Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 18

Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 18
Veðrið var ótrúlegt. Ekki bærðist hár á höfði og ljósa- staurarnir við götuna í fjörunni áttu sér tvífara í spegilsléttum sjónum. Fyrir nokkrum dögum sást ekkert út um gluggann, iðulaust snjókóf, allt hvítt, engin sérkenni. Kjartan Steinn hefði getað verið hvar sem var í heiminum, þess vegna í Reykjavík. Þegar allt var hvítt var Úlfseyri í engu frábrugðin öðrum bæjum íslands. Reyndar væri nær að segja að allt væri svart, ekkert hvert sem litið var. Bylurinn faldi allt líf, engin Ijós sáust. Hvítt var svart og svart hvítt. Þá varð Kjartani ýmist litið á skrifborðið sitt eða út í iðulaust kóftð. Hann fletti í gegnum úrklippur ársins og fyrri ára. I hvert skipti sem hann ieit upp og en þegar hvítur snjórinn byrgði alla sýn. Grárni hversdagsleikans hvarf. Öfgar og andstæður höfðu einkennt árið sem brátt var horfið á vit sögunnar að einhverju leyti, en sennilega að mestu inn á ódáinsakra gleymskunnar þar sem allt hlaut að vera annað hvort svart eða hvítt. Utan glugg- ans blasti við fegurð myrk- ursins, sem studd var örlítilli birtu mánans og Orkubús- ins, sem virkað hafði vel í haust og rafmagnsleysi var næstum gleymt. Eins og íbúar á Úlfseyri gátu ekki haldið jól án rafmagns, naut myrkið sín heldur ekki án þess. En skyldi vera nægi- legt ljós í sálum manna til þess að jólin yrðu björt innra með þeim? Kjartan fékk þá undarlegu hugmynd, staurarnir og jólaljósin léku á sortann og blekktu augu og huga. Myrkrið var einskis virði án ljósa. Ef engin var birtan var myrkrið bara umgjörð um eitthvað hulið, svart og engunt til gagns. Eins var með trúna, sem hampað yrði af miklum krafti um jólin. Stundum datt Kjartani í hug, að það væri gert til að breiða yfir allt jólagjafahjómið, allan ysinn og þysinn, sem skipti engu í raun, nema til að hvetja efnahagslífið. Fyrir 36 árum þegar Bítl- arnir frá Liverpool voru upphaf og endir alls, jafnt í sveitinni og í borginni, sem þá yfirgnæfði ekki Island eins og nú, hafði Kjartan heyrt alvörutónlist í fyrsta skipti. Það voru ekki fjór- menningarnir frá Liverpool, að fara og hlusta á aðrar hljómsveitir. Hann hafði séð Hljóma nokkrum sinnum. Enginn var meiri töffari en Rúnar Júlíusson, sem fór úr að ofan og stökk upp á magnarann. Það var flott. Óðmenn voru ekki töffarar, fluttu þunga tónlist, sem minnti á brezku sveitina Cream. Mánar voru auð- vitað aðalsveitin á Suður- landi og kunnu að halda uppi stuðinu og æsa upp stelpurnar. Labbi í Glóru var aðaltöffarinn á Sléttunni miklu, þar sem Kaupfélagið réði lögum og lofum. Kjartan gerði sér engar grillur um stelpur, vissi, að hann yrði seint töffari, frekar lítill og grannur. Enn þótti honum gaman í skóla. Menntaskólinn með öllum sínum hefðum. heillaði enn. jarðar. Og það var sá hlutinn sem Bonham hélt sjálfur um þegar hann tók þessi trommusóló, sem engu voru lík. Eftir það hlýnaði Kjartani um hjartarætur í hvert sinn að hlusta á Led Zeppelin, sérstaklega lagið „Your Time Is Gonna Come”, hafði reyndar aldrei efast um að sinn tími kæmi. Frá þessum