Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 19

Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 19
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði hefur um árabil ritað jólasögur fyrir Bæjarins besta. Sú fyrsta birtist í jólablaði BB 1986, og sfðan þá hafa sögur hans birst ár- lega að undanskildum árunum 1992 og 1993. Hér er nýjasta smásaga Olafs Helga, jólasagan Rokk og ról um jól. herra. Það var nú svolítið fyndið. Nei, það var ekki fyndið. Réttlæti var ein- faldlega til. Annars sæti einhver annar í hennar stól. Stundum gerði hann tilraun til þess að hlusta á eitthvað mýkra. Hendrix, Bowie, Faces með Ronnie Wood og Rod Stewart, Iggy Pop og aðrir slíkir hrifu frekar en amerískt sveitarokk, diskó og aðrar slíkar tónlistar- stefnur. Svo kynntist hann konunni sinni, Þórdísi, sem var ótrúlega þolinmóð gagn- vart dyntum hans, þótt Cliff Richard væri hennar uppáhald. Kjartan horfði á baksíðu Dagblaðsins fyrir 25 árum. Þar mátti sjá þau hjónin klædd að þeirra tíma tízku storma á frumsýningu á kvikmyndinni Abba the Movie. Þau voru skemmti- lega íbyggin á myndinni, eins og áköf að komast áfram á lífsgöngunni. Myndin var svo sem skemmtileg. En það var miklu skemmtilegra á tónleikum Nazareth í Laug- ardalshöllinni skömmu áður. Alvöru rokktónleikar hugs- aði hann og riljaði upp fleiri, Stranglers á sama stað, Cliff Richard vestur í Bandaríkj- unum og nöfnin runnu um huga Kjartans. Sameiginlegt þeim öllum var að hann hafði skemmt sér og tilveran var alltaf líflegri lengi eftir. En þrátt fyrir að margir ætluðu sér að verða ríkir á því að halda hljómleika með útlendum stórstjörnum hafði það aðeins gerzt einu sinni að talað var um tónleika með Rolling Stones. Árið var 1965 og litið var til ófullgerðrar íþróttahallar í Laugardal, þeirrar sömu og hýsti síðar Led Zeppelin og aðrar frægar stórstjörnur. Árin þeirra Kjartans og Þórdísar liðu hratt, börnun- um fjölgaði og urðu fjögur. Svo merkilegt sem það var þá deildu börnin snemma áhuga föður síns á rokkinu. Frumburðurinn, sem aldrei lét sér neitt fyrir brjósti brenna spilaði stundum sjálf á plötuspilarann með mis- jöfnum árangri. Hún byrjaði svo snemma að fullorðnast, að stundum helltist úr pel- anum yfir plötuhulstrin. Þá gramdist honum meðferðin. Nú vildi hann ekki skipta þessum plötum út. Þau minntu hann á takmarka- laust traust barnanna á föður sínum og móður. Börnin voru í tveimur liðum, þær eldri á líku reki og svo tví- burar, drengur og stúlka, hefðu átt að heita Dagur og Nótt svo ólík voru þau. Reyndar voru þau öll ólfk, en einhver sameiginlegur strengur tengdi þau og gerði þau á einhvern undarlega afstæðan hátt lík hvert öðru. En til þess að greina streng- inn þurfti auga, sem að sínu leyti líktist tóneyra Kjartans. Kunnáttumenn um tónlist gáfu ekki mikið fyrir slíkt eyra. En Kjartan þekkti nánast hvert einasta af fleiri hundruð lögum uppáhalds- sveitarinnar af fyrstu sekúndunum þegar það var spilað. Þetta var ómeðvitað, en hafði ekki komið í veg fyrir að tónskáldið fræga vísaði honum ítrekað úr tónmennt í Menntaskól- anum. Orsökin; áhugaleysi og einstakt skilningsleysi á æðri tónlist. Sennilega hefði baráttan unnizt með þolin- mæði, einkum af hálfu kennarans, því ekkert var verra en láta vísa sér út vegna meints skorts á áhuga. En þarna lærði Kjart- an að sumt ætti maður ekki að taka nærri sér. Með ár- unum minnkaði áhuginn á tímasókn. Kennararnir voru vegnir og metnir í upphafí vetrar og ákvörðun tekin, sem venjulega dugði vet- urinn út. Annað hvort var mætt eða ekki. Enginn hefur áhuga