Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 21

Bæjarins besta - 22.12.1999, Blaðsíða 21
Halldór Halldórsson bæjarstjóri ísafjardarbæjar skrifar Fjármál og byggðamál Snjóflóðavarnar- garður í Selja- landshlíð Á 69. bæjarstjórnarfundi 9. desember sl. var sam- þykkt að fresta fram- kvæmdum við snjóflóða- varnargarð í Seljalandshlíð um eitt ár. Ástæða frestunar- innar er sú, að við gerð fjár- hagsáætlunar hefur verið leitast við að lækka eða taka út liði sem ekki eru taldir hafa veruleg áhrif á þjón- ustu sveitarfélagsins. Þá hafa skoðanir verið skiptar um þetta rnikla ntannvirki og hafa margir lýst þeirri skoðun sinni, að hægt hljóti að vera að minnka umfang þess án þess að skerða varn- argildið. Leitað hefur verið eftir upplýsingum frá Ofan- flóðasjóði og Veðurstofu fs- lands um það hvort hugsan- lega hafi kontið frarn nýjar forsendur við hönnun garð- sins sem gætu breytt unt- fangi hans og kostnaði við framkvæmdina. Ekki hafa borist skýr svör um þetta atriði en bent á að einhverjar breytingar sé hægt að gera sem hafí í för með sér ntinna umfang garðsins og lækki tilkostnað við gerð hans. Frestun unt eitt ár hefur þann kost í för með sér að hægt verður að yfirfara hönnunarforsendur garðs- ins enn betur. Þá má benda á að enn hefur umhverfís- ráðherra ekki sett reglugerð urn svokallað hættumat í byggð. Hættumat þetta mun gera ákvarðanatöku við snjóflóðavarnir auðveldari því þá eru allar reglur orðnar eins skýrar og hægt er. í dag er stuðst við bráða- birgðareglugerð varðandi hættumatið sjálft. Fjárhagsáætlun 2000, fjármál ísafjarðarbæjar Fimmtudaginn 16. desem- ber sl. var síðari umræða um fjárhagsáætlun Isafjarðarbæj- ar fyrir næsta ár. Sé vitnað í minni elstu manna er þetta í fyrsta sinn sem fjárhagsáætl- unin er afgreidd fyrir áramót í þessu sveitarfélagi. Því að samþykkja fjárhagsáætlun fyrir árarnót fylgir ótvíræður kostur. Starfsmenn hafa þá frá fyrsta degi rekstrarársins þær heimildir sent vinna skal eftir. Það eykur skilvirkni kerfísins og bætir stjórnun. Mörkuð var skýr stefna með gerð þessarar fjárhagsáætlun- ar um aðgerðir á næsta ári sent draga skulu úr útgjalda- þenslu. Sveitarfélagið verður að aðlaga sig sífellt breyttum aðstæðum með sinn rekstur til að vera fært um að veita alla þá almennu lögbundnu þjónustu sem krafist er. Með því að frantfylgja þessari stefnu vonast undirritaður til að takist að draga úr þeirri skuldauakningu sem sveitar- félagið hefur orðið fyrir frá sameiningu 1996. Ein ástæðan fyrir skulda- aukningu er sú að tekjur sveit- arfélaga hafa verið að lækka vegna misræmis á tekjuskipl- ingu ríkis og sveitarfélaga. Einnig að fólki hefur fækkað og lækka þá útsvarstekjur. Þá erísafjarðarbærdreift sveitar- félag á stóru svæði sem þarf að halda uppi almennings- samgöngunt, mörgum skólum og ýmissi þjónustu sem ekki ertekið tillittil við tekjuskipt- ingu. Sambærilegt sveitarfélag að mannfjölda sem hefur alla sína íbúa á einum og sama staðnum hefur sörnu tekju- skiptingu og Isafjarðarbær. Þetta sambærilega sveitarfé- lag þarf e.t.v. aðeins að reka einn skóla, eina sundlaug, eitt íþróttahús, eitt áhaldahús og eina höfn. Við erum með þetta nánast allt fjórfalt en samt sömu tekjur. Þetta er atriði sem þarf virkilega að endur- skoða af hálfu ríkisins í sam- starfi við sveitarfélögin. Ríkisstjórnin ákvað f síð- ustu viku að veita viðbótar- fjármagni til sveitarfélaganna í landinu, kr. 700 milljónum, til að koma til móts við kröfur sveitarfélaganna unt leiðrétt- ingu á tekjum. Þetta mun fara í gegnum Jöfnunarsjóð sveit- arfélaga og skiptast í þjón- ustuframlag og svokallað fólksfækkunarframlag sem fer til sveitarfélaga sem misst hafa frá sér íbúa, orðið fyrir tekjulækkun af þeint sökum en ekki geta dregið úr útgjöld- unt. Undirritaður sá