degi varð Kjart- an sannfærður um að að því kæmi að hann myndi sjá Rolling Stones á sviði. Kannski ekki strax. Úr því önnur eins sveit og Led Zeppelin kom til að spila á íslandi gat allt gerzt. Lífsgangan hélt áfram. Kjartan og félagar hans stóðu uppi vorið 1972 sem sigurvegarar, settu upp hvítu kollana í Háskólabíói. Það var skondin tilfmning að Afrekið var ef til vill ekki eins mikið í augum annarra en Kjartans, sem var for- eldrum sínum ævinlega þakklátur fyrir óbilandi traust þeirra á syninum, í þessu sem öðru. Við suður- enda Háskólans var öllum raðað upp og tekin mynd. Það fyrsta sem Kjartan sá í Mogganum á afmælisdegi þjóðhetjunnar, 17. júní, voru þeir félagarnir og hann sá í eini í prófíl, aðrir litu beint fram. Svo hófst námið í hinni virðulegu stofnun, Há- skóla íslands, þar sem tím- anum var varið næstu árin að mestu leyti. Að vísu fannst Kjartani ekki gaman í Háskólanum. Kennsluað- ferðirnar voru sennilega þrautprófaðar, að minnsta kosti voru þær nógu gamal- dags til þess. Margar voru Rokk og ról um jól út um gluggann gerði hann sér grein fyrir þeirri undar- legu og jafnframt nöturlegu staðreynd, að enginn munur var á svörtu og hvítu þegar fjölmiðlar áttu í hlut. Var það ef til vill staðreynd náttúrunnar að enginn munur væri á svörtu og hvítu. Gat verið að ákveðnir einstaklingar byggju ekki yfir eiginleikanum að greina á milli þess að til var svart og hvítt? Eða var það eiginleiki sem hver maður verður að rækta með sjálfum sér á hverjum degi? Nú var allt gott, veðrið fallegt en myrkið svart. Jólaljósin skárust gegnurn myrkrið eins og þau hefðu einhvern boðskap að færa. Hvílík frekja hugsaði Kjart- an, að láta sér detta í hug að einhverjar litaðar perur og ljósastaurar ættu sér hlutverk í þessum grimma heimi. Þegar allt var svart nema ljósastaurarnir og jólaljósin var fegurðin meiri að til þess að gott fólk gæti notið sín þyrfti það stuðning af öðru fólki sem ætti enn erftðara með að njóta gæða lífsins. Fáránleg hugmynd sagði hann upphátt við sjálfan sig. „Þér fannst hún góð í gær” sagði skrifstofustúlkan undrandi. Kjartan hrökk illa við og stamaði hálfpartinn, ég var hugsa um allt annað. Sigrún hafði greinilega verið að segja eitthvað áður en hann áttaði sig á því að hann var ekki lengur einn. Hún brosti og rétti honum bréftð til undirritunar og sagði jafnframt, að í símanum biði blaðamaður. „Taktu skila- boð, ég hringi seinna í dag” Sízt af öllu langaði hann tii að ræða við blaðmenn núna, ekki einu sinni til að óska þeim gleðilegra jóla. Hann settist aftur við skritborðið og starði út um gluggann, dágóða stund, á myrkrið og hvernig ljósa- sem margir telja til mestu listamanna fyrr og síðar. Nei það voru fimm síðhærðir strákar frá London. Hljóm- sveitin heitir Rolling Stones. „Þeir eru enn að.” Hugsaði hann eða hafði hann sagt það upphátt? Hverju skipti það svo sem? Auðvitað hlustaði hann á Bítlana líka. En þeir voru eiginlega bara fyrir stelpur. Úti í sveit lenti hann strax í minnihluta með þessa aðdáun. Það gerði ekkert til. Svo fóru útlendar bítlahljómsveitir að koma til íslands, en ekki Bítlarnir og því síður Rolling