á því að láta gera lítið úr sér. Þessari sjálfsögðu vizku gleymdi hann því miður oft í samskiptum við börnin sín og Þórdísi. Því meiri kröfur sem vinnan gerði um kurteisleg samskipti við óánægða viðskiptavini þess fljótlegra var að gleyma. Oft var þá þolinmæðin þrotin. Svo hafði hann tekið upp þann sið að fara í gönguferð eftir vinnu og hlusta á rokk og ról á meðan. Þá var allt smáræðisamstrið gleymt. Smám saman hafði nýr heimur opnazt honum. Hann skynjaði hvílíkan kraft frumbyggjar Afríku höfðu sótt í tónlistina og svo af- komendur þeirra, þrælarnir í Ameríku sem með enda- lausu striti sínu höfðu átt drjúgan þátt í að byggja upp efnahagsundrið í Bandaríkj- unum. Leyndarmálið laukst smám saman upp fyrir hon- um. Tónlist og trú áttu sam- leið. Krafturinn lá í tónlist- inni og sjálfsagt einnig í trúnni. Hættulegast af öllu var að reyna að slíta tengslin á milli. Þótt Kjartan teldi sig ekki gamlan voru jarðarfarir orðnar heldur tímafrekari en fyrr. Oft hafði hann hlustað á sálm Davíðs Stefánssonar „Við krossins helga tré” og heyrl í huganum hvernig hljómurinn yrði í útsetningu þungarokkara. Ekki það að hrifningin væri mikil á þungarokki heldur virtist sem kirkjutónlist og þunga- rokk ættu nána samleið. Sama hafði honum fundizt um Bach. Kjartan flíkaði ekki þessum hugrenningum sínum, enda var hann ekki í neinu trúboði. Þversögnin var hins vegar sú að sálm- arnir sem fluttir voru í jarðarförum voru oftast þeir beztu að hans mati. Reyndar var góður sálmasöngur með betri tónlist og átti greini- lega margt skylt við rokkið. Trúin var samofin tónlist- inni. Á íslandi ríkti trúfrelsi og allir mega tjá sig, líka í tónlist. Árin liðu og ekki varð af því að fara á tónleikana með Rolling Stones. Árið 1976 var hann komin á Ulfseyri, tímabundið, og af hagvizku sinni reiknaði hann út að allt of dýrt yrði að taka sér frí úr vinnu og fara til Parísar. Það hefði kostað nærri mánaðar- launin með vinnutapi. Síðar hafði hann oft óskað sér að vera ekki svona hagsýnn. Liðnu verður ekki breytt. Um haustið höfðu þau Þórdís gift sig öllum að óvörum. I brúðkaupinu á Þingvöllum var magi hennar aðal skoðunarefni kirkju- gesta. Fjögur ár liðu þar til frumburðurinn fæddist við fögnuð margra nánustu ætt- ingja. Þá var Háskólinn að baki og árin á Árfossi orðin tvö. Tíminn leið hratt. Ekki bólaði á neinum sem vildi flytja inn hljómsveitina hans. Alltaf blundaði löng- unin að sjá Rolling Stones á sviði. Tækifærið kom vorið 1982, en þá var allt fast, þau að byggja hús og hann í kosningabaráttu og fram- boði. Ábyrgðartilfmningin réði og Kjartan sat sem fastast, fór hvergi en sór þess dýran eið að sitja ekki af sér tækifærin framvegis. Tveimur árum seinna voru þau setzt að á Ulfseyri. Nú skyldi breytt um lífsstfl, að- eins unnið í einu starfi, ekki mörgum auka og félags- málin látin eiga sig. Oft hafði þeint orðið hugsað til þess hvort örlög manna væru með einhverjum hætti ákveðin fyrirfram. Sjálfur hafði hann enga trú á örlög- um. „Örlög eru fyrir konur, ekki karla”, var viðkvæði hans þegar slík æðri mál bar á góma. Eftir því sem árin Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jóla- og nýárshátíð og þökkum árið sem er að líða. Hafnarstrœti 6 - Isafirði *FœÁrn/þjónusfa wesf/faroa ehf Aðalstrœti 26 - ísafirði - ■ ■ ■ ■ TL BASAFELL HF. Sundstrœti 36 - ísafirði Hafnarbúðin Hafnarhúsinu ísafirði Hraðfrystihúsið - Gunnvör Hnífsdalsbryggju /fÍGUST&FI ,0 $l ehf BYGGINGAVERICTAIÍAR MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 19

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.