Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 6
Enn líður að áramótum Þegar nœsta tölublað Bœjaríns besta kemur út verður árið 2000 gengið ígarð. Að baki verða þau Islands þúsund ár þegar ártalið byrjaði á 19. Að baki verður (vonandi) tvöþús- undvaitdinn svokallaði í tölvum og tóluin. Einnig verður að bakifagnaðurþeirra áramóta sem sumir kalla aldamót eða árþúsundamót. En hvað sem því álitamáli líður, þá eru áramótin ævinlega á sínum stað með sprengjum og flugeldum og annarri Ijósadýrð. Með þessari mynd sem tekin var um áramót á Isafirði fyrir fjórum árum vill blaðið minna les- endur sína á varkárni í meðferð skotelda um áramótin og óskar þeim jafnframt árs og friðar. Nfna Öskarsdöttir vaxtarræ íslandsmeist r.iiiMii - sambýlismaðurinn fékk silfur og briðji isfirski keppandinn fékk brons Nína Óskarsdóttir vaxtarræktarkona á ísafirði hlaut meistara- titilinn í vaxtarrækt kvenna á Islandsmótinu sem haldið var í Reykjavík um fyrri helgi. Hún keppti nú í fjórða skipti og hefur alltaf sigrað. í fyrra tók hún sér frí en áður hafði hún unnið íslandsmeist- aratitilinn þrjú ár í röð. Eins og menn vita starfar Nína sem þjálf- ari og leiðbeinandi í Studio Dan og hjálpar þar fólki m.a. við að skafa utan af sér aukakílóin. I samtali við blaðið í haust sagðist hún vera að reyna að skafa utan af sér eitthvað af þeim aukakílóum sem hún sjálf væri með. „Svo er að sjá til hvemig mér líst á útlitið þegar dregur að mótinu. Ef mér líst á það, þá verð ég með. Ef mér líst hins vegar ekki nógu vel á það sem „kemur undan vetri“, það er að segja það sem stendur eftir þegar ég er búin að -'L,- . fÉ&f.:*. Nína Óskarsdóttir, íslandsmeistari ífjórða sinn, og sambýlismaðurinn og silfurmaðurinn Þór Harðarson, á ísafjarð- arflugvelli við komuna vestur. Með þeim er dóttir Nínu, Rakel Ósk Bárðardóttir. Eins og sjá má eru bikararnir veg- legir en auk þessfengu þau margtfleira í verðlaun, svo sem fatnað og fœðubótarefni og gjafabréf. skera utan af mér, þá sleppi ég því bara“, sagði hún þá. Enda kvaðst hún ekki vita hvernig hún myndi taka því að lenda í 2. sæti, hún hefði ekki prófað það og vildi helst ekki láta á það reyna. En undirbúningurinn reyndist nægilegur eins ög fyrr og Nína hampaði bæði sigurlaunum í sínum þyngdarflokki (plús 57 kg) og í heildarkeppninni, en það er sjálfur íslandsmeist- aratitillinn. Sambýlismaður Nínu sem hún kom sér upp hér á ísafirði, Þór Harðarson, fékk líka „dollu“ eins og íþrótta- menn kalla bikarana stund- um, en hann hann vann silfrið í mínus 90 kg flokki. Þriðji keppandinn frá ísa- fírði, Marinó Amórsson, fékk síðan bronsverð- launin í mínus 90 kg flokki. Þannig unnu allir ísfirsku keppend- urnir til verðlauna en á íslandsmeistaramótinu vora samtals 44 keppendur. Iitlu jólin á Sólborg Litlu jólin voru haldin færðu börnunum jólapoka ■ á Leikskólanum Sólborg frá Lionsklúbbi ísafjarðar ^ ^ ' f , á Torfnesi á ísafirði sl. líkt og tíðkast hefur á föstudag. Þar voru ekki leikskólum hér í mörg ár. M aðeins börnin og starfs- Samkvæmt heimildum lSÉöBiPr''4B > , i fólkið, jólatréð og sem biaðið telur áreiðan- ’ ,, . ,,, _ skreytingarnar, heldur legar munu jólasveinarnir Jafnt unfr 08eldn daðust ^jolatrenu ensamt varems og kom einnig talsvert af sem komu á litlu jólin á sumum ^œttl ^smyndannn ekki siður athyghsverður. foreldrum. Sólborg vera búsettir í ;q§f; ■ - ~ JMflT foreldrum. Einnig komu tveir jólasveinar og heilsuðu upp á mannskapinn og Kiwanisfjöllum hér á norðanverðum Vest- fjörðum. $ T Viðfangsefnin á litlu jólunum voru af ýmsu tagi. Hér syngur hver jólalögin með sínu nefi. Jólasveinarnir voru nokkuð rauðir í framan, það litla sem sást í andlitið fyrir hári og skeggi, enda líklega fremur kalt í fjöllunum á þessum árstíma. 6 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.