Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 13

Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 13
vandræðalaust að blóta heil- agan Þorlák að vestflrskum sið hér í Washington. Frændi minn Helgi Hafliða (,,Fiskbúð Hafliða“) sér óbrigðult um skötuna. I fyrra var sendi- maður páfastóls sérstakur gestur okkar á Þorláksmessu (heilagur Þorlákur er jú ka- þólskur dýrlingur). Honum líkaði svo vel kæst skata með brennivíni að hann fékk hákarl úr Hnífsdal í verðlaun. í veislulok kvaddi hann sér hljóðs og gaf út yfirlýsingu fyrir hönd Vatíkansins sem hljóðaði eitthvað á þessa leið: Það skoðast refsivert athœfi af hálfu Islendinga að liafa í þúsund ár lialdið þessum kráswn - kœstri skötu með signum hákarli - leyndumfyr- irafganginumafmannkyninu. Islendingum stendur þó til boða aflát þessarar syndar, efúr verður bœtt íframtíðinni. Þessi sérlegi sendimaður páfastóls var að vísu kvaddur heim skömmu síðar og fór án þess að kveðja.“ Stofnun MÍ var útúrdúr - Hvað er eftirminnilegast frá þeim árum þegar þið Bryn- dís voruð að byggja upp Menntaskólann á ísafirði? Hverjir eru eftirminnilegastir úr hópi nemenda og kennara? „Öfugt við stjórnmálavaf- strið - ritstjórn Alþýðublaðs- ins, formannsstarfið íAlþýðu- flokknum, þingmennsku og ráðherradóm - allt saman starf sem ég hafði í raun búið mig undirallt mitt líf, þá varstofn- un Menntaskólans á ísafirði útúrdúr. Eftir á að hyggja var það hins vegar lífsreynsla sem ég hefði ekki viljað fara á mis við. Alveg eins og konur geta orðið vitrar af því að ala upp börn getur uppeldi unglinga á mótunarskeiði gefið þér sýn á mannlegt eðli, sem er einstæð lífsreynsla. Sú reynsla kom að góðum notum í pólitísku uppeldisstarfi síðar!“ Nemendur úr MÍ má hitta víða „Mér sýnist líka að það hafí ræst vel úr nemendum mínum eftir því sem ég hef getað fylgst með þeim síðar á lífs- leiðinni. Þeir hafa víða látið að sér kveða með sóma, líka hér vestra á fjarlægum slóð- um. Það var t.d. skemmtileg reynsla að hitta fyrir Einar Hreinsson í Masatlan á Kyrra- hafsströnd Mexíkó og sjá skiltið „Netagerð Vestfjarða“ á sínum stað yftr útibúinu. A sl. vori fór ég til Brasilíu og átti viðræður við ráðherra, pólitíkusa og athafnamenn í sjávarútvegi. Um það sendi ég ítarlegar skýrslur heim og benti á margvísleg tækifæri til samstarfs við Brasilíu- menn. Sá fyrsti til að grípa gæsina var Elvar Einarsson, gamall nemandi frá MI sem undanfarin ár hafði verið markaðsstjóri hjá Iceland Seafood íBandaríkjunum. Nú er hann búinn að stofna sam- starfsfyrirtæki um útgerð með aðilum í Brasilíu og farinn að gera út frá Rio de Janeiro. Ég var einmitt í þessari Brasilíuför þegar gamlir nem- endur okkar héldu upp á stú- dentsafmæli á Isafirði. Við Bryndís misstum því af góðu gamni í það skiptið. Það yljar okkur Bryndísi um hjartaræt- ur, hversu ræktarsamir gamlir nemendur hafa reynst okkur og það eru æ vi nlega fagnaðar- fundir, að gera sér dagamun með þeim á stúdentsafmæl- um. Það gladdi mig t.d. mjög að einn nemandi úr öðrum stúdentsárgangnum okkar, Jónas Guðmundsson, rektor Samvinnuháskólans í Bifröst (upprunninn á Siglufirði) er kominn hingað