Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 17

Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 17
ar að vera. Hún er alltaf á fullu enda augljóst hvað hún heldursérvel! Það gefurlífinu mikið gildi að taka þátl í fé- lagslífi. Við erum að sumu leyti ólík að upplagi en áhuga- málin eigum við mörg og flest þeirra sameiginleg. Egeraftur á móti íhaldssamari að eðlis- fari en hún og fastheldnari að sumu leyti, þó að hún hafí vissulega líka ákveðnar skoð- anir.“ Eiginkonan á frumkvæðið „Segja má að oft hafí hún ýtt mér áfram. Ég hefði senni- lega ekki tekið eins mikinn þátt í félagslífí ef ég hefði ekki kynnst henni. Ætli ég hefði ekki bara setið út af fyrir mig með mína bók.“ Hildur: „Hannerósköpfeg- inn þegar ég dríf hann af staðf' Benedikt: „Já, ég er það. Málið er það, að hún á alltaf frumkvæðið. Jafnvel þó að hún segi að ég vilji ráða! Og ég held að það vitlausasta sem nokkur maður getur gert sé að hafa konuna upp á móti sér!" Hildur: „A smærri stöðum eins og hér er gjarnan leitað til fólks sem vitað er að hefur áhuga á félagsmálum og stundum vill það verða meira en maður ætlar sér sjálf’ur. En þegar manni fmnst það gam- an, þá gerir maður það. Og það er ekki bara gaman að vera í félagsstarfi, heldur er það líka þroskandi. Þegar börnin voru lítil var ég svo heppin, að Benedikt naut þess að vera heima og passa börnin en ég fékk að fara út á kvöldin til að taka þátt í félagsstörfum eftir að hafa verið heima allan daginn! Reyndar kom það fram hjá börnunum okkar í sjötugsafmælinu mínu, að þeim fannst eins og mamma þeirra hefði alltaf verið úti á kvöldin en pabbi þeirra hefði alltaf verið að passa þau!“ Benedikt: „Það var nú auð- velt því að þau sofnuðu svo snemma. Nema helst Ornar." Börnin of sjálfstæð? Bjarni sonur þeirra hjóna hefur látið svo ummælt um uppeldi þeirra systkinanna, að foreldrarnir hafi báðir sett reglurnar en móðirin verið framkvæmdastjórinn. Og Omar sonur þeirra hefur sagt íviðtali: „Pabbi var náttúrlega alltaf að vinna og þó að hann hafi boðað ýmsar reglur, þá kom það í hlut mömmu sem var heimavinnandi að sjá til þess að við framfylgdum þeim. Það hefur nú stundum verið sagt að hún hafi gert okkur of sjálfstæð því við fluttum öll úr bænum!" Benedikt segir að Hildur sé mjög jákvæð að eðlisfari og loki helst eyrunum fyrir nei- kvæðu umtali. Hildur: „Mér frnnst það þeim mun mikil- vægara sem lengra líður á ævina, að minnast þess sem maður hefur notið í lífinu og gleðjast yfir því, að minnast hins góða en gleyma hinu. Auðvitað er mannsævin aldrei laus við einhver áföll eða árek- stra." Benedikt og Hildur ásamt börnum sínum á sjötugsafmœli Benedikts 9. maí 1995. Frá vinstri: Halldóra, Bjarni, Hildur, Einar, Benedikt og Omar. Að flytja suður? Þó að hjónin Hildur og Benedikt ættu samkvæmt al- manakinu að vera sest íhelgan stein, þáhafaþau miklu meira en nóg að gera, eins og fram hefur komið. Benedikt: „Já, það er vissulega nóg að gera. Svo eru allir að spyrja hvort við séum ekki að flytja suður, allir krakkarnir farnir suður o.s.frv. En ég svara því bara eins og satt er: Það hefur aldrei hvarflað að mér.“ Hildur: „Við getum ekki hugsað okkur að fara héðan." Föðurtúnin seiða ekki að- eins til sín þá sem hleypt hafa heimdraganum. Oft eru þau einnig fastheldin á þá sem hvergi hafa farið. Bjarni Eiríksson Meira hefur verið rilað um Einar Guðfinnsson en Bjarna Eiríksson. Þar má einkum nefna ævisögu hans sem As- geir heitinn Jakobsson rithöf- undur úr Bolungarvík færði í letur. Saga Einars og konu hans, Elísabetar Hjaltadóttur, er því mjög vel þekkt. Hér verður hins vegar drepið á nokkur atriði frá æviferli og athafnasögu Bjarna Eiríks- sonar. Bjarni Eiríksson fæddist ár- ið 1888 í Hlíð í Lóni í Auslur- Skaftafellssýslu, þar