Víðförli - 15.10.1992, Blaðsíða 24

Víðförli - 15.10.1992, Blaðsíða 24
Hjálparstarf í fyrrum Júgóslavíu FJÁRVANA KAPPHLAUP VIÐ TÍMANN John Wood, starfsmaður Lúterska heimssambandsins í Króatíu John Wood er vanur því að semja við vopnaða skœruliða, sneiða hjá jarð- sprengjusvœðum og halda höfðinu niðri þegar skothríðin er sem mest. En stiersti vandi hans núna er að 15■ sept- ember verður hann uppiskropa með fé. "Hreinsanir" Wood er fulltrúi Lútherska heimssambandsins í Zagreb og starf hans er að koma hjálpargögnum til flóttamanna, sem hafa annað hvort orðið að flýja stríð eða verið rekinir að heiman í hinum al- ræmdu “þjóðernishreinsunum” í Bosníu Her- segóvínu. Hann Ktur út fyrir að vera um sjötugt en lætur sig samt ekki muna um að ferðast upp og niður Balkanskaga í gegnum margar víghnur á fimmtán ára gömlum BMW, sem hann segir að hafi aldrei bilað - enda eins gott. Hann talar ensku, norsku, frönsku, þýsku, spænsku, ví- etnömsku, rússnesku og hrafl í nokkrum öðr- um málum. Síðan hann kom til Króatíu er hann búinn að læra ágæta króatísku. Bardagarnir í Bosníu og í Króatíu hafa yfirbragð trúarstríðs. Serbar, sem tilheyra serbnesku rétt- trúnaðarkirkjunni, berjast gegn hinum kaþ- ólsku Króötum og múslimum. Skiljanlega hafa því kirkjusamtök áhuga á að lina þjáningar þeirra sem átökin bitna á. Talið er að bardag- arnir hafi neytt eina og hálfa milljón manna til að flýja heimili sín. í sumum tilvikum hefur fólk verið rekið að heiman á skipulegan hátt. Serbar hafa hreinsað stór héruð Bosníu af múshmum, sem hafa getað valið milli þess að vera og deyja eða fara og lifa. Á hverjum degi koma tíu þús- und manns yfir landamærin frá Bosníu til Króa- tíu, aðallega múslmiar. Stjórnvöld í Króatíu, sem hafa nóg á sinni könnu eftir stríðið við serba síð- asta vetur, neyddust nýlega til að loka landa- mærunum til að koma í veg fyrir að múslimar leituðu hælis í Króatíu. En þeir koma samt, þótt þeir þurfi að synda yfir fljót og laumast yfir akra. Heima fyrir bíður þeirra ekkert nerna dauðinn. Svo eru það þeir sem enn hafa getað varist árás- um serba eða sem hafa ekki komist yfir til Króa- tíu. Serbneskir hermenn eða skæruliðar sitja um margar borgir og bæi. Víða er rafmagnslaust og ekkert rennandi vatn. Matur er alls staðar af mjög skornum skammti. Hundruö þúsunda í neyð Ómögulegt er að kasta tölu á fjölda þeirra sem reiða sig algjörlega á neyðarhjálp, eins og þá sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, Lút- verska heimssambandið og aðrar stofnanir veita. John Wood telur að í Króatíu einni sé um hálfa milljón manna að ræða, og þá á eftir að telja þá sem búa í Bosníu. í Sarajevo eru 450.000 rnanns á framfæri hjálparstofnana. Þessar stofnanir starfa á mismunandi hátt. Sam- einuðu þjóðirnar halda uppi afar öflugu hjálpar- starfi með því að senda um 26 flugvélar á dag með hjálpargögn til Sarajevo. Þær senda hka stóra flutningabíla í bílalestum til bæja eins og Bihac, þar sem umsátur serba hefur einangrað tugþúsundir manna. En hklega er það starfsemi eins og sú sem John Wood rekur sem skilar hvað mestum árangri fyrir hverja krónu sem í hana fer. „Það þýðir htið að spyrja fólk í Bosníu hverjar þarfirnar séu,” segir Wood. „Það segir bara að það vanti allt. Þess vegna fer ég á staðinn að kanna aðstæður. Á einum stað vantaði aðahega skólabækur fyrir yngstu börnin. Þá útvegaði ég þær. Sameinuðu þjóðirnar halda uppi rándýr- um flutningum á matvælum til Sarajevo. En hvað verður um matinn? Það veit enginn al- mennilega. Við hins vegar fylgjum flutningabíl- unum okkar eftir og sjáum tif þess að aðstoðin komist til þeirra sem þurfa hana.” Aðstoð um Ungverjaland Þegar ég talaði við Wood var hann nýkominn frá Zadar á Adríahafsströnd Króatíu. Þar eru rúmlega 20.000 flóttamenn frá Bosníu. Wood var þar til að taka á móti flutningabflum með mat. Hann hefur líka farið með bflum inn í Bosníu. “Maður þarf að spyrja fólk á staðnum hvaða vegi sé óhætt að aka og hvar sé verið að berjast. Það segir manni kanski að passa sig á hinum eða þessum skógarjaðrinum því þar sé serbneskur herflokkur á ferð. Þannig gengur þetta fyrir sig. Ef maður er var um sig þá er þetta ekki hættu- legt,” segir hann. Wood hefur náið samband við ungversku kirkj- umar, sem hafa verið mjög virkar í hjálparstarfi. Það kemur sér vel því margt er miklu ódýrara í Ungverjalandi en í ríkari löndum Evrópu. Þannig fæst talsvert meira hveiti fyrir peningana í Ungverjalandi en þvottaefni kaupir Wood í Þýskalandi þar sem það er langódýrast. Hann og samstarfsmenn hans spá í hverja krónu til að hún nýtist sem best. Vetur í nónd Hjálparstofnanir í fyrrum Júgóslavíu keppast nú við að búa sig undir veturinn. Hann gengur í garð í október. Þá má búast við frosti og snjó. Wood og starfsbræðmm hans hrís hugur við til- hugsunina um hundruð þúsunda manna í Bosníu sem hvorki hafa mat né eldsneyti tif upphitunar. Þótt flutningabflar fari daglega inn á átakasvæði til að færa fólki mat þá dugar það hvergi til. Ef ekki verður hægt að auka matar- flutninga mikið á næstunni þá má gera ráð fyrir að margir íbúar Bosníu verði famir að þjást af næringarskorti síðar í haust. í shku ástandi geta vetrarhörkur gert út af við þúsundir manna. Þörfin er því mikil, en Wood hefur þegar þetta er skrifað, einungis fé til 15- september. Hann þarf því að berjast á tveimur vígstöðum í einu; safna peningum til hjálparstarfsins og koma matvælunum í réttar hendur. Þórir Guðmundsson fréttamaður fór til KróaU'u í ágúst. Hann skrifaði þessa grein fyrir Víðförla. 24 Október 1 992 VÍÐFÖRL

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.