tilWashington lil framhaldsnáms." „...enda sé það í lagi, bróðir“ „Og gamlir kennarar hafa líkagert garðinn frægan áöðr- um vettvangi. Ég var um dag- inn að lesa annað bindið af ævisögu eins mesta íslend- ings, sem uppi hefur verið, Einars Benediktssonar, eftir Guðjón Friðriksson, sem forð- um daga kenndi íslensku og sögu við M.I. En það eru ekki margirúrkennaraliði mennta- skólans frá okkar dögum sem enn búa á ísaftrði. Ætli Guð- mundur Jónsson, stærðfræði- kennari, standi ekki hjarta okkar einna næst, að öllum öðrum ólöstuðum. Hann reyndist okkur og skólanum með afbrigðum vel. Guð- mundur var ölkær í besta lagi („enda sé það í lagi, bróðir") en missti aldrei úr kennslu einn einasta dag og ól önn fyrir nemendum sínum al' ósviknu kærleiksþeli. Ég bið að heilsa honum og við bæði.“ Erfíðasta málið á ferlinum - Hvert var erfiðasta málið á þínum pólitíska ferli? „Það var ekkert þeirra stóru mála sem hæst bar á mínum ferli: Að koma á staðgreiðslu- kerfi skatta, samræmdum söluskatti sem leiddi til virðis- aukaskatts, að afnema einok- un á útflutningi sjávarafurða eða að semja við Evrópusam- bandið um svo til tollfrjálsan aðgang að Evrópumarkað- num - en EES-samningurinn má með réttu heita líflína ís- lands við umheiminn í dag. Ekkert af þessu. Það var að liggja undir ámæli og grun- semdum í fjölmiðlum mánuð- um saman um að ég hefði misnotað almannafé til að kosta 50 ára afmæli konu minnar og að fá í kjölfarið skoðanakannanir sem stað- festu að ég væri spilltasti stjórnmálamaður þjóðarinnar. Það var ekki fyrr en Ríkisend- urskoðun hnekkti þessum óhróðri eftir dúk og disk, sem þessari gerningahríð slotaði. Sjálfur var ég fyrir löngu kominn með þann harða skráp, sem þarf til að lifa af í pólitísku návfgi á Islandi. Og tók yfirleitt misjafnlega illa innrættri gagnrýni andstæð- inga - og samherja - með brosi á vör. Sjálfur vissi ég vel að ég stundaði ekki pólitík í auðgunar- eða ábataskyni og var þess fullviss að verkin myndu að lokum sýna merkin. En þegar andstæðingar leggjast svo lágt að vega að fjölskyldu umdeilds stjórn- málamanns ef vopn þeirrabíta ekki hann sjálfan, þá er fokið í flest skjól. Þetla er sennilega dýpsta örið sem situr eftir löng vígaferli." Eins og sunnu- dagaskóli... - Er starf sendiherra í raun og veru „helgur steinn“ fyrir stjórnmálamann, eins og stundum er sagt? „Stjórnmálabarátta er stríð. Frá því þú lýkur upp augum á morgnana og lokar þeim á nóttunni, ertu að berjast fyrir framgangi mála og stundum fyrir lífi þínu. Þú ert alltaf í viðbragðsstöðu. Og þú veist aldrei á hverju þú átt von frá degi til dags. Starf sendiherra getur verið erilsamt og það reynir á marga þá eiginleika sem góður stjórnmálamaður þarf að búa yfir: Víðtæka þekkingu (fremur en sérhæf- ingu); málflutningshæfileika og getuna til að vekja áhuga annars fólks á landi og þjóð og þar af leiðandi jákvæða afstöðu til þeirra mála, sem þú berð fyrir brjósti. En í samanburði við pólitík er þetta eins og sunnudaga- skóli“, sagði Jón Baldvin Hannibalsson. MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 13

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.