Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 28

Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 28
(jleðileg jól oy fursælt kom- undi úr. Pökkum viðskiptin ú úrinu sem er uð líðu. Jólaljósin og skreytingarnar verða ríkulegri með hverju árinu og þá ekki síður í byggðum Vestfjarða en annars staðar. Ljósaslöngurnar sem margir hafa í gluggum, utan á húsum og uppi í trjám eiga ekki minnstan þátt í því. Meðal þess sem getur að líta í hjarta ísafjarðarbæjar er jólasveinn í einskonar bjargsigi utan á byggingu Bókhlöð- unnar við Silfurtorg. Líklegast er sveinn þessi nordan af Ströndum og vanur björgunum þar. Skyldu einhverjir fá svartfuglsegg í skóinn fyrir þessi jól? Fólki fækkar stöðugt á Vestfjörðum Víða tílfinnanlegt kvenmannsleysi - íbúum í ísaQarðarbæ hefur fækkað um 4,5% á einu ári. íbúafækkun á Vestfjöröum 15,6% á síðustu tíu árum Ibúar á Vestfjörðum voru 8.308 þann 1. desember sl„ samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar, en 1. desember 1998 voru þeir 8.601. fbúum hefur því fækkað um 293 á einu ári eða um 3,4% sem er langhæsta hlutfallið á landinu. Næst kemur Norðurland vestra með 1,4% fækkun. Mannfjöldi á landinu öllu telst 278.702, þaraf 139.515 karlar og 139.202 konur. A síðasta hefur íbúum í Isa- fjarðarbæ fækkað um 201 eða 4,5%, í Vesturbyggð um 22 eða 1,8%, í Bolungarvík urn 26 eða 2,5% og í öðrum sveit- arfélögum um 44 eða 2,4%. A Vestfjörðum eru karlar mun fleiri en konur eða 4.264 á móti 4.044 skv. bráðabirgða- tölum Hagstofunnar. Það er hlutfallslega miklu meiri rnunur en á landsvísu. í Reykjavík eru konur aftur á móti meira en tvö þúsund fleiri en karlar. Kaldrananeshreppur er eina sveitarfélagið á Vest- fjörðum þar sem konur eru fleiri en karlar eða 75 á móti 69. Mest hallar á konurnar í Tálknafjarðarhreppi, þar sem þær eru 159 á móti 207 körl- um. og í Hólmavíkurhreppi, þar sem þær eru 200 á móti 247 körlunt. Fyrir réttum áratug eða 1. desember 1989 voru íbúar á Vestfjörðum 9.840. Þeim hef- ur því fækkað um 1.532 eða um 15,6% á síðustu tíu árum. Á þessum tíu árum hefur íbúum á því svæði sem nú er ísafjarðarbær fækkað úr 4.920 í 4.275 eða um 13,1%, á því svæði sem nú er Vesturbyggð úr 1.555 í 1.231 eða urn 20,8%, í Bolungarvík úr 1.215 í 997 eða um 17,9% og í öðr- um sveitarfélögum Vestfjarða úr 2.150 í 1.805 eða um 16,0%. Eignarhaldsfélag Vestfjarða hf. stofnað í Þróunarsetrinu á ísafirði í næstu viku P- {itfitti Samvinnuferðir Landsýn Söluskrifstofa • Hafnarstræti 7 isafirði • Simi 456 5390 /// SAMKAUP OPIÐ: Virka daga kl. 09 - 21 Laugardaga kl. 10 - 18 Sunnudaga kl. 12 - 18 (/ír/J v&fáo/n/n/ Leggur fé í nýsköpunar- verkefiii á Vestflörðum - gerir kröfu um arðsemi og stuðlar að þátttöku fjárfesta utan Qórðungsins Stofnfundur Eignarhaldsfé- lagsVestfjarða hf. verðurhald- inn 28. desember. Forgöngu að stofnun félagsins hefur starfshópur Atvinnuþróunar- félags Vestfjarða í samstarfi við Fjórðungssamband Vest- firðinga. Tilgangur félagsins verður að taka þátt í félögum sem vinna að nýsköpunarverkefn- um á Vestfjörðum, en jafn- frarnt er krafa um að slfkt sé gert á grundvelli arðsemi. Þátttakan verður í formi fjár- festingar í hlutabréfum eða í skuldabréfum sem breyta má í hluti í félögunum. Félagið verður með dreifða áhættu í verkefnavali og getur því ekki tekið þátt í mörgum verkefn- um með mikilli áhættu. Einnig er talið fyrirsjáanlegt að fé- lagið muni í fæstum tilfellum standa eitt og sér að verkefn- um meðfrumkvöðlum, heldur í samvinnu við fjárfesta og fjárfestingarsjóði. Talið er að þátttaka félagsins muni auð- velda aðgengi að fjárfestum utan Vestfjarða. Uppbygging félagsins mið- ast við þrjá hluthafahópa: í fyrsta Iagi einstaklinga, fyrir- tæki og fagfjárfesta, í öðru lagi sveitarfélög og í þriðja lagi Byggðastofnun. Hluthaf- ar í fyrst nefnda flokknum munu njóta forgangs að arði. Stofnun Eignarhaldsfélags Vestfjarða hf. tengist sam- þykkt Alþingis um byggða- áætlun, en þar er stefnt að stofnun eignarhaldsfélaga í hverju kjördæmi. í tilkynn- ingu frá þeim er standa að stofnun EV segir að félagið ntuni verðamikilsverðurþátt- ur fyrir nýsköpun í atvinnulífi á svæðinu Aukið fjármagn fáist til Vestfjarða jafnframt því sem málsmeðferð og ákvarðanir um fjárfestingar færist til heimamanna. Hér sé um að ræða vettvang og tæki- færi fyrir vestfirska fjárfesta til að taka þátt í að auka fjöl- breytni atvinnulífsins með faglegum hætti. AUSTURVEGI 2 • SÍMl 456 5460 Við erum ykkar fólk Daglegar ferðir til og frá Reykjavík ' FIVIV www.samskip.is Sindragötu 11,400 ísafjörður, sfmi 456 4000, fax456 4009 ICELANDAIR £. - / Bilaleiga Gleðileg jól! ftertz bílalolg*. fsaflrðl VttM&íml 863 9023 Vesturferðir,y~-'±.t Aðalstrœti 7 - Sími 456 5111

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.