haft eftir formanni Santbands íslenskra sveitarfélaga nýverið, að þetta væri ein mesta byggðaaðgerð sem framkvæmd hefði verið á undanförnum árum. Þar verð ég að lýsa mig ósantmála okk- ar ágæta formanni, sé þetta rétt eftirhonum haft. Byggða- aðgerð er fólgin í raunhæfum aðgerðum sem gefa lolki í hin- um dreifðu byggðum fram- tíðarsýn fyrir sitt svæði, að- gerðum sem sýna fólki frant á að atvinnulífið ntun þróast fram á við og verða fjölbreytt- ara, aðgerðum sem styrkja skólakerfi á öllurn stigum, að- gerðum sent auka bjartsýni og vitund um framtíð. Nokkrar milljónir til sveit- arfélaganna í landinu með þessari aðferð breyta engu öðru en því að fjárlagagat þeirra verður eitthvað rninna en ella. Sem byggðaaðgerð breytir þetta því miður engu fyrir hinn almenna íbúa vegna Halldór Halldórsson. þess að sveitarfélögin þurfa alvöru leiðréttingu til að geta tekið kröftuglega á heirna fyrir og haft áhrif þannig á hina ýmsu þróun. Þó er rétt að þakka þetta útspil ríkisstjórn- arinnar með von um að þetta sé byrjunin á leiðréttingu á tekjuskiptingu ríkis og sveit- arfélaga. Menningarveisla, áramót Hvort sem Isafjarðarbær er tengdur sérstöku menningar- átaki eða ekki, þá er menn- ingin alltaf í miklum blórna hér í bæ. Við munum tengjast Reykjavík menningarborg 2000 en í raun munum við nteð því benda enn frekar á að árið er ein menningarveisla hér í bæ. Við áramót rennur upp nýtt árþúsund, árið 2000 rennur í garð. Með það í huga mun flugeldasýning Björgun- arfélagsins verða enn stór- kostlegri og er hluti hennar styrktur af Isafjarðarbæ. Undirritaður hefur nú verið þrenn áramót hér fyrir vestan og er sannfærður um að hér er best og skemmtilegast að vera á þeim tímamótum. Hér tekur náttúran þátt í hátíðinni, ntagnar upp Ijósaganginn með endurkasti frá snjóþöktum fjöllunum og bergmálið ómar í fjallasal. JÓl Nú eru jólin á næsta leiti. Þeirn fylgir hjá flestum sér- stök hefð og hluti af upplifun- inni er sá að gera hlutina eins áður. Eins og var gert hjá pabba og mömmu og afa og ömrnu. Þessu fylgja stundum þau vandkvæði þegar fólk hef- ur sambúð að hefðirnar rekast eitthvað á, nokkur smáatriði passa ekki sarnan. Þetta Ieysir fólk yfirleitt með því að blanda sarnan aðferðunt og útkoman verður gleðileg jól í faðmi ástvina. Við sem búum í samfélagi eins og Isafjarðarbæ eigurn að rninna okkur reglulega á hvað er gott að búa hérna, hér líður okkur vel, hér býr gott fólk. Við höfurn samt gott af því að hugsa stundum um það hvort við getum ekki gert ein- hverja hluti öðruvísi, hvort við getum ekki blandað okkar hefðum saman við annarra eins og fólk gerir til að við- halda því besta úr jólahefð- unum. Við þurfum að hugsa um framtíðina og hvernig við getum höndlað hana sjálf, hvernig við getum haft áhrif á hana og skapað hana. Það er erfitt, hljómar kannski ögn yfirlætislega en er samt staðreynd. Ef við gerum það ekki sjálf, getum við ekki ætlast til að aðrir sjái um það eða það gerist af sjálfu sér. Með samstöðu og samstarfi get- um við áorkað rniklu. Eg vil óska íbúum Isa- fjarðarbæjar, svo og ná- grönnunt okkar og öðrunt, gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs, með þökk fyrir góð samskipti á árinu sem er að Iíða. Halldór Halldórsson, bœjarstjóri. Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jóla- og nýárshátíð og þökkum árið scm er að líða. LÖQGILTm ENDURSKOÐENDUR VESTFJÖRÐUM EHF. A&atefneii 24 • 406kafirái • Msfmrgata 37*4t$ Bolungaivlk • K&mitala 700•'72-0239 Reiknistofa Vestfjarða ehf Söluskrifstofa Samvinnuferða - Landsýnar Hafnarstrœti 7 - Isafirði lAH—t -TpAP pAFl Aðalstrœti 16- Isafirði m. ísaljarðar apótBh Pollgötu 4 - ísafirði -'/OÓ /j’/y// MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 21

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.