sem for- eldrar hans bjuggu góðu búi. Hann stundaði nám í Flens- borgarskóla í Hafnarfírði og síðan Menntaskólanum í Reykjavík, en þaðan varð hann að hverfa frá námi. Hann var um skeið heimiliskennari og verslunarmaður hjá Þór- halli Daníelssyni athafna- manni á Höfn í Hornafirði og vann við verslunarstörf í Norðfírði og kennslu í Barna- skólanum á Djúpavogi. Til Isafjarðar fluttist Bjarni árið 1917 á vegum Halldórs Bjarnasonar móðurbróður síns og vann þar við verslunar- og viðskiptastörf. Þar kvænt- ist hann 9. maí 1918 Halldóru Benediktsdóttur frá Brekku í Nesjum í Hornafirði. Þau bjuggu í farsælu hjónabandi í fjóra áratugi eða þangað til Bjarni lést 2. september 1958. Halldóra lifði mann sinn í átta ár svo ekki skakkaði degi, en hún andaðist 2. september 1966. Til Bolungarvíkur árið 1919 Þau hjónin Halldóra og Bjarni fluttust til Bolungar- víkur árið 1919 og segja má að þar hafi ævistarfið byrjað, en það reyndist bæði mikið og farsælt. Fyrstu árin var Bjarni verkstjóri og síðan framkvæmdastjóri hjá Hinum sameinuðu íslensku verzlun- um, þangaðtil þærhættu starf- semi árið 1926. Sína eigin verslun stofnaði hann 10. september 1927 en skömmu áður var hann byrjaður þátt- töku í útgerð og fiskverkun. Verzlun Bjarna Eiríkssonar Verzlun Bjarna Eiríkssonar hefur frá árinu 1935 verið til húsa við Hafnargötu þar sem húnerennídagen húsaskipan innanstokks hefur þó verið breytt frá fyrstu gerð. I önd- verðu var verslað með allar algengar vörur, allt frá títu- prjónum og upp í timbur. Með lilkomu sérverslana var vöru- tegundum fækkað en hins vegar hefur bókaverslun lengstum verið ríkur þáttur í starfseminni. Kaup og sala á landbúnaðarvörum var lengi stór liður í rekstrinum, auk útgerðar, fiskkaupa og fisk- verkunar, svo og umboðsstörf fyrirskipaútgerðir.tryggingar og fleira. Árið 1947 hafði verslunin ásamt Jakobi Þor- lákssyni, skipstjóra, forgöngu um stofnun útgerðarfélagsins Græðis hf„ en það byggði síð- an veglegt fiskverkunarhús sem starfsemi hófst í snemma árs 1979. Bjarni Eiríksson var mikill áhugamaður um landbúnað. Sér til yndis og heimilinu lil búbótar ræktaði hann land, sem hann nytjaði fyrir bústofn sinn, sauðfé, kýr, geitur og hesta. Þess má geta, að hugur sonarsonar hans og nafna, Bjarna Benediktssonar, sem nú er fiskútflytjandi í Reykja- vík, stóð í upphafi mjög til búskapar. „Ég var staðráðinn í því að gerast bóndi“, sagði hann í viðtali við Bæjarins besta fyrir nokkrum árum. Margvísleg félagsstörf Bjarni Eiríksson kom víða við um dagana og þótti góður liðsmaður í menningar- og fé- lagsmálum. Hann átti m.a. sæti í skólanefnd, sóknar- nefnd, hreppsnefnd og í stjórn Sparisjóðs Bolungarvíkur. I hjáverkum vann hann mikið starf við Bókasafn Hólshrepps og var sjálfur bókhneigður og fylgdist grannt með þjóðmál- um. Á sínum tíma var hann góður íþróttamaður og glímu- maður. Eins og áður hefur komið fram var hann fjölhæf- ur maður og starfsamur, vel gefinn og góðviljaðurogham- ingjumaður í lífi sínu og starfi. Eiginkona hans átti ekki minnstan þátt í því með stuðn- ingi sínum hverju hann kom í verk. Þau hjónin Halldóra og Bjarni eignuðust fimm syni. Þeirra kunnastur mun hafa orðið Björn Bjarnason stærð- fræðingur, sem var rektor Menntaskólans við Sund og kennari við Háskóla Islands. Fetaði í spor föðurins Benedikt byrjaði á unga aldri að afgreiða í verslun föð- ur síns. Allt frá því að hann lauk prófi frá Verzlunarskóla Islands árið 1945 starfaði hann við fyrirtækið og tók við rekstrinum að föður sínum látnum. Líkt og faðir hans hef- ur Benedikt lagt lið margvís- legum félags- og menningar- málum, átt sæti í fjölmörgum nefndum og stjórnum félaga og fyrirtækja og m.a. verið formaður skólanefndar og sóknarnefndar. Ekki skömmuðu