Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 3
Verktakafyrirtækið Jón og Magnús hf. hættir starfsemi á ísafirði Sameinast Hafelli ehf. í Reykja- vík og tæki og fólk flytjast suður Verktakafyrirtækið Jón og Magnús hf. á Isafirði hefur hætt starfsemi sinni hér vestra og verið sameinað verktaka- fyrirtækinu Háfelli ehf. í Reykjavík. Fyrirtækið Jón og Magnús hefur annast fjölda verka á Vestfjörðum síðustu fimmtán árin, bæði við vega- framkvæmdir og aðra jarð- vinnu. „Maður verður að vera þar sem vinnan er“, sagði Jón Vet- urliðason verktaki í samtali við blaðið, en hann er í þann veginn að flytjast suður ásamt fjölskyldu sinni og mun starfa hjá Háfelli ehf. og vera þar hluthafi. Þeir JónVeturliðason og Magnús Halldórsson stofnuðu verktakafyrirtækið Jón og Magnús hf. árið 1984. Magnús lést af slysförum fyrir allmörgum árum og hefur Jón veitt því forstöðu síðan. Jón segir að lengst af hefði verið nóg að gera en nú væri ástand- ið dapurt. Síðasta árið eða svo hefði verið lítil vinna og lítið framundan sem vitað væri um. Vikan framundan 22. desember Þennan dag árið 1897 var stundaklukka sett upp í turni Dómkirkjunnar í Reykjavík. Klukkan, sem enn telur stundirnar fyrir borgarbúa, var gjöf frá Thomsen kaupmanni. 23. desember Samantekt Morrans á ísafírði og bókun bæjarstjórnar Harmur bæjarfulltruanna Morrinn, atvinnuleikhús ungs fólks sem starfaði í ísa- fjarðarbæ á líðandi ári, tók að starfi loknu saman skýrslu, þar sem greint er frá gangi mála frá upphafi til enda. Slíkt verður varla talið óeðlilegt, allra síst þegar um er að ræða starfsemi sem nýtur tjárhags- stuðnings frá bæjarfélaginu. Samantekt þessari „er ætlað að vera til leiðbeiningar fyrir þá sem reka atvinnuleikhúsið næst, fyrir þá sem vilja feta í fótspor Isafjarðarbæjar og þá sem hafa gaman af lestri" eins og segir í henni sjálfri um tilgang hennar. Hér er um op- inbert plagg að ræða og voru kaflarúrþvíbirtirhéríblaðinu í byrjun desember, að lang- mestu leyti orðréttir og innan tilvitnunarmerkja en að mjög litlu leyti endursagðir. Síðan gerist það á fundi bæjarstjórnar Isafjarðarbæjar 16. desember að Birna Lárus- dóttir lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun, og var hún samþykkt með sex atkvæðum gegn engu en þrír bæjarfull- trúar sátu hjá: „Bæjarstjórn harmar þá ómaklegu gagnrýni sem skóla- og menningarfulltrúi og fulltrúar í fræðslunefnd urðu fyrir í blaðaskrifum vegna leikhópsins Morrans fyrir skemmstu. Bæjarstjórn telurframtak Morrans í menn- i ngarmálum lofsvert og bendir á, að framangreindir aðilar hafa allir lagt hönd á plóginn til að sem best tækist til við framkvæmd verkefnisins." Hér er engum öðrum blaða- skrifum til að dreifa en því sem birt var hér í blaðinu úr skýrslu Morrans. Ekki var í blaðinu til að dreifa neinni gagnrýni á téða aðila nema því sem fram kemur orðrétt í skýrslu Morrans. í fyrirsögn blaðsins var, eins og venjulega er gert, dregið saman í eina setningu eitt af því sem at- hyglisverðast má telja í sam- antektinni. Ef einhverjir telja um ómak- lega gagnrýni að ræða, þá er rétt að þeir snúi sér gegn skýrslunni og höfundum hennar en ekki „blaðaskrif- um“. I hliðstæðum tilvikum er stundum talað um bakara og smið. Svo virðist, sem bæj- arfulltrúar þeir sem sam- þykktu ofangreinda bókun hafi annað hvort ekki lesið þau „blaðaskrif" sem þeir eru að harma eða kunni ekki að gera greinarmun á „blaða- skrifum“ og tilvitnunun í op- inbert plagg. Nema hvort tveggja sé. _ Ritstj Nýtt fjölbýlishús við Sundstræti Fyrstu íbúð- irnar aflientar Fyrstu tvær íbúðirnar í húsinu að Sundstræti 34 á Isafirði, þar sem eitt sinn var HN-búðin og sitthvað fleira, voru afhentar kaupendum fyrir síðustu helgi. Ein íbúð enn er tilbúin og verður af- hent fljótlega en aðrar eru tilbúnar undir tréverk. Fyrir rúmu ári keypli Þórður Júlíusson á ísafirði húsið af Básafelli hf. Hann stofnaði síðan fyrirtækið Norðurtangann ehl'. ásamt Hjalta syni sfnum og Magn- úsi Geir Helgasyni í þeim tilgangi að breyta húsinu í fjölbýlishús nreð níu fbúð- um á þremur hæðum. Fyr- irtæki Magnúsar, Trésmiðj- an ehf. í Hnífsdal, hefur hafl verkið með höndum. Hjónin Kristín Hálfdánsdóttir og Gunnar Þórðarson fengu íbúð sína afhenta um helgina. Hér eru þau ásamt Magnúsi Geir Helgasyni (tv)og Þórði Júlíussyni en þeir hafa með fram- kvœmdir við húsið að gera. ísafjörður Friðarganga á Þoriáksmessu A Þorláksmessu verður farið í friðargöngu á ísa- firði. Gengið verður með kyndla og friðarljós frá Isafjarðarkirkju niður á Silfurtorg. Þeir sem vilja taka þátt í göngunni eru hvattir til að mæta að kirkjunni laust fyrirkl. 