Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 2
Útgefandi: Ábyrgðarmenn: H-prent ehf. Sigurjón J. Sigurðsson Sólgötu 9, 400 ísafjörður Halldór Sveinhjörnsson ■s 456 4560 Ritstjóri: 0456 4564 Sigurjón J. Sigurðsson Netfang prentsmiðju: Blaðamaður: hprentObb.is Hlynur Þór Magnússon Stafræn útgáfa: Netfang ritstjórnar: http://www.hh.is/ bb@bb.is Bæjarins testa er í samtökumbæjar- og héraðs- fréttablaða. Eftlrprentun, hljóðrltun, notkun Ijósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. Hið góða sem ég vil - Það voru samskot, sögð til að bjarga saklausum börnum úr gini varga. Menn gáfu seðla - og sumir marga. Jólin eru við bæjardyrnar. Hátíðin með mörgu nafngift- irnanjólin barnanna, ljóssins og friðarins, fjölskyldunnar. Núna atvinnurekendajól. Engir aukafrídagar, engin litlu eða stóru brandajól. Nei, nú eru jólin bara venjuleg helgi, eða svo fínnst mörgum. Og er þá dapurlega fyrir okkur komið ef gildi hátíðarinnar byggist á fjölda frídaga. Hvað sem öllu þessu líður eru dagarnir fyrir jólin sennilega með annasömustu dögum ársins. Vaknar þá margt af værum blundi. Fjölmiðlar taka fjörkipp, blöðin bólgna út af litskrýddum auglýsingum um jólagjafir og ómissandi tilboð, sem enginn getur hafnað. Meira að segja gömlu lúnu flokksblöðin rumska til að fara ekki í jólaköttinn. Inn um bréfalúgurstreymahappdrættismiðar fjölda félagasamtaka, sem hafa það að markmiði að rétta náunganum hjálparhönd með einum eða öðrum hætti. Hjá líknarfélögum sjá menn ekki fram úr verkefnunum. A hinu háa alþingi eru vökulögin þverbrotin. Landsfeðurn- ir ljúka ekki ætlunarverki sínu, að skipta þjóðarköku næsta árs með öðrum hætti. Um þeirra hendur fara margir seðlar. En svo að menn betur sannleikann þekki, og svo að ég engan tœli né blekki, þá vildi ég gefa - en gerði það ekki. A hátíð ljóssins fmnum við betur en ella fyrir þeim bitra sannleika hversu rnargir meðbræðra okkar um heim allan sitja enn álengdar og í sama fari og þeir sátu, er Hann gekk hjá sem okkur er ætlað að taka á móti á jólun- um, og fá þegar best lætur aðeins notið ilmsins af nægta- borðinu. Og þá rennur líka upp fyrir okkur sú blákalda staðreynd, að þrátt fyrir alþjóðasamþykktir um mannrétt- indi; þrátt fyrir alla dómstóla heimsins; þrátt fyrir allar auðlindir jarðar, þá miðar okkur sorglega hægt með sumt af því, sem við viljum gera, en gerum ekki. Bæjarins besta sendir lesendum sínum og velunnurum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári og þakkar samfylgd á árinu, sem senn rennur í aldanna skaut. s.h. [Hið góða sem ég vil, ljóð: Davíð Stefánsson] ORÐ VIKUNNAÐ Júl Þótt jólin séu nú krístin hátíð Ijóss og friðar til minningar um fæðingu frelsarans, þá á sjálft orðið jól ekkert skylt við kristindóm. Menn „drukku jól" á Norðurlöndum löngu áður en þeir höfðu heyrt minnst á Jesúm Krist. Talið er að hið forna mánaðarheiti ýlir sé skylt orðinu jól. Upphaflega eru jólin heiðin hátíð um vetrarsólstöður til þess að fagna því að daginn fer að lengja á ný. Þá voru guðir og gyðjur frjóseminnar í hávegum og e.t.v. ekki allt mjög siðsamlegt eða kristilegt sem fram fór í jólafagnaði heiðinna manna. Fræðslumiðstöð Vestfjarða Starfsemin að heQast - námskeið, Markmið með stofnun Fræðslumiðstöðvar Vest- fjarða sl. haust er að auð- velda Vestfírðingum sí- menntun og þátttöku í námi af ýmsu tagi. Ekki síst er til- gangurinn að auka mögu- leika á námi á háskólastigi, m.a. með því að nýta þá tækni sem nú stendur til boða, svo sem tölvusam- skipti, Netið, fjarfundabún- að o.IJ. Nú um áramótin hættir Farskóli Vestfjarða sem sérstök stofnun eftir tíu ára starf og tekur Fræðslu- símenntun og fjarnám miðstöðin við þeim verkefn- um sem hann hefur annast. Aðsetur Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða verður í Fram- haldsskóla Vest-fjarða á Torfnesi og í Þróunarsetri Vestfjarða við Arnagötu á Isafirði. Starfsmenn verða þær Jóhanna Kristjánsdóttir og Inga Bára Þórðardóttir. Nú er í undirbúningi útgáfa kynningarrits þar sem nám- skeið á vorönn verða kynnl. Einnig verður þar kynnt fjar- nám og annað nám sem ís- lenskar