vera til fyrir þá sem minnst mega sín, að hlúa að þeim sem ekki geta nýtt sér annað - ekki geta komið sér milli staða. Lykillinn að því að þetta starf hefur tekist á þennan veg er að við höfum haft bíl frá upphafi. Oddur Guðmundsson, bílstjóri hjá Bæjarleiðum ók endurgjaldslaust fyrstu árin en er nú launað- ur. Oddur hefur mikla hæfileika til að skynja þarfir aldraðra og það skiptir öllu máli. Ég verð líka að taka það fram að sóknamefndin hefur alltaf verið mjög jákvæð út í þetta starf og skilið þörfina á því. Kirkjan vill gleyma sínu fólki Þeim hefur fækkað mjög, sjálfboðaliðunum í kirkjunni frá þeim tíma er Sigríð- ur flfutti í Langholtið. Margir þeir sem hún kynntist þá em orðnir aldr- aðir og hjálpar þurfi. “Ég tengdist þessu eldra fólki í kirkjunni þá og ég hef fylgt þeim eftir. Kirkjan vill gleyma sínu fólki þegar það er orðið of veikburða til að koma sjálft. Mikið af því fólki sem ég þjóna er þetta fólk sem ég kynntist þegar ég hóf að starfa í Langholtssöfnuði.” Þjónustan felst meðal annars í húsvitjunum. Sig- ríður hefur sex skjólstæðinga núna en hefur reglu- lega samband við fjöfda manns. Þarfimar em núsjafnar en bænin er kjölfesta þessa fólks, það vifl vita af kirkjunni, vita að það er beðið fyrir þeim. Svo þarfnast allir hlýju og þess að einhver haldi í höndina á þeim á erfiðum stundum. Sigríður hefur átt samstarf við heimahjúkmn og heimilis- hjálp á vegurn borgarinnar sem hefur verið mjög gott. “Heimsóknarþjónustan gemr aldrei verið starf sem aðeins er unnið frá níu til fimm", segjr Sigríður. “Það getur verið hringt á kvöldin, á stór- hátíðum, hvenær sem er, vegna skjólstæðings sem þarfnast hjálpar, sem er veikur eða kominn á spít- ala og vill fá andlega aðhlynningu. Auðvitað er þetta stundum erfitt en ég fæ það margfalt til baka. Auðvitað þýðir ekki að ætla að bjarga öllum heiminum - það getur maður aldrei og þá er manni hætt við að brenna út. Það er mín gæfa að fjölskylda mín styður mig og hefur alltaf stutt mig í þessu starfi.” Meðalaldur 85 ár Vikulega er samvera fyrir aldraða í Langholts- kirkju. Sigríður segir meðalaldur gesta á samver- unni vera 85 ár; sá elsti er 97 ára. "Fyrstu árin voru sjálfboðaliðar sem aðstoðuðu við kaffiveiting- ar og föndur en nú er aðeins einn sjáffboðaliði, Anna Guðjónsdóttir. Hún er frábær starfskraftnr og meðvituð um þarfir aldraðra.” Marga þarf að styðja eða bera inn, sumir þurfa aðstoð við að komast á salemið, suma þarf að mata. En þeir hafa líka þörf á tilbreytingu og á að komast í kirkju. Sumir hafa mikið samfélag við annað fólk en aðrir em einmana. Hverjum þjónum við eftir tíu ár? Þetta hefur verið náið samfélag en starfið er að breytast og að mati Sigríðar þýðir ekki að hafa sömu áherslur í starfi næstu árin. Sú kynslóð sem hún annast er fólk sem vann sína vinnu og mætti í kirkjuna. Nú er miklu meira í boði fyrir fólk, menn hafa ekki sömu tengsl við kirkjuna. “Hvernig náum við til þeirra sem ekki hafa sótt kirkjuna? Hverjum þjónum við eftir ú'u ár?” spyr Sigríður. Þó að forsendur breytist er þörfin ennþá jafnbrýn. “Einmana fólk verður alltaf til. Minn draumur er að kirkjan nái til þeirra sem eru mest ein- mana og það verður best gert með heimsóknar- þjónustu. Kirkjan þarf að mennta starfsmenn til þess. Hún á að gera kröfur til sinna starfsmanna og þeir eiga að gera kröfur til hennar.” Sigrún Gísladóttir hjúkrunarfræðingur var ráðin Mér fyndist kirkjan mín bregóast mér ef hún léti mig af- skiptalausa þegar ég get ekki lengur borið mig eftir því samfélagi sem hún býður. 8 Október 1992 VÍÐFÖRL

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.