17. Þarfástkyndl- ar leigðir fyrir hundrað krónur. A Silfurtorgi ver- ður sérstök friðardagskrá með ávörpum, tónlist og söng. Að friðargöngunni standa Isafjarðarkirkja og áhugafólk unt friðarmál í Isafjarðarbæ. Bæjarbúar og aðrir eru hvattir til að slást í hópinn og sýna mik- ilvægu málefni samstöðu. Bóksafan fyrir jófin Gísfi og Jón Páll enn efstir Að sögn Jónasar Gunn- lag ísfirðinga gefur út hafi laugssonar í Bókhlöðunni á verið prentuð í óvenju stóru ísafirðivoruNýjarvestfirsk- upplagi er farið að ganga ar þjóðsögur Gísla Hjartar- verulega á það. Geir Guð- sonar og bók Jóns Páls Hall- mundsson í Bolungarvík er dórssonar, Frá línuveiðum umboðsmaður Sögufélags- til togveiða, enn sem áður ins og hefur hann annast söluhæstu bækurnar í versl- beina sölu til félagsmanna, uninni sl. mánudag. Þar á aukþesssemstórarpantanir eftir voru komnar Slóð fiðr- hafa verið afgreiddar til ildanna eftir Olaf Jóhann Ól- verslana í Reykjavík og víð- afsson og Útkall Óttars ar. Jónas Gunnlaugsson í Sveinssonar ásamt ævisögu Bókhlöðunni kvaðst vonast Steingríms Hermannssonar. til að hafa tryggt sér nægi- Enda þótt bók Jóns Páls legamikiðafbókinni tilþess Halldórssonar sem Sögufé- aðþaðdygðiframaðjólum. Sýslumaðurinn á ísafirði Brennur og flugeldar Þeir sem hyggjast selja flugelda um ára- mótin, eöa hlaða bálkesti til þess að kveikja í þeim á gamlárskvöld eða á þrettándanum, skulu sækja um leyfl til þess fyrir26. desem- ber nk. Fyrir hverri brennu skal vera fulltíða ábyrgðarmaður. Öllum þeim sem ætla að standa fyrir brennu, er bent á að nálgast reglur um bálkesti og brennur sem liggja frammi á lögreglustöðinni á ísafirði. Nánari upplýsingar veitir Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn í síma 456 4100. ísaflrði 20. desember 1999, Sýslumaðurinn á ísafirði, Ólafur Helgi Kjartansson. Þennan dag árið 1993 fékk sjö manna tjölskylda á Sel- tjarnarnesi stærsta vinning- inn til þess tíma f Lottói íslenskrar getspár, 17,9 milljónir króna. Tölurnar voru 18, 23, 25, 26, 31. 24. desember Þennan dag árið 1934 hófst lestur jólakveðja í Ríkisút- varpinu, kl. 20:30. Síðan hefur þessi dagskrárliður verið árviss, síðustu ár á Þorláksmessu. 25. desember Þennan dag árið 1986 sökk flutningaskipið Suðurland milli Islands og Noregs. Sex skipverjar fórust en fimm var bjargað. Að kvöldi sama dags fórst breska tankskipið Syneta við Skrúð í mynni Fáskrúðsfjarðar. Allir tólf skipverjarnir drukknuðu. 26. desember Þennan dag árið 1877 varð messufall í Dómkirkjunni í Reykjavík vegna kulda. Ofnar voru settir í kirkjuna tveimur árum síðar eða 14. september 1879. 27. desember Þennan dag árið 1988 var fyrsta bílnúmerið í fast- númerakerfi, HP 741, sett á bifreið Halldórs Ásgríms- sonar, þáverandi dómsmála- ráðherra. Nýja bílnúmera- kerfið tók gildi í ársbyrjun 1989. 28. desember Þennan dag árið 1965 reis eyja úr hafi skammt frá Surtsey en hvarf í október 1966. Eyjan var nefnd Jólnir vega þess að goshrinan hófst á annan í jólum. 29. desember Þennan dag árið 1985 var brjóstmynd af Gunnari Thoroddsen afhjúpuð við Fríkirkjuveg í Reykjavík, þegar 75 ár voru liðin frá fæðingu hans. 30. desember Þennan dag árið 1935 fórust níu manns er eldur kom upp á jólatrésskemmtun í sam- komuhúsi ungmennafélags- ins í Keflavík. Þetta var mesta manntjón í eldsvoða á síðari árum. MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 3

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.