Víðförli - 15.10.1992, Síða 23

Víðförli - 15.10.1992, Síða 23
MOLAR "Af öllu hjarta" Landsmót æskulýðsfélaga Vatnaskógi 25.-27. sept. Landsmót æskulýðsfélaga er haldið árlega að hausti. Að þessu sinni er santfélag og kærleikur aðalefni mótsins. “Af öllu hjarta” fjallar um samfélag okk- ar við Guð og hvert við annað. Dagskráin er fjölbreytt, auk Bibhufræðslu og verkefnavinnu er boðið upp á íþróttir, báta, tón- leika og töskugerð svo fátt eitt sé nefnt. Um rneg- instef mótsins segir í kynningarefni: „í sannri mennsku felst einlæg vinátta. Án henn- ar tapar mannh'fið áttum og yfirborðsmennska kemur í stað hjartagæsku. Vinátta, af öllu hjarta, bendir á dýpstu tengsl okkar við aðrar mann- eskjur, en öll erum við sköpun Guðs fyrir hvert annað og til samfélags við Guð. Guð hefur birt innsta eðli kærleika í Iffi og starfi, dauða og upp- risu Jesú Krists. Guð gaf mönnunum sjálfan sig, af öllu hjarta.” Þátttakendum ber að skrá sig í sínu æskulýðsfélagi og ætlast er til að leiðtogi fylgi hverju æskulýðsfé- lagi. Leiðtoganámskeið sem var að hluta til undir- búningur fyrir Landsmótið var haldið 5. sept. á Akureyri og verður 17. sept. í Reykjavík. Það verður í Neskirkju og hefst kl. 18.00. Skráning á Reykjavíkurnámskeiðið er á skrifstofu ÆSKR. Landsmótsnefnd skipa: Sr. Bjarni Þór Bjarna- son, Guðmundur Hafsteinsson, Ingibjörg Krist- insdóttir. Framkvæmdastjóri mótsins er Vigfús Hallgrímsson. Nánari upplýsingar um Landsmótið fást á Bisk- upsstofu. Nómskeiö fyrir kristin fræði kennara Námskeið fyrir kristinfræðikennara verður haldið í samstarfi við Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur dag- ana 21., 22., 29. sept., 6. og 13. okt. í kennslu- miðstöð Námsgagnastofnunar. Nánari upplýs- ingar fást á Biskupsstofu. Nómskeió fyrir starfsfólk í öldrunarþjónustu Námskeið fyrir starfsfólk í öldrunarþjónustu verður haldið hinnlá. nóvember í Áskirkju. Námskeiðið er í samvinnu við Reykjavíkurpró- fastsdæmin. Námskeiðið er fyrir fólk, sem vill taka þátt í heimsóknarþjónustu í söfnuðum. Dagskrá verður send út í október. Ellimálanefnd þjóðkirkjunnar vill minna á bréf, sem sent var út í apríl sl. þess efnis að hver sókn- arnefnd tilnefni tengihði við kirkjustarf aldraðra. Ellimálanefnd þakkar þeim sem þegar hafa svarað og biður hina að svara við fýrsta tækifæri. Leikmannaskóli kirkjunnar. Leikmannaskóli kirkjunnar tekur til starfa 23. september kl.20:00 í kennslustofu nr. 5 (V) í aðalbyggingu Hásksóla íslands. Kennslugreinar verða þær sörnu og sl. vetur (sjá Víðförla, júní 1922, bls. 6). Nánari upplýsingar um námsskrá og innritun rná fá á Biskupsstofu. Kirkjueignir seldar Landbúnaðarráðherra gekk á fund biskups 10. ágúst sl. og afhenti honum frágenginn samning mili ráðuneytisins og bæjarstjóra Garðabæjar, sem var undirritaður með fyrir- vara af hinum síðarnefnda u samþykki bæjarstjórnar. Höfðu fregnir borist af þessu og biskup beðið um að máhð fengist rætt á fundi kirkjuráðs. Það tókst ekki. Á fundi sínum 4. september s.l. mótmælti kirkjuráð þesum samningi og taldi með öllu óviðunandi, að kirkjan hefði ekki komið þar neitt nærri málum, og ekki síst með tihti til þess að öll eignamál kirkjunnar eru í skoðun um þessar mundir. Reifaði biskup þetta mál á fundi kirkjueignanefndar 26. ágúst s.l. og ræddi þau sérstaklega við ráðuneytisstjóran í land- búnaðarráðuneytinu. Frá námskeiði í Skálholti. MYLSNA Hér koma fleiri spaugilegar auglýsingar úr kirkjum: I kvöld verða athafnir bæði í norður- og suður- enda kirkjunnar. Börn verða skírð í bóða enda. Rjómaísveisla verður á þriðjudaginn kl. 4. síðd. Konur, sem vilja gefa mjólk, eru beðnar að koma i fyrra lagi. Fimmtudagur kl. 10:30 mömmumorgunn. Allar, sem langar í mæðrahópinn, hitti prestinn á skrifstofu hans.. „Ég er í mikilli ábyrgðarstöðu. Ég ber ábyrgð- ina þegar eitthvað fer úrskeiðis." VIÐFORLI Október 1 992 23

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.