Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 12
Bæjarins besta sló á þráðinn til Jóns Baldvins Hannibalssonar. núverandi sendiherra / / Islands í Washington, D.C. en fyrrverandi skólameistara og bæjarfulltrúa í Isafírði I upphafi máls bað Jón Baldvin fyrir sérstakar kveðjur til Guð- mundar Jónsson- ar, fyrrum stærð- fræðikennara við s M.I., sem er sá eini sem enn býr á ísafirði af „gamla genginu frá brautryðj- endaárunum“, eins og hann orð- aði það. En að því mæltu víkjum við ennþá lengra aftur í tímann hér vestra - miklu, miklu lengra og spyrjum: - Eru bernskuárin þín á s Isafirði horfin í móðu minning- anna? „Það fennir fyrr í flest spor önnur en bernskusporin“, sagði Jón Baldvin. „Atvik stór og smá og andlit nær og fjær frá þessum árum eru greypt í minnið eins og þetta hafi borið við í gær. Þettaer víst mannleg reynsla. Það er sagt að tvisvar verði gamall maður barn. Það seinasta sem yfirgefur mann- inn í jarðvistinni eru myndir og minningar frá bernsku- og uppvaxtarárum. Það er lfka margs að minnast. Ég skynja það æ betur eftir því sem ég eldist að það voru forréttindi að fá að alast upp á Isafirði og við Djúp á þessum árum. Um daginn las ég í blaði að meira en fjórðungur barna í Banda- ríkjunum þjáist af offitu. Þetta liggur fyrir framan hundrað sjónvarpsstöðvarádegi hverj- um og hreyfir sig aldrei nema í bíl.“ Besta veganestið „Hugsaðu þér þvílík örlög - að lokast inni í náttúrulausri gerviveröld. Við vorum á þindarlausum hlaupum úti í guðsgrænni náttúrunni, frjáls eins og fuglinn fljúgandi. Að vísu var ég rifinn upp með rótum úr þessu umhverfi allt of snemma, þegar karlinn fór á þing og fjölskyldan fluttist suður. En ég naut þess að eiga sælustu sumur lífs míns inni í Djúpi. í fóstri hjá móðurbróð- ur mínum, Hafliða í Ögri, fram undirfermingu. Þetta uppeldi, sveitadvölin og sjómennska á sumrin á unglings- og skóla- árum, er það veganesti sem mér hefur dugað best.“ Þóttist hafa höndlað sannleikann - Hvenær vaknaði áhuginn á pólítík? „Ætli ég haft ekki drukkið þann áhuga í mig með móður- mjólkinni? Bernskuheimili mitt vará mótunarskeiði mínu eins konar taugamiðstöð ísa- fjarðarkratismans. Var það ekki Indriði G. sem sagði ein- hvern tíma í ræðu, að Alþýðu- flokkurinn væri vestfirsk verkalýðshreyfing í bland við danska lýðskólahreyfingu? Það er dálítið til í því. Unglingauppreisn mín birt- ist í því að ég hafnaði þessu öllu saman og las mértil óbóta marxísk hindurvitni og kilj- anskt Sovéttrúboð. Og þóttist hafa höndlað sannleikann sem gallharður kommúnisti á menntaskólaárum. Ætli þetta hafi ekki komið í staðinn fyrir rokkæði eða pönkstæla seinni kynslóða? Allavega rjátlaðist þetta ekki af mér fyrr en á háskólaárum í Skotlandi. Hagfræði hefur reynst mörg- um haldgott mótefni við hjátrú og hindurvitnum. Eftir miklar pælingar komst ég að sömu niðurstöðu og ég hafði lagt upp með: Nefnilega að jafn- aðarstefnan blívur sem mann- úðarstefna á myrkri öld. Væri hún ekki til, þyrftum við að finna hana upp.“ Bók á leiðinni - Hvenær kemur ævisagan þín, Jón Baldvin? Megum við búast við einhverjum „upp- ljóstrunum", nýjum upplýs- ingum um gang málaeða nýrri sýn á það sem gerðist? „Ég er að vísu að burðast við að klára handrit að bók, sem vonandi kemur út á alda- mótaárinu. Vinnuheitið er „Framtíðin á engan atkvæð- isrétt". En þetta er ekki ævi- saga, heldur hugmyndasaga og tilraun til að rýna ögn inn í framtíöina. Ég er að reyna að ná utan um aðalþemu tuttug- ustu aldarinnar: Hverjar voru í upphafi helstu væntingar og vonbrigði aldarinnar? Mun lífríkið lifa af rányrkj u neyslu- samfélagsins? Hvers vegna eru sumar þjóðir ríkar en aðrar snauðar? Hvers vegna brast heimskreppan á - hefði mátt hindra það og hvað höfum við af því lært? Hvers vegna höfðu sturlaðir menn, böðlar og bullur af sauðahúsi Hitlers og Stalíns þvílíkt aðdráttarafl (ekki síst fyrir hrekklausa menntamenn á Vesturlönd- um)? Ilvað nákvæmlcga felst í „þriðju leiðinni" - lýðræðis- jafnaðarstefnu sem hafnar hvoru tveggja, öfgum óbeisl- aðs kapítalisma og frumstæðs kommúnisma? Hvaða lausnir eru sýnilegar á vanda