Víðförli - 15.10.1992, Qupperneq 19

Víðförli - 15.10.1992, Qupperneq 19
Forystufólk og starfslið safnað- anna þarf að eflast í meðvitund- inni um og verða ábyrgara fyr- ir framkvæmd þessara þátta á- samt með prestunum. Heimilisguðsrækni og bænalíf einstaklinga og fjölskyldna er óaðskiljanlegur þáttur í guðs- þjónustu og trúarlífi. Því ber söfnuðinum að lilúa að því eftir megni. Vinna ber að því að jafnan séu tiltæk vönduð og góð hjálpar- gögn í þeim efnum. Megináhersla verði á endur- nvjun hins andlega lífs. Greiða þarf veg andlegri endurnýjun í kirkjunni með því að auka möguleika á virkri trúartján- ingu, kyrrð og sálgæslu. 2. Kærleiksþjónusta: sér- hver söfnuður verði samfé- lag umhyggju og kærleika Gengið sé út frá því að söfnuðurinn láti sér um- hugað um fólk og þarfir þess, láti sér annt um að vernda mannsk'fið á óhkum skeiðum þess, og hfi þannig hina kristnu von og kærleika. í ljósi lútherskrar köllunarguðfræði verði aukin áhersla lögð á guðsþjónustu hins daglega hfs og viðfangsefna, þar sem leitast er við að hamla gegn ásókn þeirra tilhneiginga samtímans sem ein- angra fólk og hver og einn vísar frá sér til opin- berra stofnana eða annarra þjónustuaðila. Guðsþjónusta hins daglega lífs helst í hendur við reglubundna iðkun trúar á heimilum og í kirkju. Boðið um að trúa á Guð og elska náungann er rit- að í hjörtum allra manna. Siðaboð kirkjunnar og líknarþjónusta á hljóm- grunn með fólki. Kirkjan styður alla góða viðleitni til hjálpar náunganum og að bæta þjóðfélagið og gera það betra og mannúðlegra. Hún vill efla á- byrgðartilfinningu gagnvart náunganum, um- hverfi og h'fríki jarðar. Jahiframt ber kirkjunni að setja fram á áþreifanlegan hátt livað náunga- kærleikur rnerkir í daglegu lífi og breytni, svo og réttlæti, fyrirgefning, miskunnsemi, og trú á Guð sem skapar og endurleysir. Samfélagsleg boðun kirkjunnar miðar annars vegar að því að afhjúpa rætur syndarinnar og hins vegar að halda á lofti sýninni um guðsríki, frið Guðs meðal manna, frið og sátt, réttlæti, heil- indi, - heilan heim og helgað líf: Nýjan himin og nýja jörð, þar sem réttlætið býr. þjónustu og því að virkja fólk til að gefa af tíma sínum og kröftum í þágu annarra. Unnið sé að því að allir prestar og starfshð kirkj- unnar njóti umhyggju og reglubundinnar handleiðslu, svo og símenntunar. Leggja ber áherslu á að sérþjónusta kirkjunnar sé virkur hluti hinnar kirkjulegu þjónustu og safnaðaruppbyggingar. Vinna ber að því að sérstakar stofnanir og starfstæki kirkjunnar tengist betur söfnuðunum um landið. Hjálparstofnun kirkjunnar, Hið ís- lenska biblíufélag, kristniboðið, Fjölskylduþjón- usta kirkjunnar og aðrir shkir aðilar virki safnað- arfólk til samstarfs um ákveðin verkefni, útbúi fræðsluefni og glæði vitund safnaðarins um á- byrgð og þátttöku í lífi og kjörum hinnar al- mennu kirkju um víða veröld. 3. Fræðslan: söfnuðurinn veiti markvissa fræðslu til þroska og eflingar í trú, von og kærleika. Það er frumskylda þjóðkirkjusahiaðarins að sjá til þess að þeim sem skírð eru sé veitt kristið uppeldi og fræðsla, þau læri að biðja og verða handgengin heilagri ritningu, og hljóti leiðsögn, uppörvun og stuðning til að hfa trú sína í daglegu lífi og starfi. Jafnframt því sem hlúð sé að barna- og æsku- lýðsstarfi safnaðanna, komi til virk og markviss handleiðsla og fræðsla fullorðinna. Stuðla ber að því að leshópar og námskeið verði fastur liður á dagskrá safnaðanna, svo og stuðningur og leið- sögn við heimili og einstaklinga. og kristniboðs, heimsóknaþjónustu og aðstoðar. Útvegað sé fræðsluefni fyrir shka hópa, og gengist fyrir reglubundinni þjálfun hópleiðtoga. Þjóðkirkjunni ber að vera opin, en jafnframt föst og ákveðin hvað varðar grundvöll sinn. Hún verður að leyfa gagnrýna skoðun og urnræðu um kenningu sína og boðun, en henni ber jafn- framt að treysta rætur sínar og halda fast við játn- inguna, og leitast við með lífi sínu og tilbeiðslu, auðmýkt og þjónustu að „vaxa upp til hans, sem er höfuðið, Kristur." Safnaðaruppbygging byggir á vitnisburði heilagr- ar ritningar um söfnuðinn sem líkama Krists og á kenningu evangelísk lútherskrar kirkju um hinn almenna prestsdóm. Það merkir að: Ilver sá, sem skírður er, er prestur, sem biður fyr- ir öðrum og ber Kristi vitni í lífi sínu, orðum og verkum. tilheyrir söfnuði, samfélagi um orð Guðs og borð. á sinn prest að leita til um leiðsögn, sálgæslu og þjónustu í trú. ber ábyrgð og hlutverk í húshaldi Guðs í heiminum. „En honum sem í oss verkar með krafti sínum og megnar að gjöra langt fram yfir allt það sem vér biðjum eða skynjum, honum sé dýrð í kirkj- unni og í Kristi Jesú um öll æviskeið, öld eftir öld. Amen.“ (Ef.3-20-21) Líknarþjónusta safnaðanna sé stórefld. Þar sé at- hygli ekki síst beint að þeim sem þjóðfélagið van- rækir og gleymir. Athygli sé beint að sjálfboða- Unnið verði að uppbyggingu leshópa, sjálfshjálp- arhópa og bænahringja í söfnuðunum, svo og hópa til sérstakra verkefna, svo sem hjálparstarfs VÍÐFÖRLI Október 1 992 19

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.