synirnir uppá Á sjötugsafmæli Benedikts fyrir nokkrum árum flutti Sól- berg Jónsson sparisjóðsstjóri í Bolungarvík ávarp og sagði m.a.: „Ég hef þekkt Benedikt frá því ég fór að muna eftir mér. Ég var heimagangur á heimili hans eins og reyndar allir ut- anmalapúkar. Heimili Bjarna og Halldóru var mesta mynd- ar- og menningarheimili. Þar hélst allt í hendur, húsbændur sem allir litu upp til vegna mikillar vinnusemi, snyrti- mennsku og ráðdeildar á öll- um sviðum og ekki skömm- uðu sy nir þeirra uppá þau. Þeir báru alls staðar af, hvort sem það var í námi eða öðru því sem þeir tóku sér fyrir hendur. Þegar Benedikt kom frá námi, hlóðusl á hann mikil störf. Hann var hægri hönd föður síns, sem var með umfangs- mikla útgerð, fiskverkun og verslun. Jafnframt áttu þeir feðgar í mörgum öðrum fyrir- tækjum hér á staðnum og varð Benedikt fljótt virkur í þeim, annað hvort í stjórn eða end- urskoðandi. Benedikt var mikið í öllu félags- og menn- ingarlífí staðarins og er það enn.“ Þá hringdi síminn... Einnig sagði Sólberg: „Benedikt var kosinn í stjórn Sparisjóðs Bolungarvíkur 1958 og er nú stjórnarformað- ur. Ég er nú búinn að vera undir hans stjórn í 34 ár og á okkarsamstarf hefurekki fall- ið skuggi. [...] Fyrst þegar ég var að boða Benedikt á stjórn- arfundi, þá stóð yfirleitt illa á, það var svo mikið að gera og hann átti svo margt ógert, svo litlar líkur væru á að hann gæti mætt og ef hann mætti, þá yrði fundurinn byrjaður. En alltaf kom Benedikt og þegar til fundar var komið, þá sat enginn eins rólegur og hann. Þá hafði hann nógan tíma til að kryfja málin til mergjar og finna bestu lausn á öllum málum. Það var öruggt, að 15 mínútum eftir að fundi lauk, þá hringdi sím- inn, það var Benedikt, þá var eitthvað sem hann vildi frekari skýringu á eða árétta vissa samþykkt. Benedikt tekur ekkert að sér nema gera hlut- inn vel og hann er sérlega vinnusamurog vandvirkur. Ég held að það sé ekki á neinn hallað þegar ég segi, að hann eigi flestar vinnustundir á skrifstofu hér í bæ.“ Þetta voru kaflar úr ummæl - um Sólbergs Jónssonar spari- sjóðsstjóra. Steinhljóð á fréttatíma Eftir að börnin fjögur voru komin á legg stóð Hildur við hlið manns síns í rekstrinum og sáeinkum um bókabúðina. „Við vorum einstaklegahepp- in með starfsfólk", segir Bene- dikt. „Rekstur þessa fyrirtækis var geysilega krefjandi starf“, segir Benedikt, „enda var það miklu meiraen verslun. Þegar ég var í Verzlunarskólanum var það oftast marnrna sem skrifaði mér bréfin. Pabbi var sífellt að vinna en þó var það venja hans að taka sér bók í hönd á kvöldin þegar hann var kominn í rúmið. Hann var mjög fróður maður." Benedikt segir það minnis- stætt að þegar hádegisfrétt- irnar voru í útvarpinu í æsku hans hafi alltaf verið stein- hljóð á heimilinu. Þá urðu börnin að hafa hægt um sig á meðan. Hildur: „Þannig varþaðlíka hjá okkur." Heilbrigð sál í hraustum líkama Benedikt: „Það var nú meiri erill hjá þínum föður. Hann hafði engan frið fyrir síman- um. Það var alltaf verið að hringja í hann í hádegismatn- um enda erfitt að ná í hann á öðrum tíma því að hann var úti um allt. En þegar það kom fyrir að pabbi skrifaði mér, þá endaði hann bréfin alltaf á því að biðja mig að muna hin fornu spekiorð Rómverja: Heilbrigð sál í hraustum lík- ama.“ Þegar líður að lokum heim- sóknarinnar til hjónanna að Völusteinsstræti 34 í Bolung- arvík hvarflar hugurinn að því sem Benedikt nefndi um gögnin frá rekstri Verzlunar Bjarna Eiríkssonar í sjö ára- tugi, varðveislu þeirra, flokk- un og skráningu. Þær heim- ildir verða ómetanlegar þegar saga Bolungarvíkur verður skráð. - Hlynur Þór Magnússon. MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 17

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.