háskóla- og sí- af ýmsu tagi menntunarstofnanir bjóða, einkum ef þar er um að ræða möguleika á þátttöku fyrir fólk búsett á Vestfjörðum. Upplýsingar um námskeið má fá á heimasíðu Fræðslu- miðstöðvarinnar. Hugmynd- ir að lengri eða styttri nám- skeiðum og fjarnámi eru vel þegnar, segir í tilkynningu frá Fræðslumiðstöðinni. Enn fremur er þess vænst, að all- ir sem áhuga hafa á því að efla símenntun komi hug- myndum sínum á framfæri við starfsmennina. Gleðilega hátíð! Enda þótt nú sé spáð slagveðursrigningu eða slyddu á jólum má alltaf halda í vonina um gott jólaveður, líkt og var þegar myndin að ofan var tekin á Silfurtorgi á Isafirði. Hitt er svo ann- að mál, að það sem innra fyrir býr, á jólum sem endranær, er mikilvæg- ara en ytri aðstæður eins og veður. Bæjarins besta óskar Iesendum sínum gleðil- egra jóla, árs og friðar, og þakkar fyrir sam- starfið á árinu sem er að kveðja. Nýkjörinn kanslari Sviss í tengdum við Vestfirðinga Annemarie Huber- Hotz lagði Casanova í fyrsta sinn í sögu Sam- bandslýðveldisins Sviss hefur kona verið kjörin kanslari. Þetta væri naumast í frásögur færandi hér nema vegna þess, að umrædd kona, Annemarie Huber-Hotz, er í nánum mægðum við Vestfirðinga. Mágkona Annemarie er Salbjörg Sveinsdóttir úr Hnífsdal, en hún gift bróður hennar, Peter Hotz. Þau eru búsett í Sviss. Salbjörg er dóttir hjónanna Jóhönnu Ing- varsdóttur og Sveins Frið- björnssonar í Hnífsdal og hef- ur lengi verið búsett erlendis ásamt fjölskyldu sinni, lengst af í Sviss en um fjögurra ára skeið áttu þau heima í Israel. Stjórnkerfi Sviss er afar sér- stætt og jafnvel torskilið og hefur löngum verið. Þess má geta, að ekki eru liðnir þrír áratugir frá því að konur fengu þar fyrst kosningarétt. Sam- einað þing Sviss kýs kanslar- ann til fjögurra ára úr sínum hópi. Staða hans er önnur og valdaminni en t.d. hjá kanslara Þýskalands. Forseti Sviss einnig kjörinn af sameinuðu þingi en til eins árs í senn og má geta þess, að á þessu ári gegnir kona einnig því em- bætti, Ruth Dreifuss. Kanslarakjöriðfórfram 15. desember. Krafist er hreins meirihluta atkvæða í þinginu og þurfti fjórar atkvæða- greiðslur áður en yfir lauk. I fyrstu umferð fékkAnnemarie Huber-Hotz 104 atkvæði, Achille Casanova, fráfarandi varakanslari 68, Hanna Mur- alt Muller 65 og aðrir 2. í síð- ustu umferð var kosið á milli tveggja og fékk þáAnnemarie Huber-Hotz 152 atkvæði en Achille Casanova 86 atkvæði. Annemarie Huber-Hotz er fimmtíu og eins árs að aldri, þriggja barna móðir og fædd í borginni Zug. Hún hefurgegnt mörgum trúnaðarstörfum í æðstu stjórn Sviss. I frétta- skýringu í hinu svissneska Tagblatt segir, að vegna stað- festu sinnar og hneigðar til fullkomnunar hafi hún á sér það orð að vera fremur stíf og formleg og lítið gefin fyrir samskipti við aðra. Sjálf neitar hún því og formaður flokks hennar, Frjálsra demókrata, segir að þó að hún sé lítið fyrir að láta á sér bera í fjöl- miðlum sé hún lipur í sam- skiptum. „Hún er einfaldlega manneskja sem veit hvaða verk henni ber að vinna og gerir það hávaðalaust." Annemarie Huber-Hotz er sögð metnaðargjörn. Hún seg- ir sjálf að hún muni ekki að- eins láta til sín taka sem kansl- ari, heldur einnig sem kona. Vestfirðir Slydda eða rigning yfir hátíðarnar Landsmenn mega búast við fremur vætusömu veð- ri yfir hátíðarnar ef marka má spáVeðurstofunnar frá því á þriðjudagsmorgun. Samkvæmt spánni verður norðlæg átt, 8-13 m/s með snjókomu eða éljum norðanlands á morgun, Þorláksmessu, með vægu frosti. A aðfangadag jóla og jóladag er gert ráð fyrir norðaustanátt, víða 10-15 m/s, og rigningu eða slyddu víða um land. Hiti verður rétt yfir frostmarki. A 2. í jólum lítur út fyrir norðanátt með éljum og heldur kólnandi veðri. r r Iþróttamaður Isaíjarðarbæjar r Utnefning í næstu viku íþróttamaður ísafjarðar- bæjar árið 1999 verður út- nefndur miðvikudagskvöld- ið 29. desember. Margt ágætt íþróttafólk úr ýmsum greinum er tilnefnt til þessa heiðurstitils. Út- nefningin fer fram á sam- komu sem hefst kl. 20.30 í Félagsheimilinu í Hnífsdal. 2 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.