Stones. Nokkrar komu sem Kjartan litla langaði til að sjá og heyra. En hann gerði ekkert í því, bað ekki foreldrana um leyfi, gerði engar ráð- stafanir til þess að fara. Kannski var það vegna þess að það var bara ein sem hann beið eftir. Þegar hann varð eldri, ekki stærri, hló hann með sér, síaðist inn hjá honum, að í góðu lagi væri Það átti eftir að breytast. En ekki áhuginn rokkinu og tónlistinni, hann lifði góðu líft. Svo kom tækifærið. Á fyrstu listahátíðinni í Reykjavík 1970 gerðist ekk- ert markvert annað en koma Led Zeppelin. Tónleikarnir í Laugardalshöllinni 22. júní 1970 gleymdust aldrei. Hálfur trommukjuði John Bonham var enn vel geymdur og miðinn í pen- ingakssanum. Þetta var eitt af örfáum skiptum sem hann hefði viljað vera stærri og sterkari. Kjartan greip kjuð- ann eiginlega beint úr hendi Bonhams, svífandi eins og guðsgjöf af himnum ofan. Hann lét sig ekki frekar venju. Einhver í sporum hans í ftmmþúsund manna þvög-unni hefði látið undan ofureflinu. Hann hékk einfaldlega á kjuðanum, þegar rumurinn lyfti kjuðanum og Kjartani þar til þyngdaraflið skilaði honum og helmingnum dýrmæta til standa á sama sviði og landsliðið í rokkinu hafði leikið á til minningar um Glaumbæ, sem brann síð- asta veturinn í Menntó. Allt var það gert undir forystu núverandi Forseta Islands. Rúnar Júl. fór á kostum eins og venjulega. Svo sá hann Seals og Crofts seinna sama vetur á þessu sama sviði, flytja smellin „Summer Breeze”, sem gerði þá félaga heimsfræga nokkrum vikum síðar. Og loks rann upp dagurinn, Guðni „kjaft- ur” útskrifaði rúmlega 300 nýstúdenta á einu bretti. I fyrsta skiptið vorkenndi hann rektor og hugsaði alltaf hlýlega til hans síðan. Það skipti máli hvoru megin við strikið maður er. Kjartani fannst auðvitað sín eigin sviðsframkoma merkilegust og þó, hann var bara feginn þessu var lokið. Og þeir geymdu vel, að minnsta kosti fyrst um sinn, skír- teinin sem sönnuðu afrekið. tarnirnar til ná þessum eða hinum áfanganum, sumt gekk prýðilega annað miður, eins og gerist í lífshlaupinu. Þá leitaði Kjartan fróunar í rokkinu. Hann vissi svo sem að það var misjafnlega liðið. En hverjum kom það við. Ekki braut hann nein boð eða bönn. Útrásin var ein- faldlega fólgin í þessari hröðu taktföstu tónlist, sem átti rætur sínar beint til svörtu þrælanna í suðurríkj- um Bandaríkjanna. Ef dýpra væri grafið náðu ræturnar alla leið til Afríku. Svo skrítið sem það var fannst honum ekki jafnmikið koma til mýkri hliðanna og þó hann ætti allar plötur Bftl- anna og spilaði þær oft, nær væri að segja stundum, og æ sjaldnar í seinni tíð, voru Rolling Stones alltaf í fyrsta sæti. Stelpur höfðu ekki mjög gaman af Rolling Stones. Hann mundi eftir einni. Og nú var hún dómsmálaráð- Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jóla- og nýárshátíð og þökkum árið sem er að líða. Bcisil fotoverslun Hofnorstræti 14 - Isofiröi FMV Landmtningar F. O. S. Vest Hafnarstrœti 6 400 ísafirði Þrymur hf - vélsmiðja Suðurgötu 9 - Isafirði Póls hf s Sindragötu 10 - Isafirði © Ríkisútvarpið á Isafirði Aðalstrœti 22 18 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.