Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.1999, Side 22

Bæjarins besta - 22.12.1999, Side 22
Bæjarstjórn ísaQarðarbæjar Síðasti fundur ársins Síðasti fundur bæjar- stjórnar Isafjarðarbæjar á árinu 1999 var haldinn sl. fímmtudag og sá næsti verður því ekki fyrr en hið merka ártal 2000 hefur litið dagsins ljós. Fundur- inn stóð í rúma fjóra tíma eða frá kl. 17.00 til kl. 21.10 enda var m.a. verið að ganga frá fjárhagsáætlun fyrir aldamótaárið sem senn gengur í garð. Bæjarstjórnin gerði stutt hlé á fundarstörfum til þess að stilla sér upp fyrir mynd í Bæjarins besta en að fundi loknum snæddu bæjarfull- trúar og makar þeirra kvöld- verð heima hjá Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra og eiginkonu hans, Guðfinnu Hreiðarsdóttur, í boði þeirra hjóna. Bæjarins besta óskar bæjarstjórn og bæjarstjóra gleðilegra jóla og farsældar í ábyrgðarstörfum sínum fyrir samfélagið á komandi ári. Stund milli stríða á síðasta bœjarstjórnarfundi ársins 1999. A myndinni eru, taliðfrá vin- stri: Guðni Geir Jóliannesson, forseti bœjarstjórnar, Þorsteinn Jóhannesson, Hildur Halldórsdóttir, Birna Lárusdóttir, Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bœjarráðs, Lár- us G. Valdimarsson, Sigurður R. Ólafsson, Sœmundur Kr. Þorvaldsson, Bryndís G. Frið- geirsdóttir og Halldór Halldórsson, bœjarstjóri. Áskriftarsíminn er 4564560 Endurskinsborðar frá slysavarnakonum Það er árviss viðburður að slysavarnakonur á Isafírði færi börnum á fyrsta ári í Grunnskólanum á ísafirði endurskinsborða að gjöf þegar skammdegið tekur að grúfast yfir bæinn. Hér eru myndir af hinum þremur bekkjardeildum sex ára barna í GI með borðana sína. Börnin vita að það er alveg nauðsynlegt að hafa borðana þegar þau eru úti enda koma Lúlli löggubangsi og fleiri ágætir lögregluþjónar á Isafirði einnig í heimsókn. Þeir spjalla um það hvernig á að varast hætturnar í umferðinni og minna líka á hjálmana þegar verið er að hjóla. Breyttir opnunartímar yíir hátíðirnar: 23. desKI. 8:00-23:00 24. des.kl. 10:00-12:00 Lokaðgamlársdag. E H F ÍSAFIRÐI - WWW.SNERPA.IS Tölvuleikirnir fást hiá okkurl r Bæjarstjórn Isaflarðar Mlðstöð snjóflóða- rannsókna vcrði í ísaflarðarbæ Bæjarstjórn ísaljarðar- bæjar ítrekaði á fundi sín- um sl. fimmtudag „fyrri samþykktir allt frá árinu 1995 um starfrækslu rann- sóknardeildar Veðurstofu Islands í snjóflóðamálum á Isafirði“. Tillaga Þor- steins Jóhannessonar þessa efnis var samþykkt með níu samhljóða at- kvæðum. „Minnt er á nýsam- þykkta stefnumótun Isafjarðarbæjar í atvinnu- málum þar sem fram kemur, að miðstöð snjó- flóðarannsókna skal vera í Isafjarðarbæ“, segir einnig í bókuninni. 22 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.