Víðförli - 15.10.1992, Page 17

Víðförli - 15.10.1992, Page 17
hefða, eða afhelgun samfélagsins, þar sem kristin gildi hætta að skipta máh. Ola Steinholt, biskup frá Noregi, ræddi í sínunt fyrirlestri um samhengi kirkju og þjóðar á Norð- urlöndum og Tord Harhn, biskup frá Svíþjóð gerði grein fyrir samræðum norrænna kirkna við ensku biskupakirkjuna, einnig var lögð fram greinargerð um samræður kaþólskra biskupa á Norðurlöndum við fuhtrúa lúthersku þjóðkirkn- anna. Biskuparnir heimsóttu Skálholt og Þingvelli og þágu boð forseta fslands, kirkjumálaráðherra, biskups og borgarstjórans í Reykjavík. Sérstakur höfuðbiskupafundur var haldinn í tengslum við fundinn undir forsæti biskups fs- lands. Komu biskuparnir fimnt saman á Bisk- upsstofu og ræddu ýmis sameiginleg málefni, þar með tahn samskiptin við rómversk- kaþ- ólsku kirkjuna. Stjórnarfundur N.E.R. (Nordiska Eku- nteniska Rádet) var síðan í Skálholti 6.-9. ágúst. N.E.R. hefur aðsetur í Uppsala í Svíþjóð, en fund- irnir eru haldnir á Norðurlöndunum til skiptis. Auk venjulegra aðalfundrastarfa og nauðsyn- legra formsatriða voru ýrnis mál til umræðu. Mál- efni, sem varða kristnihald á Norðurlöndum á tímum örra breytinga á stjórnarháttum. Segja má að fundurinn hafi þannig endurspeglað um- ræðuefni ráðstefnananna, sem fyrr er getið. Inngangserindi flutti C.C. Jessen frá Danmörku og nefndist það „Kirke mellem magterne”. Kerstin Bergman og Lester Wikström gerðu upp reynsluna af hátíðarhöldum í minningu heilagr- ar Birgittu í Róm á sl. ári. Birgitta er norrænn dýrlingur og ein af höfuðpersónum norrænnar kristni, þó að hún sé ekki mjög þekkt hér á landi. Það eru einkum Svíar, kaþólskir jafnt sem mótmælendur, sem hafa dálæti á Birgittu og láta sér annt um hana á svipaðan hátt og íslendingar halda upp á Jón Arason. Knut Andersen ræddi um stöðu Sama gagnvart samkirkjustarfi á Norðurlöndum, og Risto Cantel talaði um kirkjur og þjóðfélög Eystrasaltsríkj- anna í því samstarfi. Þá ræddi Ane Hjerrild um samstarf Norðurlanda og nokkurra Afríkuríkja, SADCC. (Lítillega var ijahað um það í síðasta tbl. „Víðförla” og þar rang- lega skammstafað SADEC. Er beðist velvirðingar áþeim mistökum.) Samrunaferhn í Evrópu voru að sjálfsögðu til umfjöllunar á þessurn fundi og þá umræðu inn- leiddu þeir Keith Jenkins frá EECCS í Brussel og Einar Karl Haraldsson undir yfirskriftinni „De nordiska kyrkorna - de europeiska institutionerne.” Einar studdist í máli sínu að nokkru leyti við er- indi Jonasar Jonsons á fundi norrænu bisk- upanna í júní. Störfum þessa fundar lauk hinn 10. ágúst með fundi samkirkju-starfsmanna á Biskupsstofu. Fulltrúar íslands í stjón N.E.R. eru Ólafur Skúla- son, biskup íslands, og Dr. Björn Björnsson, fræðslustjóri. Varamenn eru Jónas Gíslason, vígslubiskup og Þorbjörn Hlynur Árnason, biskupsritari. Framkvæmdastjóri N.E.R. er Gunnel Borgegárd. Norrænir höfuðbiskupar í Neskirkju. f.v: Erik Norman Svendsen, Danmörku, Bertil Werkström, Svíþjóð, Ólafur Skúlason,íslandi, John Wikström, Finnlandi, Andreas Aarflot, Noregi. VÍÐFÖRLI Október 1 992 17

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.