velferð- arríkisins? Geta jarðarbúar til frambúðar búið í friði við þá hrikalegu misskiptingu auðs og tekna sem ríkir milli ríkra forréltindaþjóða og hins snauða meirihluta mannkyns? Hvað boðar ameríska öldin? Hver er framtíð Evrópusam- bandsins? Hvaða áhrif hefur alþjóðavæðingin á líf fólks og framtíð meðal ríkra þjóða og snauðra? Hver er staður Is- lands í heimsmynd 21 stu ald- arinnar? Ég hef stundum lýst veru okkar hér í Washington sem framhaldsnámi. Þessar pæl- ingar eru afrakstur langrar reynslu stjórnmálamanns og þeirrar andlegu örvunar sem alþjóðlegt umhverfi manns hér býður upp á. Reyndar var ég að lesa annað bindið af Steingrími Hermannssyni í fyrrakvöld. Það er frásögn af atburðum og hið þarfasta verk sem slíkt. En þar segir fátt af þeim hugmyndum sem hrær- ðu stjórnmálamanninn til verka. En Steingrímur lýsir sér sem verkfræðingi að upp- lagi og menntun - og kannski er ósanngjarnt að rukka verk- fræðinga um pólitískar hug- myndir?“ Engin þörf fyrir pólitík núna? - Má þá ekki búast við því að þú komir heim einn góðan veðurdag eins og fellibylur og rífir Samfylkinguna upp úr doðanum, má ég segja glundroðanum? „Það jaðrar næstum því við ókurteisi að spyrja mann sem hefur afplánað þrjá áratugi á galeiðu íslenskra stjórnmála, hvort hann langi ekki í fram- lengda refsivist. Við sem stýrðum galeiðunni á kreppu- árunum 1987-94 lögðum svo góðan grunn að nýju velmeg- unarskeiði, sem hefur staðið síðan, að það er kannski ekki þörf fyrir neina pólitík - þ.e.a.s. harðar ákvarðanir um lausnir á vandamálum - fyrr en í næstu niðursveiflu? Is- lendingar upplifa nú einstakt blómaskeið. Allir sem bera sig eftir því hafa það betra en áður og hinir ríku eru að verða miklu ríkari en nokkru sinni fyrr. A slíkum tímum er þorri fólks fráhverfur áleitnum spurningum um framtíðina (sem í mínum hugaerpólitík); menn vilja fá að njóta vel- megunarinnar í friði, óáreittir af vandamálum, sem e.t. v. þarf að fást við eftir þennan dag. Þjóðfélagsumræðan á ís- landi endurspeglar þetta. ís- land er eina landið í Evrópu þar sem engin umræða fer fram um Evrópumál (kannski erum við ekki alveg með það á hreinu, hvort við erum Evr- ópuþjóð?). Meðan hagvöxturinn malar gull, viljum við gjarnan slá á frest að þurfa að taka afstöðu til auðlindagjalds í sjávarút- vegi eða tilvistarvanda vel- ferðarkerfisins. A meðan ríf- ast menn um það, hvort verj- andi sé að sökkva Eyjabökk- unurn, þótt fæstir hafi þá aug- um litið. Og þá er eins gott að nota tímann til að hugsa - endurhæfa sig. Það kemur dagur eftir þennan dag.“ Sigurjón á Hrafna- björgum sá um rjúpuna - Hvemig verður jólahaldið hjá ykkur fyrir vestan? Er t.d. hægt að fá sendan „sérvest- firskan" mat? „Alþjóðavæðingin allt í kringum okkur hefur náð því að setja mark sitt á mína fjöl- skyldu þannig að þessa stund- ina býr aðeins elsta dóttir mín á Islandi. Hins vegar stefnum við að því, þau sem það geta, að halda jólin í Brússel hjá Glúmi, syni mínum. En árþús- undamótin er auðvitað hvergi hægt að halda annars staðar en á hápunkti heimsins, - á Islandi. A árum áður sá Sig- urjón á Hrafnabjörgum fyrir rjúpunni áaðfangadag (kjarrið í Laugardalnum gaf nefnilega bragð sem minnti á bernsku- daga). í þetta skiptið reynir hins vegar á skotfimi Halla í Andra, hvort rjúpa verður á borðum aðfangadag í Brúss- el.“ Yfírlýsing um kæsta skötu f.h. Vatíkansins „Annars hefur það reynst |S&| F3 mm W \7 W ™ ÍSAFJARÐARBÆR Basjarstjórn Isaljarðarbacjar sendir íbúum sveitarfélagsins og viðskiptavinum sínum bestu jóla- og nýérskveðjur með þökk lyrir hið liðna. Bæjarstjórinn. J A Odqi Oskum viðskiptavinum okkar, starfsfólki og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsasldar é komandi ári. i r 4* ðí Sparisjóður Bolungarvíkur ” Bolungarvík - Suðureyri Sendum Bolvíkingum, ðúgfirðingum og öðrum Vestfirðingum bestu óskir ^ um gleðileg jól, gott og farsaelt komandi ár með þökk fvrir viðskiptin. f \ Utvegsmannafélag Vestfjarða Aðalstrœti 24 - ísafirði ðcndum okkar bestu óskir um gleðilega jóla- og nýórshátíð ^ og þökkum árið sem er að líða. 12 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.